Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2005, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2005, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2005 Sport DV Pearce hrósar Barton Stuart Pearce, Manchester City, JoeyBarton sér- staklega eftir 5-2 sigur liðsins á Charlton. Barton skoraði eitt marka liðs- ins en hann spilaði leikinn þrátt fyrir að bróður hans hafi verið dæmdur fyrir morð aðeins nokkrum dögum áður. „Þetta er búin að vera erf- ið vika og ég myndi ekki óska neinum að ganga í gegnum slíkt. Hann leggur manna mest á sig, er fyrstur á æf- ingu og síðustur af æfingum og hann er á réttri leið,“ sagði Pearce eftir leikinn. Arsenal vann Chelsea 6-0 Ein úrslit frá enska bolt- anum vöktu mikla athygli enda ekki daglegt brauð. Arsenal vann þar Chelsea 6-0 en þar var á ferðinni leikur í kvenna- deildinni þar sem Arsenal er líklegt til þess að vinna titilinn en Chel- sea er í fallbaráttunni. Kelly Smith skoraði tvö mörk fyrir Arsenal sem var komið í 4-0 eftir aðeins 20 mínútna leik. Hin mörkin skoruðu þær Julie Fleeting, Lianne Sand- erson og Rachel McArthur en eitt markanna var sjálfsmark. Völdu Atla yfir Pál Einarsson Knattspyrnudeild Þróttar hefur ákveðið að velja Atla Eðvaldsson fram yfir fyrir- liðann Pál Einarsson. Stjórn knattspyrnudeildar Þróttar sendi í gær frá sér tilkynningu um að hún hafi ákveðið að verða við ósk Páls um að hann hætti sem leikmaður Þróttar. Þar segir: „Stjórn knattspyrnudeildar harmar snögglegt brotthvarf Páls en hún er einróma samþykk því að verða við ósk hans og þakkar Páli afar farsælt samstarf á liðnum árum. Stjórnarmenn vona að Páll og Þróttur eigi sem mesta samleið í náinni framtíð. Þróttur mun í einu og öllu standa við samning sinn við Pál,“ segir í tilkynningunni en Páll Einarsson er leikja- hæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Hólmar Örn á leid tilTrelle borg Keflvíkingar hafa náð samkomulagi við sænska liðið Trelleborg um að liðið kaupi Hólmar Örn Rún- arsson en aðeins á eftir að ganga frá samningi Hólmars sjálfs. Hólmar örn var með 2 mörk og 3 stoðsendingar í Lands- bankadeild karla í sumar en hann var í byrjunarliði Keflavíkur í öllum leikjun- um. Hólmar Örn sem verð- ur 24 ára í vikunni er á leið- inni til Svíþjóðar þar sem hann mun væntanlega ganga frá sínum samningi. stjon hrósaði Það virðast liðin mörg ár síðan Andy Cole gerði garðinn frægan hjá Manchester United en karlinn hefur engu gleymt og átti frábæran leik í 5-2 sigri Manchester City á Charlton um helgina. Cole kom að fjórum mörkum City, skoraði tvö sjálfur og lagði upp önnur tvö fyrir félaga sína með glæsilegum sendingum. i —i Andy Cole skoraði fyrsta og síðasta mark Cify í sigrinum á Charlton og hefur þar með skorað sjö mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessu tíma- bili sem kemur honum upp í 6. sæti á lista yfir markahæstu menn. Cole er einnig í 2. sæti yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar (á eftir Danny Murphy hjá Charlton) en hann hefur lagt upp fimm mörk Cify í vetur og þar með komið með beinum hætti að 12 af 20 mörkum liðsins í ensku deild- inni til þessa þrátt fyrir að hafa misst af þremur leikjanna. Andy á að fá allan heiðurinn Darius Vassell skoraði tvö mörk líkt og félagi hans í framlínunni en hann hrósaði Cole mikið eftir leik- inn. „Andy á að fá allan heiðurinn. Hann skoraði líka tvö mörk í dag og vonandi getum við báðir haldið áfram að skora mörk. Með því að spila við hlið hans get ég vonandi lært mikið og bætt mig sem leik- mann. Ég hef verið að horfa á hann allan hans feril og það er frábært tækifæri að fá að spila við hlið hans," sagði Vassell eftir leikinn og bætti við. „Við erum að stefna á að koma tímabilinu af stað á ný með þessum sigri og þetta var frábær sigur. Allir í liðinu voru að spila vel og við náð- um þeim úrslitum sem við áttum skilið. Við stefnum á að komast í Evrópukeppni næsta vetur, það munaði svo litlu í fyrra og ég er ör- uggur um það að allir hjá félaginu verða mjög ánægðir takist það í ár,“ sagði VasseU. Sendingar Andys Cole og sprengikraftur Darius Vassell eru að mynda eitt skemmtilegasta framherjapar ensku úrvalsdeildar- innar. Félagarnir í framlínu Stuarts Pearce hjá Manchester City skoruðu báðir tvö mörk í 5-2 útisigri á Charlton sem tapaði sín- um sjötta leik í röð. Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton- vörninni réðu ekkert við Cole og Vassell og liðið er komið upp í 8. sæti deildarinnar. Saman hafa þeir Cole og Vassell skorað 12 mörk af þeim 20 sem City hefur skorað í 15 leikjum. Leiðtoginn i buningsklefan- um Það eru fleiri sem telja að Vassell græði mikið á að leika við hlið a Andys Cole. „Auga Andys Colera fyrir að skora mörk er einstakt og m hann er líka leiðtogi liðsins í bún- H ingsklefanum. Hann nýtur . m mikillar virðingar og það {'> , er okkur mjög mikilvægt ? að hafa svona mann. t Það skiptir líka miklu JÞ- máli að Darius (w* j| Vassell spilar frá- J ,fa bærlega með \ Wj honum og þeir wBgfzíý' ‘ vega hvor annan svo vel upp,“ sagði stjórinn Stuart Pearce eftir leikinn. 183 mörk í ensku í valsdeildinni Andy Cole hefur skorc alls 183 mörkfyrir Newcastle, Manchestt United, Blackburn, Ful ham og Manchester C FERILL ANDYS COLE — Annar markahæstur Andy Cole er annar markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi á eftir Alan She- arer en hann hefur skorað alls 183 mörk fyrir Newcastle, Manchester United, Blackburn, Fulham og Manchester City. Cole er ennfremur sá sjöundi leikjahæsti. Með sama áframhaldi eru góðar líkur á að Cole brjóti 200 marka múrinn Kkt og Shearer en Alan Shearer hefur alls skorað 253 mörk í ensku úrvalsdeildinni og er því langmarkahæstur. Tveir góðir saman Andy Cole og Darius Vassell eru að mynda eitt skemmtilegasta framherjapar ensku úr- valsdeildarinnar. Þeir hafa skorað samtals 12 mörk á tímabilinu. Aldur: 34 ára Fæddur: f Nottingham 15. október 1971 Hæð: 180 sm Tímabilin: 1990- 91 Arsenal 1 leikir/Omörk 1991- 92 Fulham (C-deild) 13/3 1991- 92 Bristol City (C-deild) 12/8 1992- 93 Bristol City (B-deild) 29/12 1992- 93 Newcastle 12/12 1993- 94 Newcastle 40/34 1994- 95 Newcastle18/9 1994- 95 Man. Utd. 18/12 1995- 96 Man. Utd. 34/11 1996- 97 Man. Utd. 20/6 1997- 98 Man.Utd. 33/15 1998- 99 Man. Utd. 32/17 1999- 2000 Man. Utd. 28/19 2000- 01 Man.Utd. 19/9 . . ' v/ 2001- 02 Man. Utd. 11/4 2001- 02 Blackburn 15/9 2002- 03 Blackburn 34/7 2003- 04 Blackburn 34/11 2004- 05 Fulham 31/12 2005- 06 Man. City 12/7 Sigurganga Njarðvíkinga í Iceland Express deild karla endaði á sunnudagskvöldið Páll Axel kveikti í körfunum í Ljónagryfjunni Páll Axel Vilbergsson, fyrirliði Grindavíkur, átti stórleik þegar Grindvíkingar urðu fyrstir í vetur til þess að vinna Njarðvík í karla- körfunni. Grindavík vann leikinn með einu stigi, 105-106, eftir fram- lengingu þar sem Páll Axel skoraði 8 af 38 stigum sínum í framleng- ingunni. Njarðvík var búið að vinna alla 15 leiki sína í deild (8), meistarakeppni(l) og Powerade- bikar (6) og því náðu Grindvíking- ar að opna toppbaráttuna á ný með þessum góða sigri. Páll Axel var búinn að misnota 15 af 20 þriggja stiga skotum sín- um í síðustu þremur leikjum liðs- ins en nú klikkaði hann varla á skoti. Alls fóru 14 af 22 skotum hans rétta leið, þar af 8 af 11 skot- um hans fyrir utan þriggja stiga línuna. Páll Axel hefur leikið grfð- arlega vel í vetur og hefur leitt sitt lið í gegnum erfiða tíma þar sem óvissa með leikmannahópinn hef- ur augljóslega truflað liðið nokkuð. Njarðvíkingar voru tíu stigum yfir (34-24) þegar Grindvíkingar hófu þriggja stiga sýningu í öðrum leikhluta en gestirnir úr Grindavík settu þá niður átta þrista á sex síð- ustu mínútum hálfleiksins. Grind- víkingar tryggðu sér síðan fram- lengingu með því að skora sex síð- ustu stig (Jeremiah Johnson 4, Páll Kristinsson 2) venjulegs leiktíma og tvær þriggja stiga körfur Páls Axels í röð höfðu síðan úrslitaáhrif í framlengingunni. Friðrik Ingi Rúnarsson er að rétta við bátinn í Grindavík og það virðist sem áhættan sem hann tók með að fá Jeremiah Johnson sé að skila sér en Johnson hefur skorað 33,3 stig að meðaltali í síðustu þremur leikjum liðsins gegn Keflavík, Fjölni og Njarðvík en öll þessi lið eru í hópi sterkari liða deildarinnar. Hitti úr 64% skota sinna Páll Axel Vilbergsson skoraði 38 stig úr 22 skotum i sigur- leik Grindavíkur ÍNjarðvik á sunnudagskvöldið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.