Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2006, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2006, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 Fréttír DV Nýr ritstjóri Blaðsins ófundinn „Það verður gert en ekk- ert er fyrirliggjandi á þessu stigi," segir Sigurður G. Guðjónsson lögmaður og einn eigenda Blaðsins. Sú saga gengur nú um borg og bý að nú sé búið að ákveða hver mun taka við ritstjórn- artaumum Blaðsins. Það var gefið út á sínum tíma, þegar Blaðið hóf göngu sína, að Karl Garðarsson ætlaði ekki að sitja lengi á ritstjórastóli en hann er einn eigenda. Sigurður seg- ir þetta kjaftasögu því ekk- ert hafi verið ákveðið í þeim efnum. Þöglar myndir á Djúpavogi íbúar á Djúpavogi hafa þurft að búa við það síðan fytir helgi að ekkert hljóð hefur fylgt útsendingum á Stöð 2. Þetta kemur fram á vefsetri Djúpavogshrepps: „Áskrifendur Stöðvar 2 hafa væntanlega tekið eftir því að það vantar hljóð á útsend- ingu þess. Komið hefur í ljós að hljóðbúnaður sem settur var upp um daginn er bUað- ur og þarf að fá nýjan frá Reykjavík. En því miður kemst þessi búnaður ekki tíl okkar iýrr en í fyrsta lagi á mánudag og verðum við að þola hljóðlausa Stöð 2 yfir helg- ina,“ sagði á djupivogur.is á föstudag. Norn Arna til Ítalíu JPV hefur gengið frá samningi um ítalskan út- gáfurétt á Tíma nornarinn- ar eftir Árna Þórarinsson. í desember var erlendur út- gáfuréttur bókarinnar seld- ur til allra Norðurlandanna og Þýskalands fyrir hærri íjárhæðir en dæmi er um að greiddar séu fyrir útgáfu á íslenskum bókum erlend- is. í tilkynningu segir að eftir strangar samningavið- ræður hafi verið samið við Gruppo editoriale Mauri Spagnol um réttinn fyrir umtalsverða fyrirfram- greiðslu, væntanlega þá hæstu sem greidd hefur verið fyrir íslenska bók á Italíu. Ómar Ragnarsson fær styrk frá Akureyri upp á 1,5 milljónir króna til aö flytja korn- myllu til þorpsins E1 Kere í Eþíópíu. Helgi Hróbjartsson, eða fljúgandi trúboðinn eins og hann er kallaður, starfar í E1 Kere og mun aðstoða Ómar við að ferja myll- una. Helgi ætlar að reisa kornmylluna 1 bænum með aðstoð bæjarbúa. flmar og fljúgandi trúboði moo koromylln til Eþiopio „Þetta er krossferð í jákvæðum skilningi," segir Ómar Ragnars- son sjðnvarpsmaður hlæjandi en hann fékk styrk frá Akureyri upp á 1,5 milljónir til þess að flytja kornmyllu til smáþorpsins E1 Kere í Eþíópíu í mars. Ómar mun fara þangað ásamt trúboðan- um Helga Hróbjartssyni og taka upp endinn á heimildarmynd sem hann er að gera um þennan afskekkta bæ í Afríku sem tæp- lega níu hundruð manns búa í. „Það lá beinast við að fá styrk ffá Akureyri," segir Ómar Ragnarsson um styrkinn sem hann hlaut frá Akureyri, bænum sem einmitt sé kenndur við akuryrkju og sé annar af tveimur bæjum sem tengjast sltkri starfsemi á Islandi. Ómar segir að hann sé í raun að aðstoða Helga Hróbjartsson trú- boða við að koma myllunni á áfangastað en Ómar hefur unnið að heimildarmynd um þennan litla bæ og störf Helga. Trúboðinn fljúgandi „Ég fór að gera heimildarmynd um Helga, eða fljúgandi trúboðann, sem kemur næst á eftir Allah í aug- um þorpsbúanna," segir Ómar sem hefur fylgst með störfum Helga í bænum þar sem hann flýgur á gömlu vélinni hans Ómars, Frú númer 4. Ómar kallar Helga „Engilinn af himnum" og segir að hann hafi unn- ið ótrúlegt starf í þessu litla þorpi. Hann segir að Helgi hafi séð að kornmylla hafi bókstaflega bjargað bæjarbúum í öðrum afskekktum smábæ því það