Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2006, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2006, Qupperneq 33
Menning DV ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 33 Da Vind lykillinn opnunarmynd á Cannes Gunnar Hersveinn heimspekingur Kvikmynd Rons Howard eftir Da Vinci lyklinum verður opnun- armynd á Cannes-hátíðinni í vor. Tveimur dögum eftir opnunar- kvöldið, 17. maí, verður hún frum- sýnd víða um lönd. Eins og kunn- ugt er hefur myndin fengið ein- staka forkynningu með sölu bókar Dans Brown víða um álfur en hún hefur selst í 30 milljónum eintaka og komið út á 40 tungumálum. Myndin skartar stjörnufans: Tom Hanks, Audrey Tautou, Jean Reno, Ian McKellen og Alfred Molina. Kirkjan hefur hafnað hugmyndum Browns, sem eru reyndar búnar að vera lengi á ferli, en það hefur eng- in áhrif haft á útbreiðslu bókarinn- ar í kaþólskum löndum. Myndin kostar hundrað millj- ónir dala og var meðal annars tek- in í safninu í Louvre þar sem hluti hennar gerist eins og lesendum er kunnugt. í tveimur löndum verður hún frumsýnd þann 17. maí: Frakklandi og Japan. Hún er sýnd utan keppni í Cannes, en þar er helst til tíðinda að kínverski leik- stjórinn Kar Wai er formaður dóm- nefndar í aðalkeppninni, fyrsti kínverski leikstjórinn sem gegnir því starfi. Tom Hanks verður í Cannes í mai. iBlll Litli salurinn í Borgarleikhúsinu verður að stóru sameiginlegu salerni í tvegga tíma tvíleik, Naglanum eftir Jón Gnarr. Harður nagli fer ekki að gráta og er aldrei kerlingarlegur! Klósettið húsbónda herbergi nútímans! .,.Karlmaðurámiðjumaldrifærör- ^Ts^ánsToTog' í ^ litinn tima nl þess að hugsa og leyfa l Gunnar Sigurðson íhlut minningum sínum að rótast upp þar verkum sínum. i'imi Ivmn m lininv.i Iti milinn \riA L'lií. 11 fí! “W/i*1 f I*Jí ra'/f / Lf W/ff’JiV [fíli KK''-. vííá, .. Karlmaður á miðjum aldri fær ör- h'tinn tíma til þess að hugsa og leyfa minningum sínum að rótast upp þar sem hann er heima bundinn við kló- settið, drekkandi einhvem torkenni- legan vökva. Hann er að undirbúa sig undir ristilspeglun. Við kynnumst ungu stúlkunni sem hann fór að búa með á Lang- holtsveginum þegar hann var sjálfur vart nema drengur. Og nokkur atriði úr þeirri sambúð em leikin milli þess sem hann segir okkur frá. Fyrri kon- an var óhress með að vera heima með grenjandi krakka og sagði að það væri ekki hægt að tala við hann. Sú síðari var óhress með að vera sjálf svona upptekin og sagði líka að það væri ekki hægt að tala við hann. Milli þess sem maðurinn hljóp á klósettið eða lýsti kynómm allra karlmanna, alltaf, var semingin undirstrikuð, ýmist af honum sjáifum eða konun- um í lífi hans: Það er ekki hægt að tala við þig! En það vom ekki bara konumar í lífi hans sem vom með þessa skoðun heldur huutu þessi orð einnig af vör- um fyllibyttunnar föður hans. Skvísa með skegg! Hlutverk kvennanna, sálfræð- ingsins og læknisins em öll í hönd- um samaleikara, það er Jóns Kr. Stef- ánssonar. Auðvitað er það alltaf spaugilegt þegar karlmenn taka á sig kvengerfi, það þarf ekki að orðlengja neitt um það. Hér biðluðu menn óspart til hláturtauga áhorfenda með þessu einfalda trixi og áhorfendur skernmm sér. Þó má velta fyrir sér spumingunni: Að hveiju var eigin- lega verið að hlæja? Leikmyndin er