Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2006, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2006, Side 10
7 0 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 Fréttir DV Kostir & Gallar Magnús þykir jarðbundinn fjöl- skyldumaður, snöggur að taka ákvarðanir og veit nákvæmlega hvað hann vill. Magnús er eftirtektarsamur varðandi smáatriði, hefur óþolandi hreyfiþörf. Oft myndast spenna á milli hans og samstarfsmanna, sem Magnús leysir þó stundum með kímni. „Einn afhans stærstu kostum er hversu mikið hann erniðri á jörð- inni. Mér finnst lika gott hversu vel hann passar ís- lendinginn i sér. Einnig er hann snöggurað taka ákvarðanir, svo erhann iíka ákafiega mikill fjöl- skyldumaður sem mér þykir vera góður kostur. Hann er með algjör- lega ódrepandi ástriðu á veiðum, sumum þykirþað vera galli. Hann er lika með óþolandi mikla hreyfi- þörf. Æfir eins og brjálaður. Svo finnst einhverjum galli að hann sé ofrikur. Ég segi að honum hafi gengið vel i viðskiptum. Toppmað- ur." Eggert Skúlason, almanntengill Avion. „Einn afhelstu kostum Magnúsar erað hann hefur skýra fram tíðar- sýn og tekst að hrifa fólk meðsér.Þaðergottað vinna með honum. Hann er vinnusamur og skipu- lagður og fljótur að taka ákvarðanir. Hefur mikla yfirsýn yfir starfsemi Avion Group og veit ótrúlegustu smáatriði úr rekstrinum. Helstu gallar Magnúsar tengjast i raun kostum hans því hann er eftirtekt- arsamurog tekur eftir smáatrið- um. Þörfhans fyrir að hafa alla hluti á hreinu veldur þviaðhann hefur takmarkaðan tima aflögu." Dögg Hjaltalín, fjárfestatengill Avion. „Það er engin rós án þyrna. Hann er ákaflega kraftmikill, fastur fyrir og veit hvað hann vill. Hann er meö ákaflega skýra sýn og talar tæpitungulaust. Hann er þægilegurog mikill húmoristi þegar það á við. Það erekki heiglum hentað vinna fyrir hann eða með honum. En þrátt fyrir að það geti myndast spenna í slikum aðstæðum nær hann oftast að leysa úrmálinu vegna þess hvestutteri kimnina hjáhonum." Ásgeir Friógeirsson, almanntengill Sam- son. Magnús Þorsteinsson kaupsýslumaður fædd- ist 6. desember 1961 á Djúpavogi. Hann lauk samvinnuskólaprófi frá Samvinnuskólanum á Bifröst. Hann hefur farið víða í viðskiptalífinu, var meðal annars tæknilegur framkvæmda- stjóri og einn afstofnendum Bravo Group 1996. Einnig var hann vararæðismaður í St. Pétursborg. Hann gegnir nú stöðu stjórnarfor- manns Avion Group og er aðaleigandi. Meirivinnaá Suðurnesjum Atvinnuleysi á Suðumesj- um minnkaði verulega á milli áranna 2004 og 2005, en alls voru 198 atvinnulausir á svæðinu að meðal- tali í fyrra. Til sam- anburðar voru 286 atvinnulausir að meðaltali árið 2004 þannig að um er að ræða 30,7% fækkun að því er fram kemur á vef Víkurffétta. Heildaratvinnuleysi á land- inu öllu var 2,1%, þar af 2,2% á höfuðborgarsvæðinu og 1,8% á landsbyggðinni. ■03 [ Katy Winter Flytur lagið Meðan hjartað slxr eftir Támas Hermannsson. „Ég segi allt fínt,“ segir Rafn Rafnsson stjórnandi framkvæmd- ar BaceCamp á forkeppni Eurovision-söngvakeppninnar. „í dag hafa æfingar gengið vonum framar, alveg samkvæmt áætl- un og ekkert komið upp á sem í frásögur er færandi. Það er bara þannig." Rafn býst við því að vel takist til í kvöld þegar þriðja og síðasta undanúrslitakvöldið verður í beinni útsend- ingu. Hann finnur ekki fyrir neinum ríg á milli keppenda. „Líklega yrði það að hætta einungis til að skaða keppnina og það vilja tónlistar- menn ekki." Uppreisnarseggimir reiðu í Eurovisi'on-keppninni, sem bundu vonir við að þeir myndu beygja vilja Páls Magnússonar, virðast hafa lagt niður rófuna. DV greindi frá því í gær að 17 þátttakendur í forkeppni Eurovision undirrituðu yflrlýsingu sem send var Páli að kvöldi mið- vikudags. í yfirlýsingunni er hörm- uð sú ákvörðun Páls að leyfa Silvíu Nótt þátttöku þrátt fyrir að reglur keppninnar hafí verið brotnar með því að lagi hennar var lekið á netið. Vilja aðrir keppendur meina að með þvf hafi hún fengið óverð- skuldað forskot á aðra keppendur. Páll hvikar hvergi DV hafði það eftir ýmsum þeim, sem vom afar ósáttir, að Ríkissjón- varpið væri ekki búið að bíta úr