þýddi að fólkið „Ég fér að gem heim-; ildarmynd um Helga, eða fífúgandi trúboð- mmr sem kemur næst á eftirPdfúh íúugum þorpsbúartna.If þurfti ekki að þreskja kornið í hönd- unum - slíkt geti skilið á miíli iífs og dauða í Eþíópíu. Dauðinn daglegt brauð „Það er tvö og hálft ár síðan ég kom síðast en ég veit að Ómar Ragnarsson Flýgur með kornmyllu til £/ Kere í Eþíópíu. Kristján Þór Julíusson Akureyri er orðin vinabær Ei Kere. ntylluna saman. ,.,'\kure\TÍng- BPrw jfj-p í .11 eru búnii ai ■ eignast afskekkt- an vinabæ í svörtustu Afrfku," segir Ómar að lokum þakklátur fyrir styrkinn sem vonir standa til að muni bjarga ---------------------------- -•<**- Helgi Hróbjartsson Fljúgandi trúboðinn i guðatölu í El Kere. manns- Eþíópía El Kere er einn af fáum bæjum þarsem hreint lindarvatn finnst. margir eru dánir síðan þá,“ segir Ómar í þung- um tóni. Að sögn Ómars er lífs- baráttan í Eþíópíu gríð- arlega eríið. f Þarsédauðinn daglegt brauö. I Ómar segir að hann og Helgi hafi ekki getað snúið aftur til Eþíópíu tóm- hentir og því hafi þeir brugðið á þetta ráð. Þeir munu fljúga til Eþíópíu í byrjun mars og fljúga svo með kornmylluna á Frú númer 4 til þorpsins. Þar munu bæjarbúar ásamt Helga setja fjölda lífa. valur@dv.is Alltaf sami hægagangurinn Það er eitthvað dáleiðandi við bíósali. Um leið og ljósin eru slökkt getur heimur Svarthöfða breyst í pyntingabúllu í Slóvakíu, þar sem ljón tala og kúrekar klípa í rassa. Sjónvarpið er svipað en ekki alveg eins. Heimurinn getur svosem breyst í Róm á svipstundu en raun- veruleikinn er skammt undan. Allt í kring í stofunni hjá Svarthöfða. Glæpaþátturinn Allir litir hafsins er þrusufínn. Glæpirnir hrannast upp og allir hafa eitthvað óhreint í pokahorninu. Þannig á það að vera. Skítur í hverjum vasa. Það er gott að íslendingar geti gert sjónvarps- Svarthöfði krimma. Svarthöfða þótti svekkjandi að sjá hina á Norðurlöndunum komast svona langt framúr. En það þarf að taka slurk í bíó- málum. Síðustu myndir hafa verið fínar en það vantar meira. Risarnir Óvinafagnaður, Mýrin og Virkjunin eru allir að þramma af stað en taka væna stund á leiðinni í bíó. Á meðan þarf Svarthöfði að halda áfram að horfa á útlenskar myndir. Kannski rétt fyrir utan handfylli af innlend- um. Hvernig hefur þú það? „Mér líður bara mjög vel," segir Sigurður Eggertsson, landsliðsmaður í handbolta, sem flýgur til Sviss í dag og tekur þar þátti Evrópukeppninni i handbolta.„Ég er mjög spennt- ur fyrir Evrópumótinu og stemningin í hópnum er góð. Þetta verður ævintýri. Eg er reyndar í diplómanámi i háskólanum en það verður lagt til hliðar næstu vikurnar. Mér dettur ekki í hug að taka skólabækurnar með út." Svarthöfði er löngu búinn að átta sig á íslenska bíóvandanum. Kostn- aðinum. Fáar myndir eru ffumsýnd- ar og biðin er löng vegna þess að þær eru svo dýrar. Svarthöfði hélt að stafræna byltingin myndi breyta landslaginu en svo virðist ekki vera. Það eina sem breyttist er að einstaka sinnum taka menn stafrænt og mínusa filmukostnaðinn frá. Allt ann- að stendur eftir. Það er kominn tími til að íslendingar fari að dæla út kvikmyndum á færibandi. Taki bara upp á stafrænar vél- ar og lækki kostnaðinn niður úr öllu valdi. Tæknimenn verða að vera sveigjanlegir. Svart- höfði vill ekki vera leiðinlegur við þessar stéttir en staðreyndin er bara að á meðan það líður svona langt á milli þrekvirkja, þá er þróunin allt of hæg. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.