Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2006, Síða 48
Lesandinn segir DVhafa kom
ið Islandi á blað með trúnið-
ingum gagnvart múslimum.
Lesendur
I
48 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 DV Fréttir
Yasser Arafat tekur við formennsku PLO
4. febrúar árið 1969 tók Yasser
Arafat við formennsku Palestínsku
frelsissamtakanna (PLO). Hann
fæddist árið 1929 og fékk nafnið Mo-
hammed Yasser Abdul-Ra’ouf Qud-
wa Al-Husseini við fæðingu. Hann
barðist gegn myndun ísraelsrflds árið
1948, og á sjötta og sjöunda áratugn-
um leiddi Arafat neðanjarðarhreyf-
ingu undir formerkjum A1 Fatah. Við
gíslatökuna á ólympíuleikunum árið
1972 í Miinchen varð Arafat þekktur
sem hryðjuverkaleiðtogi en vann svo
á með diplómatískum hætti, bæði
innanlands sem utan.
í dag
árið 1944 brann Hótel
ísland til kaldra kola, en
það var stærsta
timburhús landsins á
þeim tíma. Einn maður
fórst í eldsvoðanum.
Með leynilegum fundum í Nor-
egi með þeim Yitzhak Rabin og
Shimon Peres árið 1993 tókust frið-
arsamningar milli PLO og ísraels og
árinu síðar deildu þeir friðarverð-
launum Nóbels. PLO var þó alltaf
þekkt fyrir meinta hryðjuverka-
starfsemi á meðal vestrænna íbúa
heims. Mörgum þótti PLO vera höf-
uðlaus her án Arafats og það sýndi
sig þegar hann var í nokkurs konar
stofufangelsi innan stjórnarhúss
PLO í Palestínu í um tvö ár, frá ‘96
til '98. Hann lést eftir mikil veikindi
á sjúkrahúsi í París þann
11. nóvember 2004.
Mahmoud Abbas tók við
stöðu Arafats sem leið-
togi Palestínu og forsæt-
isráðherra ríkisins.
Yasser Arafat árið
1969 Tók við stjórnar-
taumum PLO þennan
dag fyrir 37 árum.
Úr bloggheimum
Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar.
Moldviðrið og skopmyndirnar
„Skopmyndadeilan mikla er
komin I þann farveg að lik-
lega skiptir engu máli hvað
dönsku ritstjórarnir eða
ráðamenn I Kaupmanna-
höfn segja eða gera - þeim
verður ekki fyrirgefið úr þessu. Llk-
lega geta danska rlkisstjórnin ekki gert
annað en að bíða og vona að moldviðrið
' lægi með tímanum. Danska forsætisráð-
herranum er vorkunn. Hann er settur I þá
stöðu að vera krafinn um afsökunarbeiðni
vegna verka dagblaðs sem hann hefur
ekkertyfir að segja."
Stefán Pálsson - kaninka.net/stefan
Hollar vörur of dyrar
Svava Sigbertsdóttir
þarfað labba I
gegnum skugga-
sund.
Ballerínan segir
Hetjan og hugsuðurinn
H „Á Islandi hittist fólk og
æqff* þaöspyr-.hvererþinn
merkimiði?, hvert er þitt
hólf?, hvernig er hólfið?
Fólkið spyr llka ekki vegna
þess að þviþyki vænt um þig og vilji stað-
festingu á þvi að þér llði almennt vel. Þá
myndi maður lika spyrja: líður þér vel? Fólk
spyr þvlþað þarf staðfestingu áþvlaðþað
sjálft sé I lagi ogað ómerkilegur,
starfstengdur hjúpur þess séamk ekki verri
en hjúpur náungans. Þetta er raunveruleik-
inn. Þessi veruleiki er alltafhlaðinn spennu,
aldrei tær. Fólki fer ört fækkandi sem skynj-
ar aðskilnað persónu sinnar og starfs slns."
Ólafur Stefánsson -
blog.central.is/melankoli
Steinar skrifar:
Ég er yfir kjörþyngd. Langt yfir
kjörþyngd ef ég á að vera hreinskil-
inn. Eg veit að ég er of feitur og við-
urkenni það en á erfitt með að gera
eitthvað í því.