smart. í upphafi fáum við að sjá myndband af stórskjá þar sem vegfarendur, þekktir og óþekktir, segja okkur hvað karl- mennska sé. Hún getur sumsé verið allt frá því að gera skyldu sína og yfir í það að fást við ýmsar tegundir af viðgerðum. Eru iðnaðarmenn sexí? Með aðalhlutverkið fer Gunnar Naglinn - Broslegur harmleik- ur um karlmennskuna eftirJón Gnarr. Leikstjóri: Valgeir Skag- fjörð. Leikarar: Gunnar Sig- urðsson, Jón Kr. Stefánsson. Leikmynd: Þórarinn Blöndal. Búningar/gerfi: Helga Rún Pálsdóttir. Lýsing/aðstoðar- leikstjórn: Skúli Gautason. Kvikmyndun: Sveinn M. Sveinsson. Myndvinnsla/sam- setning: Sigurþór Heimisson. Leiklist Sigurðsson. Hann hefúr góða nær- vem en textameðferðin verður svo- lítið viðvaningsleg á köflum. Reyndar á það við um báða leikarana, en hugsanlegt að það rjátlist af þeim eft- ir nokkrar sýningar. Gunnar hefur sterka lfkamlega nærvem og hvílist vel í þessu klisjuhlutverki. Þessi staðlaða iðnaðarmannstýpa sem segir okkur að hann fái aldrei að gera nokkum skapaðan hlut heima hjá sér verður einhvern veginn of stór innan um glitrandi hengi og eldrauðan tveggja sæta sófa, enda er látið í það skína að klósettið sé hans griðastaður og hvergi annars staðar geti hann hugsað í friði og ró. Smiður í öðrum húsum gerir ekkert heima hjá sér! Þeir sem alla daga fást við að festa snaga og laga lista í öðrum húsum em oftast algerlega verklausir á heimaslóðum. Þetta kom skýrt fram í þusi milli hjónanna og af viðbrögð- um í salnum að dæma virtust áhorf- endur þekkja þetta fyrirbæri æði vel. Hér er verið að leika sér með klisj- ur og goðsagnir um karlmennsku- ímyndina án þess að verið sé að lyfta upp karlrembunni. Ekki veit ég hvort beinlínis sé hægt að tala um pilta- svar við Brilfjant skilnaði, Píkusög- um, Sellófani og hvað þetta nú allt heitir, en það er vonandi að við þurf- um ekki að hlusta á mikið af svona leikritum og Typpatali í framtíðinni því þetta verður svo hrottalega ein- hæft að vera sífellt að skoða hvemig annað kynið er. í Naglanum leikur Jón Gnarr sér með karlmennskuhug- takið eins og karlmenn sjálfir tala um það. Naglinn er sko virkilega að sýna okkur hversu karlmannlegur hann er, því klósettið heima hjá honum er sko opið allan daginn, ekkert kerl- ingalegt vesen þar. Potað djúpt í rass Leikmynd og tæknilegar lausnir em einfaldar, smart og skemmtileg- ar. Hið gamla klassíska skuggaleik- hús átti hér mjög vel við. Það er í sjálfú sér ekkert fyndið við það að maður þurfi að fara í endaþarms- skoðun en þegar ftngur læknisins em famir að sprikla út úr munni sjúk- lingsins er pottþétt að hlátursgusur láta ekki á sér standa. Þessi sýning var fyndin, en hún hefði getað verið miklu fyndnari ef leikstjórinn hefði þétt hana svolítið. Einstök atriði vom allt of löng, eins og heimildamyndarbútur í upp- hafi og dansatriði á skjánum. Sýning- in gengur út að að fá áhorfendur til þess að hlæja að staðlaðri karl- mannsmynd frá sjónarhomi karl- manns. Það hefði kannski verið snið- ugt að skipta þessu í tvennt og láta konu skrifa helminginn, það er sjón- arhom konu um karlmann. En þá væri þetta auðvitað allt annað leikrit, en niðurstaðan eins og hún liggur fyrir í dag, er eitthvað á þessa leið. Það er ekki hægt að breyta karl- mönnum, leyfið þeim að vera