Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2006, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2006, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 Mennlng !DV M Árni Þórarins seldur tii ítailu JPV útgáfa hefur selt ítalskan útgáfurétt á Tíma nomarirmar eh\r Árna Þórarirtssan en i desember var erlendur útgáfuréttur á henni seldur til Norðurlanda og Þýskalands fyrir hærri fjárhæðir en dæmi er um að greiddar séu fyrir útgáfu á islenskum bókum erlendis. Sag- an er tilnefnd til islensku bókmenntaverðlaun- anna. Nokkrir útgefendur vildu útgáfuréttinn en eftir viðraeður samdi JPV útgáfa við Gruppo editori- ale Mauri Spagnol um réttinn fyrir umtals- verða fyrirframgreiðslu, líklega þá hæstu sem greidd hefur verið fyrir íslenska bók á italiu. Mauri Spagnol er virtur útgefandi og gefur út marga titla ár hvert, ítalska og þýdda. Þeir gefa meðal annars út tímarit í 250.000 eintökum til kynningar á útgáfubókum sín um og dreifa ókeypis eftir ýmsum leíðum. Unnið er að sölu útgáfuréttar á Tíma nornarinnar í fjölmörgum öðrum lönd- um um þessar mundir. vími POKí\\IÍW^f>r\l| ÁRNIÞORARINSSON (GILDI opinberrar stofnunar er Bragi Kristjónsson bóksali og orð- inn mikið yndi fjölmiðla. Rétt eins og sjaldgæft blóm í fjallshlíð, frið- að og í útrýmingarhættu, situr hann á sinum hefðarstól á horni Klapparstígs og Hverfisgötu og umgengst kúnna sína á háska- legu stigi háðs og kurteisi.Versl- un hans er um langa hrið búin að vera skjól fyrir þá sem enn elska bækur og eyða aurum í þær. BRAGI er af kynslóð Reykvikinga sem komst til þroska f kalda strfð- inu miðju. Hann er með kunnug- ustu mönnum um sögu bæjarins frá tilteknu tfmabili og get- ur í óborganleg- um frásagnarstfl sfnum dregið saman söguþráð í glæsilega slaufu. Ugglaust kann hann þeim sem á penna heldur enga þökk og sveiar mér fyrir orðavalið. Bragi virtist um tfma vera eina vonin að áfram héldi sala á göml- um bókum í borginni þegar kyn- slóðaskipti gengu yfir og heiðurs- menn hurfu á braut sem ráku fornbókaverslanir um árabil. En maður kemur í manns stað. ÞEGAR Bragi flutti sig af Vestur- götunni upp í Skuggahverfi sögðu sumir kúnna hans að nú væri friðurinn úti. Næðið sem gjarna var á Vesturgötunni tapað- ist uppi í bæ. Ekki hef ég fundið fyrir því. Það má alltaf fela sig í völundarhúsi bókahlaða og milli hilla, krjúpa í auðmýkt fyrir titlum í neðstu hillu. BÓKMENNING er haldlltil (landi sem verslar ekki með notaðar bækur. Sérviskuleg söfnun á bók- um getur orðið slík manía að menn missi svefn og holdfalli. Bóksalar á borð við Braga eru því gulls ígildi, þótt hann fullyrði reyndar að bækur okkar tíma séu forgengilegri en hundrað ára gamlar bækur úr pappír sem er annarrar gerðar en sá sem við oftastflettum. OG öll merki eru uppi um að arf- ur hans gangi til næstu kynslóð- ar: Ari Gísli sonur hans er við fyrri hluta dags og gætir menningar- arfsins á réttu verði áður en handsal fer fram. Ohókonsert Mozarts fluttur við Glerá f Sinfóníuhljómsveit Norðurlands verður með hljómleika á sunnudaginn kemur í Glerárkirkju I Daði Kolbeinsson óbóleikari I Tekst á við óbópartinn einsog I hann var saminn I upphafi, en I lengi varhann leikinn á flautu. Tónleikarnir á sunnudag hefjast kl. 16. Á efnisskránni eru Sinfónía nr. 1 í C-moll eftir Johannes Brahms og óbókonsert í C-dúr eft- ir Wolfgang Amadeus Mozart. Á föstudag, þann 27., eru 250 ár liðin frá fæðingu W. A. Mozarts, eins mesta tónsnillings allra tíma. Óbókonsert í C-dúr