Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2005, Blaðsíða 16
76 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2005 Fréttir DV Sádarfresta prófum Stjórnvöldum í Sádi-Ar- abíu er ekki alls varnað. Þau hafa nú ákveðið að fresta prófum nemenda í skólum þar í landi vegna heimsmeistarakeppninnar í fótbolta sem fram fer í sumar í Þýskalandi. í yfir- lýsingu stjórnvalda kom firam að miður þótti ef nemendur gætu ekki notið keppninnar vegna próf- anna. Prófunum hefur því verið frestað þar til í júlí því síðasti leikur HM er þann 9. júlí. Erótískt biblíudagatal Ungliðahreyfmg innan mótmælendaMrkjunnar í Þýskalandi hefur gefið út dagatal fyrir árið 2006 með erótískum myndum byggð- um á biblíusögum. Þar eru 12 sviðsettar myndir sem eiga að sýna sögupersónur úr Biblíunni í erótískum út- færslum. Til dæmis er þar að finna hórkonuna Rahab, Evu á evuklæðunum og hina berbijósta Dalflu er hún klippti hár Samsonar. Ætlun hreyfingarinnar er að vekja áhuga ungs fólks á Biblíunni. Bretlandi Hundruð samkyn- hneigðra para munu stað- festa samband sitt í Bret- landi þegar ný lög sem heimila það taka gildi í lok desember. í það minnsta 1200 pör hafa lagt inn papp- íra þess efnis til yfirvalda. Samtök homma og lesbía hafa lýst því yfir að með lög- unum sé endi bundinn á mismunun í þeirra garð. Mestur ér áhuginn í London, Manchester, Birmingham og Newcastle. Markúsartorg á floti Vegna mikilla rigninga um og fyrir helgina hefur Markúsartorgið í Feneyjum verið undir- lagt vatni. Eyjarnar sem mynda Fen- eyjareru 118 talsins og íbúar um sextíu þús- und en þeim hefur fækkað ört vegna hás íbúðaverðs. Feneyjar hafa sokkið um 24 sentimetra á undanfömum 100 árum, en margt hefur verið gert og miklum ijármunum varið til að varna því að þær sökkvi enn frekar. Þegar MikeTyson varð gjaldþrota vegna málaferla fyrir nokkrum árum seldi hann glæsihús sitt í Las Vegas. Kaupsýslumaðurinn Dominic Marrocco frá Yorkshire keypti húsið af Mike fyrir Qórar milljónir bandaríkjadala. Nú hyggst Marrocco bjóða Tyson að vinna húsið aftur í raunveruleikaþætti þar sem húsið verður lagt undir í póker. Mike Tyson flutti úr einbýlishúsi sínu í tveggja herbergja íbúð þegar hann varð gjaldþrota íyrir nokkrum árum. Enskur kaup- sýslumaður, Dominic Marrocco, keypti húsið af Tyson fyrir 248 milljónir íslenskra króna. Marrocco ætlar að bjóða sjónvarps- stöðvum að kaupa sýningarréttinn á raunveruleikaþætti. Þar getur fólk spilað póker gegn því að borga nokkur þúsund dollara fyrir þátttökuna og hefur möguleika á að vinna einbýlishúsið sem Mike Tyson átti í Las Vegas. „Ég held að Mike verði þakklátur fýrir að fá tækifæri til að fá húsið sitt aftur svo framarlega sem hann bítur ekki eyra af einhveijum í millitíð- inni,“ segir Marrocco. Þessi kaup- sýslumaður vann sér inn fyrstu milljón dalina þegar hann var að- eins 21 árs með því að selja tölvur. Hann rekur í dag nokkur fyrirtæki í Las Vegas, kaffihúsakeðju, mótor- hjólaverslanir, er með fasteignavið- skipti og á fyrirtæki sem selur hug- búnað fyrir tölvur. Græðir á tá og fingri Þessi fyrirtæki hafa fært honum mikinn auð en hann hyggst samt ekki tapa á þessu uppátæki sínu því hann ætlar sjálfur að vera í úrslita- pókerkeppninni ásamt Tyson og eiga þannig