Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2006, Side 24
28 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006
Helgarblað DV
Baldvin Zóphaníasson er alinn upp á Akureyri. Skólaganga hans er ekki löng, eins og hann orðar
það, grunnskóli og síðan framhaldsskólanám sem hann lauk ekki. Áhugi okkar á þessum unga
dreng, sem staddur er í Danmörku ásamt unnustu sinni og tveimur börnum þeirra, kviknaði þeg-
ar okkur var tjáð að hann hefði átt hugmyndina að Húsavíkurjógúrt-auglýsingum þar sem rokk-
arinn Jens Ólafsson, betur þekktur sem Jenni í Brain Police, fór með aðallilutverk.
lokksflarna, kristnir
„Áhuginn á kvikmyndagerð
vaknaði hjá mér fyrir mörgum
árum," segir Baldvin sem gerði lít-
ið annað í fjórán ár en að búa til
stuttmyndir á Akureyri sem engin
fékk að sjá nema vinir hans.
„Fyrsta verkefnið mitt var
myndband fyrir hipphopp-hljóm-
sveitina Skytturnar. Annars voru
verkefnin aðallega myndbönd fyr-
ir minna frægar hljómsveitir í
bland við stærri bönd eins og
BrainPolice, Hot Damn og fleiri.
Hot Damn-myndbandið vakti ein-
hverja athygli fyrir innihald, eða
innihaldsleysi. Einnig fréttum við
af myndbandinu á einhverjum há-
skólastöðum í USA. Það var voða
gaman."
Frétti að herferð væri
fram undan
„Ég starfa hjá Geimstofunni og
við fréttum að Norðurmjólk væri
að undirbúa einhvers konar her-
ferð og höfðum samband við
markaðsstjóra þeirra. Við fórum á
fundinn með litlar hugmyndir og
portfolio í farteskinu. Það eina
sem ég gat sýnt þeim voru soraleg
rokkmyndbönd, hipphopp-vídeó
og stuttmyndir sem áttu litla sem
enga samleið með auglýsingagerð
en það virkaði greinilega ágætlega
í þetta skipdð.
Markaðsstjórinn bað okkur að
fullmóta hugmyndir fyrir Húsa-
víkurjógúrt-herferð," segir Bald-
vin sem hóf að skrifa handrit að
hugmyndinni. Hann heldur áfram
frásögninni: „Þeim hjá Norður-
mjólk leist vel á hugmyndirnar og
voru tilbúnir að taka sénsinn á
okkur. Ég held að það hljóti að
vera erfitt að taka séns á ungum
drengjum þegar maður er með
„Ég vildi fá alvöru
rokkstjömu í aðal-
hlutverkið. Það
komu mörg nöfn til
greina en samt var
alltafnafnið hans
Jenna efst á listan-
um. Ég hringdi í
hann. Jenni skellti á
mig fyrst þegar ég
talaði við hann."
stórfyrirtæki og vöru sem maður
vill vekja athygli á. Ég er afar þakk-
látur fyrir þetta tækifæri."
Alvöru rokkstjarna
„Ég náði að safna saman
skemmtilegu „krúi" af kristnum
og ókristnum mönnum. Ég vildi fá
alvöru rokkstjörnu í aðalhlutverk-
ið. Það komu mörg nöfn til greina
en samt var alltaf nafnið hans
Jenna efst á listanum. Ég hringdi í
hann. Jenni skellti á mig fyrst þeg-
ar ég talaði við hann. En ég gafst
elcki upp og svo ákvað hann að
taka þátt. Honum fannst þetta
gaman, held ég. Það eina sem
skiptir raunverulega máli er að
gera þetta á réttum forsendum; þá
er manni sama þótt þetta sé púl,
erfitt og þar fram eftir götunum.
Þetta tekur tíma,“ segir Baldvin.
§
c-'í:
mm
o
riVSSSBUB
Alvöru rokkstjarna.
Jenni segist hafa aki edid
að leika f (ujglýsingunni
til ad losna við snyaðhð,
Hvemigkom þaÖ tilaöþú tókst aö þér aö leika rokkarann íHúsavíkur-
auglýsingu?