nál- inni með mál þetta. Jafnvel gæti farið svo að keppendur myndu draga lög sín úr keppninni. Páll svaraði þeim sem að yfirlýsingunni stóðu í gær með stuttri orðsend- ingu þar sem hann harmaði að þessi staða væri komin upp. En hins vegar stæði ákvörðun hans óbreytt. Silvía Nótt mun koma fram. með því að draga lög sín úr keppni. Þó ósáttir væru. Sáu ýmis tormerki á því eins og til dæmis þau að sjá ekki alveg til hvers það leiddi. Lík- lega yrði það að hætta einungis til að skaða keppnina og það vilja tón- listarmenn ekki. Því væri best að halda sínu striki og halda haus. Kristján Hreinsson skáld, sem hefur farið fyrir uppreisnar- seggjunum, segir málinu þó ekki lokið. „Þótt ég þurfi að vera einn í þessu mun ég kæra til útvarpsráðs og fara með málið til Evrópu ef þess þarf. Ég vil að Rfkisútvarpið fari að settum reglum,” segir Kristján en hann ætlar að leita sér lögfræðiaðstoðar á næstunni. Silvía lætur á engu bera Því mátti búast við að loft yrði lævi blandið á æfingu í gær. Ljós- myndari DV, Valgarður Gíslason, var á staðnum og fylgdist með. Silvía Nótt, í fullum herklæðum, lét á engu bera. Því miður náðust ekki myndir af Birgittu Haukdal en búast má við mikilli keppni milli hennar og Silvíu í kvöld. jakob@dv.is Bjartmar Þórðarson Flytur lagiö A ég? eftir Örlyg Smára. Rúna Stefánsdóttir Flyturlagið 100%. Skrifuðu ekki undir Á forsiðu DVI gær mátti skilja að þeir 17 keppendur sem birtar voru myndir af hefðu skrifað undiryfirlýsinguna. Myndirnar voru aftur ámóti valdar af handahófi. Kristján ætlar að kæra Svo virðist sem Páll hafí náð að berja niður uppreisnina, ef svo skáldlega má að orði komast, því allt var með kyrrum kjörum. Þeir þátttakendur sem DV náði tali af í gær ætluðu að halda sínu striki og sáu ekki fram á að neitt væri unnið Utópía Dlsella Lárusdóttir flytur lag Sveins Rúnars Sigurðssonar, Útópla. Sveinn samdi einnig lag Birgittu Haukdal, Mynd afþér. 1 Sólveia Samiíplcrlóf^if 1 Flytu hafa Óska, r lagið Mig langar að þig hér eftir Hallgrím rsson. Gunnar Þór Grétarsson var dæmdur í sjö mánaða fangelsi Síbrotamaður lagði Atlantsolíu í einelti Síbrotamaðurinn Gunnar Þór Grétarsson var dæmdur í gær í sjö mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ýmis brot sem framin voru á síðasta ári. Honum var einnig gert að greiða 400 hund- ruð þúsund krónur í sekt. Gunnar Þór hafði meðal annars keyrt tvisvar sinnum án þess að hafa réttindi til en hann hafði verið svipt- ur ökuréttindinum nokkru áður. Þá fann lögreglan ítrekað fíkniefni á Gunnari. Gunnar var tekinn með 2,36 grömm af amfetamíni sem fundust við leit lögreglu á honum er hún hafði afskipti af honum við Stekkjarbakka í Reykjavík. Síðan var hann tekinn með 1,03 grömm af am- fetamíni sem voru í bifreið fyrir utan verslun Nýherja þar sem Gunnar var staddur. Gunnar var einnig tekinn með 0,83 grömm af amfetamíni og 0,76 grömm af marijúana sem fundust við leit á honum eftir að lögregla stöðvaði biffeið sem hann var í. Þá stal hann einnig sígarettum þegar hann fór inn á lager verslunar- innar 11-11. Þar stal hann sígarett- um fyrir rúmar 300 þúsund krónur. Svo virðist sem fyrirtækið Atl- antsolía hafi verið í uppáhaldi hjá Gunnari þegar kom að því að svíkja út ýmiss konar hluti. Gunnar þóttist vera starfsmaður Atlantsolíu tvívegis til þess að svíkja út rándýra muni. Hann fór í verslun Símans við Ár- múla þar sem hann sveik út fjóra farsfma af gerðinni Sony-Ericsson P910 en þeir kostuðu rúmar 200 þúsund krónur. Gunnar þóttist einnig vera starfs- maður Atlantsolíu þegar hann gekk inn í verslun Nýherja og óskaði eftir því að 330 þúsund króna ferðatölva yrði skuldfærð á kreditkort í eigu Atl- antsolíu hf. Hann hafði þá falsað nafnritun á afhendingarseðli vegna tölvunnar með nafnrituninni „Kristján Stefáns". Og síðast en ekki síst braust Gunnar inn í Atlantsolíu ásamt 18 ára dreng að nafni Óðinn Freyr Val- geirsson. Þar stálu þeir félagar tölvu, tölvuskjá, lyklaborði og tölvu- mús að verðmæti 120 þúsund krón- ur. Óðinn Freyr fékk 45 daga skil- orðsbundna fangelsisvist fyrir inn- brotið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.