möguleika á að vinna sjálfur sitt eigið hús. Marrocco segir að salan á sýningarréttinum og þátttöku- kostnaður sem keppendur borga muni dekka kostnaðinn á húsinu ef hann vinnur það ekki aftur. Gaf Tyson flygilinn frá Stevie Wonder Þegar Marrocco keypti húsið gaf hann Tyson til baka flygil sem Stevie Wonder hafði gefið Tyson ásamt fleiri persónulegum munum. Var haft eftir Mike að þetta hafi verið það fallegasta sem nokkur maður hefði gert fyrir hann á ævinni. Núna vill Marrocco gera Mike þann greiða að vinna húsið sitt aftur þvf kaup- sýslumaðurinn á annað 13 her- bergja hús við hliðina þannig að ef hann tapar húsinu verður hann ekki á götunni. Úrslitapókerkeppnin á tenn- isvellinum Hundruð manna munu fá tæki- færi á að vera í undanúrslitum í sjónvarpssal í þessari pókerkeppni en úrslitakeppninnni verður síðan sjónvarpað beint þar sem hún verð- ur haldin á tennisvellinum við hús- ið. Fjórir keppendur komast í úrslit auk Mikes Tyson og Marroccos en það verða tekin frá tvö sæti fyrir þá og munu þeir ekki þurfa að keppa í undanúrslitunum. Enn hefur þessi hugmyndarfld kaup- sýslumaður ekki selt sýningarréttinn og verður spennandi að fylgjast með hvort Tyson vinnur húsið sitt til baka eður ei. Dominic Marrocco Býður sjónvarps- stöðvum póker- raunveruleikaþátt, þar sem þátttakend- urgeta unnið Tyson- húsið. Umferðaröngþveiti vegna frídaga á Spáni 33 létust í bílslysum á Spáni um helgina Dagarnir 6. og 8. desember eru frídagar á Spáni og notuðu margir tækifærið til að fara í frí í gær og á morgun og tengja þannig saman þessa frídaga. Kalla Spánverjar það að gera brú yfir dagana eða „puente". Á föstudaginn var fóru flestir í frí og síðan þá eru 33 dánir í bflslysum á hraðbrautum Spánar. „Þetta er hræðilegt vandamál á Spáni og alltaf þegar koma svona frí- dagar kemur í fréttum að fjöldi manns hafi farist í bflslysum á hrað- brautunum," segir Þorsteinn Steph- ensen, einn eigenda tónleikafyrir- tækisins Hr. Örlygs. Hann býr í Ma- dríd með Brynju X. Vífilsdóttur. „Hér frá Madríd fer fólk mikið á skíði á Castilla-hásléttuna en þar eru nokkur skíðasvæði í klukkutíma- keyrslu frá.Madríd," segir Þorsteinn. „Þeir sem eru efnaðir fara í sumar- húsin sín í nágrenni Madrídar eða til Marbella eða Alicante. Madríd tæm- ist þessa daga því margir fara líka að heimsækja ættingja sína en flestir Madrídbúar eru aðfluttir." í spænska dagblaðinu E1 Pais kemur fram að umferðalögreglan eigi von á enn fleiri dauðaslysum á hraðbrautum Spánar næstu daga og nefna þeir aðalástæðuna fyrir þess- um slysum of hraðan akstur á hrað- brautunum og ölvunarakstur. Sjötti desember er dagur stjórnarskrár- innar og áttundi desember er frídag- ur vegna „hins guðdómlega getnað- ar“ eða „la imaculada concepción". Spænska umferðalögreglan gerir ráð iýrir að frá föstudeginum 2. desem- ber til sunnudagsins 11. desember verði 11,6 milljónir bflar á ferðinni á hraðbrautunum á Spáni. Þorsteinn Stephensen „Alltaf þegar koma svona fridagar kem- urí fréttum að fjöldi manns hafi farist i bllslysum á hraðbrautun- um,“ segir Þorsteinn sem er með annan fótinn á Spáni. Dauðagildrur á vegunum Spænska umferðarlögreglan á von á enn fleiri dauðaslys- um næstu daga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.