Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2006, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2006, Side 28
28 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 Helgarblað 0V eldað pylsur ofan í þau þegar þau voru ung. Bömin mín voru og eru ennþá mínir svæsnustu gagnrýnend- ur - bömin og barnabömin. Til dæm- is á dótturdóttir mín það til þegar ég er búin að elda tólf rétta veisluborð eða eitthvað slíkt, að taka sig til, horfa yflr krásimar en smyrja sér svo bara brauðsncið." Vinsæll bloggari Nanna hefur haldið út bloggsíðu í fjögur ár og þykir ansi skemmti- legur bloggari. Hún bloggar um allt á milli hims og jarðar, vinnuna, fréttir, vini og vandamenn. Til dæmis var færsla á bloggsíðu henn- ar.skömmu eftir að ljósmyndari DV tók þessar myndir þar sem hún seg- ir frá því að sonur hennar hafi kíkt óvænt við með pantaða pítsu. Um það skrifaði hún meðal annars: „Ég skipaði honum að fara með pítsu- kassann út í tunnu áður en ljós- myndarinn kæmi til að eyðileggja ekki orðspor mitt gjörsamlega. Minnti hann svo á það aftur þegar pítsan var búin. Og þar sem við- komandi blaðamaður DV les blogg- ið sé ég alveg fyrir mér fyrirsagnirn- ar: SONUR MATARGÚRUSINS TEKUR PÍTSUR FRAM YFIR MAT MÓÐUR SINNAR. Eða: HEFUR EKKI MATARÁST Á MÖMMU. Eða bara: NANNA 0 - ELDSMIÐJAN l.“ Uppskrift Nönnu að kjúklingja- vængjum: Þetta er mjög einföld uppskrift að ódýrum og þægilegum rétti sem hentarjafnt sem kvöldveröur fyrir einstaklinga og fjölskyld- ur, í óformleg matarboð, á partihiaðborð og eiginlega hvarsem er. Ég geri ofteitt- hvað svipað en kryddið er aldrei það sama. Núna notaði ég eina matskeið afras al hanout, sem er marokkósk kryddblanda, en hefði eins getað notað arabískt kjúklinga- krydd, tacos-kryddbiöndu eða aðra 7ex- Mex-kryddblöndu, italska kryddjurta- blöndu peppaða upp með vænum skammti afpipar eða bara hvaða krydd sem er. Kryddaðir kjúklingavængir: 10-12 kjúklingavængir (1 pakki) 2 kúfaðar matskeiðar hveiti krydd eftirsmekk nýmaiaður pipar salt Ofninn hitaður 1220'C. Vængirnir höggnir eða skornir I sundur (efvængendarnir fylgja má frysta þá og nota seinna I kjúklingasoð).Hveiti,kryddblöndu,piparog salti blandað saman i skál eða plastpoka og vængjunum veltvelupp úr blöndunni. Raðað á pappirsklædda bökunarplötu. Vængirnir steiktir í miðjum ofni i 15 mínút- ur. Þá erþeim snúið og þeirsteiktiri 12-15 mínútur iviðbót. Spinat-skyrídýfa: 1 dós (200 g) hreint KEA-skyr dós hrein jógúrt væn lúka afspinati ° lítill laukur, saxaður tsk þurrkuð minta (eða nokkur fersk mintulauf) tskpaprikuduft örlítill chilipipar salt Allt sett i matvinnsluvél og hún látin ganga þar til blandan er fagurgræn og slétt. Ég læt fljóta með uppskrift að hummusi þóttþær séalls staðar hægtað finna. Mln ermjög einföld, tekursvona tværmínútur að búa þetta til. Hummus: 1 dós kjúklingabaunir 2-3 hvítlauksgeirar 1 velkúfuðmatskeiðljósttahini safiúr sitrónu (eða eftir smekk) 1 mskólifuolla hviturpipar salt Vökvanum hellt af kjúklingabaununum en hluti afhonum geymdur til að þynna hummusið. Baunirnar settar I matvinnsiu- vélmeðsöxuðum hvitlauk, tahini, sítrónusafa og ólífuolíu. Vélin látin ganga þar til allt er orðið að sléttu mauki. Kryddað með pipar, salti og e.t.v. meiri sltrónusafa og þynnt með dálitlu afvökvanum ú r dósinni. Með þessu er gottaðhafa nýbakað brauð eða pítubrauö sem er þá penslað með ólífuollu og hitað i vel heitum ofni eða und- irgrilli. •----------------------á______________.» „Hmm, það er þriðjudagur, ædi ég eldi ekki bara kjúklingavængi." segir Nanna Rögnvaldardóttir, matargúrú íslands, þegar blaðamaður spyr hana hvað hún ætli að bjóða upp á í innlit- inu. Það ganga sögur um að Nanna eldi aldrei sama matinn tvisvar. Er eitthvert sanleikskom í því? „Já, aldrei nákvæmlega eins. Ég elda reyndar, samkvæmt samningi við son minn, lasagne einu sinni í mánuði en það er svo sem aldrei alveg eins heldur, ég geri það ekkert eftir neinni uppskrift. Ég elda aldrei eftir uppskrift, eða alla- vega nánast aldrei." Notar ekki uppskriftir Nanna segir það aldrei koma fyrir að hún geri óvart eitthvert algert óæti þegar hún er að elda svona eftir höfð- inu. „Nei, eiginlega ekki. Það er eigin- lega frekar að það gerist ef ég er að fara eftir einhverjum uppskriftum sem það gerist. En þá geri ég bara eitt- hvað til að bjarga því. Ég hef áralanga reynslu í því að redda svoleiðis. Orðin algjör snUlingur í að bjarga mat sem virðist vera að klúðrast." í eldhúsi matargúrús íslands