skrifaði hann upphaflega fyrir óbó en var ekki fluttur í sinni frumgerð fyrr en 1949, eða tæpum tvö hundruð árum eftir að hann var saminn. Konsertinn var þekktur sem flautukonsert í D-dúr. Johannes Brahms hafði verið hvattur óspart af vini sínum og að- dáanda, Robert Schumann til að semja sinfóníu, hann ætti að minnast þess, hvernig Beethoven byrjar sinfóníur sínar og ætti að gera eitthvað í líkingu við það. Brahms hófst handa við gerð fyrstu sinfóníunnar eftir að hafa hlýtt á 9. sinfóníu Beethovens, en lauk ekki við hana fyrr en um 20 árum síðar. Má greina áhrif úr sinfónfu Beet- hovens í upphafi lokaþáttarins. Einleikari á óbó er Daði Kol- beinsson. Daði lauk einleikara- prófi frá Royal College of Music í London árið 1972. Árið 1973 réðst hann til Sinfóníuhljómsveitar ís- lands sem upp- færsluóbóleikari og tók síðan englahornið að sér árið 1977. Daði hefur oft komið fram sem einleikari, bæði á óbó og engla- horn, með Sin- fóníuhljómsveit Islands og Kammersveit Reykjavíkur. Einnig hefur hann mikið leikið með Kammer- sveit Hallgríms- kirkju og Lang- holtskirkju, svo og íslensku óper- s,s unni og KaSa-hópnum. Hann er einn af stofnendum Blásarakvin- tetts Reykjavíkur sem hefur komið fram víða um heim og leikið inn á marga hljómdiska. Daði var ráðinn fyrsti óbóleikari Sinfóníuhljóm- sveitar íslands árið 2000. Sinfóníuhljómsveit Norður- lands er að stærstum hluta skipuð hljóðfæraleikurum af Norðurlandi. Á þessum tónleikum koma einnig hljóðfæraleikarar af Reykjavíkur- svæðinu til liðs við hljómsveitina. Stjórnandi á tónleikunum er aðal- hljómsveitarstjóri Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands, Guðmundur Óli Gunnarsson. 81f§ 1 Guðmundur Óli Gunnars- son Hljómsveitarstjórinn safn- ar hljóðfæraleikurum víða að í Glerárkirkjuna á sunnudag. Boney M snýr aftur í söngleik sem verður settur upp í London í Við Babýlonvötnin ströng vor í lok apríl verður frumsýndur nýr söng- leikur í London sem byggir á þeirri röð hittara sem söngflokkurinn Boney M kom í toppsæti vinsældalista á sínum tíma. Það er Frank Farian, framleiðandi frá Þýskalandi, sem stendur á bak við sýninguna og gerir sér von- ir um að hún skili eins miklum hagnaði og Mamma Mia, söngleikur þeirra Abba- bræðra, sem hefur aukið enn á vinsældir Abba-laga og náð mikilli hylli víða um heim. Sagan fyrir söngleikinn er enn í smíðum. Verkið kallar hann Daddy Cool. Verkefnið stendur honum nærri. Það var hann sem bjó til diskótríóið vinsæla um miðjan sjöunda áratuginn. Hann framleiddi flest lög þeirra sem náðu sæti á vinsældalistunum. Hug- myndin verður byggð á baráttu tveggja glæpaflokka sem takast á um yfirráð, skotið verður inn í fléttuna smá ástarsögu, en útlitið verður allt byggt á íburðarmiklum diskófatn- aði og í yfirstærð. Boney M seldi gríðarlegt magn af diskum - eða plötum því þetta var á vínyltímanum. Farian segir söluna hafa náð 800 miljónum punda. Þegar vinsældir hópsins tóku að dvína reyndi framleiðandinn fyrir sér með ýmsa nýja hópa sem hann setti saman, en ekkert gekk jafn vel og Boney. Og nú ætlar hann að hafa gamla aðdáendur að féþúfu á nýjan leik með þessum söngleik sem verður frumsýnd- ur í London í apríl, rétt í tíma þegar samdrátt- ur fer að sjást á vetrarsýningum í borginni og skömmu áður en fjölskyldufólk fer að flykkj- ast til borgarinnar sem vill einmitt sjá verk af þessu tagi, kunnugleg, sakleysisleg og full af skrauti. 4B'°W 'eStimiM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.