Jenni: „Baldvin hafði samband við mig og vildi endilega að ég tæki að
mér að leika í auglýsingunni. Var svolítið tregur til í fyrstu en gaf svo eftir
því hann er svo viðbjóðslega tregur og ég vissi að ég myndi ekki losna við
smjaðrið í honum fyrr en ég væri búinn að gefa eftir."
Erþetta strembin vinna?
Jenni: „Nei, þetta var ekki milcil vinna fýrir mig en það var gaman að sjá
alla vinnuna sem fór í að gera svona auglýsingu, við að koma öllu upp og
gera klárt fyrir hvert atriði. Ég var í raun og veru með minnstu vinnuna."
Brain police; hvaö erfram undan hjá ykkur?
Jenni: „Fram undan hjá okkur eru tónleikar í London 16. mars með
bandaríska bandinu Atomic Bitchwax og svo að klára vinnu við næstu
plötu sem er með útgáfudag 06.06.06," segir Jenni sem vonar væntanlega
að stykkið slái jafn rækilega í gegn og auglýsingarnar.
elly@dv.is
Von er á tíuþúsundasta gestinum í Fullkomið brúðkaup
Það er alkunn staðreynd að þegar
Akureyringar taka sig til þá gera þeir
það með trompi. Þótt Magnús Geir
Þórðarson, leikhússtjóri Leikfélags
Akureyrar, sé utanbæjarmaður virð-
ist hann hafa tileinkað sér siði bæjar-
búa og eru vinsældir sýningarinnar
Fullkomið brúðkaup til marks um
það. Verkið var fyrst frumsýnt í lok
októbermánaðar á síðasta ári og
segja talsmenn sýningarinnar að síð-
an þá hafi verið fullt út úr dyrum.
Um helgina er von á tíuþúsundasta
gestinum en verkið er orðið það
næstvinsælasta í sögu leikshússins.
Uppsemingin á My Fair Lady frá ár-
inu 1983 hefur enn vinninginn en
hana börðu 11.000 gestir augum. Allt
getur þó enn gerst og er leikstjórinn
bjartsýnn á framvindu mála en til 18.
febrúar hefur hann tækifæri til að slá
metið.
Er þetta rétt sem Akkureyringar
halda fram; er allt best og stæist þar
ábæ?
„Það þarf nú ekld einu sinni að
spyrja að þessu. Það er bara þannig,"
svarar Magnús afar samifærandi
röddu og ekki er annað að heyra en
að framburður hans hafi orðið skýr-
ari á þeim tveimur árum sem hann
hefur dvalið norðan heiða. Hann
segir erfitt fyrir sig að segja til um
hvers vegna Fullkomið brúðkaup
hefur notið jafn mildlla vinsælda og
raun ber vitni en segir augljóst að
fólk skemmti sér vel og hlæi mikið
enda séverkið vel skrifaður farsi þótt
í honum gæti einnig alvöru.
„Það er alltaf mikið að gerast í
bænum," segir Magnús og þylur upp
langan lista yfir það sem hægt er að
gera í Akureyrarbæ og nágrenni.
Hann segir að fólk að sunnan bregði
iðúlega undir sig betri fætinum og
heimsæki höfðuborg norðursins.
Þótt hann sé stoltur af góðu gengi
Leikfélagsins að undafömu viður-
kennir hann að ekki hafi allt gengið
áfallalaust fyrir sig á sýningum hins
Fullkomna brúðkaups. „Einn leikar-
inn fór einhverra hluta vegna úr
kjálkalið fyrir skömmu, ein aðalleik-
konan festi sig í brúðarkjólnum sem
hún átti að bregða sér úr á milli at-
riða, auk þess sem dyr hafa verið að
opnast ótfmabært."
Magnús bendir þó réttilega á að
þetta þyki ekki mikil skakkaföll í
heimi leiklistarinnar enda sé leik-
hópurinn þéttur og ömggur. Nú er
því bara að sjá hvort allt gengur jafn
vel og áður og hvort aðsóknarmetið
frá 1983 verður slegið.
Fullkomið brúðkaup.
Um helgina er von á tiu-
þúsundasta gestinum í
veisluna.