hlýt- ur að vera urmull af matreiðslubók- um áhöldum og kryddi. Er ekki erfitt að henda reiður á þessum ósköpum? „Jú, ég á ógrynnin öll af matreiðslu- bókum og áhöldum en kryddskápur- inn er eiginlega í limbói. Hann er svona úti um allt eldhús eiginlega, og jafnvel víðar." Matarbiblían Nanna skrifaði bókina Matarást sem er eins konar eldhúsbiblía okkar íslendinga, 700 síður af fróðleik og uppskriftum um allt sem viðkemur matargerð. „Matarást er scunansafn af upplýsingum sem ég aflaði mér á fimmtán árum og setti síðan upp í bók. Ég var að vinna fulia vinnu allan tíman. Þetta byrjaði sem svona fönd- ur og átti ekld að verða bók fyrst um sinn. Ég byrjaði að skrásetja ævisögur og þess háttar hjá Iðunni sem þá hét. Þar vissi enginn að ég var búin að vera að skrifa um mat í fjölda ára." Nanna (og reyndar gagnýnendur) segir að það hafi vantað svona bók á markaðinn. „Mér fannst ég alltaf vera að leita að sömu upplýsingunum varðandi mat og matargerð því ég er svo skelfilega utan við mig og með vont minni. Ég fór að skrifa þetta hjá mér inn á tölvu. Síðan vatt þetta upp á sig smám saman, fólk fór að biðja mig um afrit af þessum glósum mín- um og þannig. Svo setti ég þetta bara saman í risabók." Þegar Matarást kom út hófst hún handa við að gera Matreiðslubók Nönnu sem inniheldur 4000 upp- skriftir og eftir tveggja ára þrotlausa vinnu í eldhúsinu kom hún út - eins- konar nýja-testament eldhússins ef svo má segja. Auk doðrantanna tveggja hefur Nanna skrifað tvær matreiðslubækur á ensku og hlotið einróma lof fyrir. Var skelfilegur kokkur En prófar hún alla 4000 réttina? „Ekki alveg alla, en langflesta prófaði ég. Einstaka uppskrift í Matreiðslu- bók Nönnu er frá fólki sem ég þekki og treysti vel og þurfti því ekki að prófa." Nanna er ekki menntaður kokk- ur heldur sjálflærður matar- gúrú."Ég er eiginlega ómenntuð, ég var reyndar í sagnfræði í tvö ár en tók aldrei nein próf. Ég þótti líka mjög vondur koldcur alveg fram yfir þrítugt. Börnin mín segja að ég hafi verið skelfilegur kokkur þegar þau voru ung. Síðan stokkaði ég upp líf mitt á margan hátt og hætti meðal annars að reykja. Þá fékk ég bragð- skyn og þennan óstjórnlega matar- áhuga." Lélegir kokkar undir þrítugu þurfa því ekki að örvænta því greini- lega er ekki öll nótt úti fyrir þá. Sér- staklega ef þeir hætta að reykja. Enginn er spámaður í eigin föð- urlandi og hefur Nanna fengið að kenna á því. „Börnin mín segja, en það er reyndar lygi, að ég hafi bara JUNÍ Erfitt að vera án hans „Það er misjafnt hversu mikið við hittumst. Venju- lega er það þó aðra hvora helgi og einn dag í viku. Stundum lengur," segir Pétur Magnússon ráðgjafi og helg- arpabbi. Pétur bendir þó á að samvistir þeirra séu mjög opnar enda hefur hann sam- eiginlegt forræði yfir barns- móður sinni. „Eg veiktist mjög alvarlega síðasta vor og er í raun að stíga upp úr veik- indunum núna. Á meðan ég var hvað veikastur gat ég ekki hitt hann eins oft og ég vildi á þeim tíma," segir Pétur en hann segir fjarvistir frá syni sínum hafa verið erfiðar. Hann nýtur þess nú að geta verið með syni sínum eins og áður og segir hann þá feðga eiga góðar stundir saman ásamt unnustu hans Ástu Sig- hvats Ólafsdóttur. Sonurinn er nú sex ára gamall og ber hann nafhið Magnús eftir afa sínum. „Ég er á móti því að fólk nefni böm sín út í loftið. Við barnsmóðir mín ákváðum að ef við myndum eignast stúlku ætti hún að heita Hólmfríður eftir móðurömmu sinni en Magnús eftir föðurafa sínum en hann er alnafni hans." Pétur er ekki viss um að þeir feðgar séu mjög líkir þó sumum kunni að finn- ast það. „Við höldum samt báðir upp á ofurhetjur og höfum gam- an af ýmiss konar ofurhetjum og geimköllum. Sameiginlegt áhugamál okkar er svo Múmínálfamir. Ekki teikni- myndirnar heldur uppmnalegur sögurnar í bókunum eftir Tove Janson. Við fómm meira segir í pílagrímsför á Múmíneyju í Finnlandi," segir Pétur sem lýsir eyjunni sem mikilli ævintrýra- eyju þar sem hægt var að tjalda í skóginum og njóta tilvemnnar. Pétur segist ekki treysta sér til að giska á hvað sonur hans ætli að leggja fyrir sig. Hug- myndir hans um hvað hann ætli að verða þegar hann verð- ur stór breytast dag frá degi. „Það er misjafnt hverju hann svarar. Stundum ætlar hann að verða skipa- viðgerðarmaður eins og afi hans, stundum tölvunarfræðingur, í önnur skipti ráðgjafi eins og pabbi hans auk þess sem hann vill fá að spila í popp- hljómsveit eins og ég hef gert."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.