eins og þeir em. Það sem kollvarpar þessum boð- skap, það er, karlmenn eigi bara að fá að vera eins og þeir em, er þegar höf- undur fer að kynna skotgrafir og sm'ðsrekstur til leiks. Þannig að þessi maður sem er að fara í erfiða rann- sókn er líka að rannsaka verk karl- manna í gegnum ú'ðina og er ekki ánægður með þau. Þarna er gerð til- raun til þess að stækka verkið úr þessu nána hversdagsþusi samskipt- anna yfir í alla veraldarsöguna. Þótt það séu menn sem skjóta, em það skössin kerlingamar sem fá þá til þess. Já, nei eða hvað? Góð skemmtun! Það væri synd að segja að hér sé um eitthvert meiriháttar leiklistaraf- rek að ræða, en þetta er smellið á vissan hátt og góð skemmtun, þó svo að bæði Hellisbúinn og Typpatalar- inn hafi verið búnir að kynna aila fr a- sana fyrir okkur áður. Naglinn þarf á tólum að halda, er með skít undir nöglunum, drekkur bjór og horfir á fótbolta. Skyldi það vera tilfellið að byggingarverkamenn séu bestir í bólinu? Elisabet Brekkan Skáldspírukvöld- in hefjast á ný Fyrsta skáldaspímkvöldið á þessu ári, það fimmtugasta og fyrsta í röðinni verður í kvöld í Iðu og þá lesa upp þau Rúna K. Tetzschner og Gunnar Hersveinn. Hefst upplesturinn sem fyrr í Iðu kl. 20. Rúna les upp úr barnabók sinni: Ófétabömin. „En bókin naut mikilla vinsælda á meðal krakka í jólabókaflóðinu og hitti þá beint f hjartastað, með falleg- um og hnitmiðuðum boðskap sem á ekki síður erindi til full- orðinna" segir í tilkynningu Lafle- urs. „Og það þó höfundurinn hefði gefið út verkið á eigin veg- um og ekki lagt út í auglýsinga- herferð eins og flest hin forlögin." Gunnar Hersveinn naut vin- sælda fyrir jól fyrir bók sína: Gæfuspor - gildin í lífinu. Eins og hjá Rúnu geymir sú bók sterkan og ákveðinn boðskap til almenn- ings sem fólk virðist kunna æ meir að meta og hafa þörf fyrir í ringul- reið nútímans. j Margrét Jónsdóttir I talar á þingi um | námskrárdrög. Þingaðum námskrárdrög Það er mikið þingað um tung- urnar þessa dagana. Um helgina var stórþing í Norræna húsinu þar sem áhyggjuský vom svo svört að aflýsa varð aðflugi á ná- lægum brautum. Þau hjá Stofn- un Vigdísar Finnbogadóttur í er- lendum tungumálum og for- svarsmenn námsleiðar í við- skiptatungumálum við HR ætla að þinga á morgun um tungu- málakennslu, einkum eins og henni er nú stillt upp í drögum námskrár fyrir gmnn- og fram- haldsskóla. Yfirskrift málþingsins er „Lærum allar tungur en gleym- um ekki okkar eigi". Þar verður kynnt skýrsla: athugasemdir við drög að nýjum námskrám f er- lendum tungumálum fyrir grunn- og framhaldsskóla. Að- standendur skýrslunnar er Stofnun Vigdísar og námsleið í viðskiptatungumáJum við HR. Þau ætla að reifa skýrsluna Auð- ur Hauksdóttir, dósent í dönsku, og Oddný G. Sverrisdóttir, dós- ent í þýsku, og Margrét Jónsdótt- ir, dósent í spænsku. Aðrir frum- mælendur eru Aðalsteinn Leifs- son, aðjúnkt í viðskiptadeild HR, sem fjailar um tungumálakunn- áttu og samkeppnisforskot í við- skiptum og Ragnar Sigurðsson, prófessor í stærðfræði. Erindi Ragnars snýst um tungumál, stærðfræði og raunvísindi. Að loknum framsöguerindum verða almennar umræður. Málþingið fer fram í Hátíða- sal Háskóla Islands miðvikudag- inn 25. janúar kl. 15.30-17.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.