Bæði vantar aðeins upp á vilj-
ann en það er líka peningahliðin á
þessu. Eg tók eftir því þegar ég var
að plana að missa tugi kílóa hvað
hollar vörur eru dýrar. Það er til
dæmis ódýrara að kaupa sér Coke
Lesendur
frekar en brennsludrykk.
Ég veit að fólk segir „drekktu
bara vatn" en ég er gossjúklingur
og á erfitt með að drekka bara vatn.
Þess í stað reyni ég að drekka aðra
holla drykki en þeir eru bara fárán-
lega dýrir. Coke-flaska kostar til
dæmis 150 krónur en þessi
brennsludrykkur kostar rúmar 300
krónur.
Ég vill að ríkisstjórnin beiti sér
Ódýrari heilsa Les-
andinn villaðrfkis-
stjórnin beiti sér fyrir
því að skattar á hollum
vörum verði lækkaðir.
fýrir því að lækka skatta á hollum
vörum og drykkjum sem þykja, og
það er þá sannað í samráði við
lækna, mjög hollir fýrir heilsuna.
Allt þetta Herbalife og hin og þessi
duft eru bara rándýr. Það á ekki að
vera svona dýrt að losa sig við
nokkur kíló.
Tískuhorn Dagbjartar
„Það er alveg tótalioffað
girða föt ofanístlgvélin sin. f
Þetta er alveg svo mikið _
Skógarborg‘89aðþaðer " 'Ju
Dagbjört Hákonardóttir - "
daria.blogspot.com
Níða niður hugtakið tjáningarfrelsi
Túrbuxur í sturtuklefa
„En ég verð að segja frá viðbjóðslegu atviki í
^ sturtu I gær. Við Eivor ætluðum I sturtu s.s, og
I sporthúsinu eru 2 sturtuklefar hlið við hlið,
og I öðrum eru betri sturtur en i hinum. Alla-
vega, við ætluðum að sjálfsögðu að fara I
þann með betri sturtum, nema hvað að ég
sé þessa konu sem er að SKOLA ÚR NÆR-
BUXUNUM SlNUM I sturtunni, og ekki nóg
með það, heldurhefur konan örugglega ver-
ið að byrja á túr, því nærbuxurnar voru allar
IBLÓÐI. Þetta var viðbjóður, ég pikkaði I
Eivor og bara við skulum fara I hinn klefann
bara. Hvað er að, var virkilega ekki hægt að
blða meðþetta þangað til að heim var kom-
ið??? Ég mun aldrei fara I þennan klefa aftur,
þaðerátæru."
Hafdís Hinriksdóttir -
blog.central.is/hafdish
BalduiAndiésson skrífar:
DV ætlar að halda sæti sínu sem
sóðablað: Jyllands-Posten er nú
frægt að endemum fyrir að níða nið-
ur hugtakið tjáningarfrelsi með
meiðingum sínum á helgum trúar-
gildum tugþúsunda íbúa Danmerk-
ur. Árás blaðsins er sérlega fyrirlitieg
því vitað er að einmitt fórnar-
lömb árásanna í Danmörku
eiga fyrir undir högg að sækja
vegna kynþáttahaturs og mis-
mununar. Jyllands-Posten
ætlaðist raunar til í upphafi að
meiðingin bitnaði eingöngu á
heima-múslimum f Danmörku
en allt fór úr þeim böndum. Af
óþverra vex aðeins illgresi. DV
eltir allan lágkúrustíl sem
finnst. í heimsku sinni hefur
DV nú komið íslandi á blað með trú-
níðingum gagnvart múslimum, fylkt
sér í flokk með dönskum nýnasist-
um, danska Þjóðarflokknum og aft-
aníossum slflcs pakks. Skákar sjálf-
sagt í skjóli tjáningarfrelsis við
meingjörðina. Enn skeytir DV
hvorki um skömm né heiður.
Ómar skrifaði ekki
undir áskorun
Ómar Ragnarsson, einn aftagahöf-
undunum I Eurovision, skrifaði ekki
undir áskorun til Páls Magnússonar
útvarpsstjóra þess efnis að Silvíu Nótt
yrði vísað úr keppninni líkt og skilja
Haldið til hacra
Sigmundur Sigurðsson
Simbi Heldur upp á 25 ára
starfsafmæli þessa dagana
Maður dagsms
mátti á forsíöu DV i gær. Ómar hefur
ekkiskipt sér aföðrum þátttakendum
i keppninni. Litlu myndirnar undir for-
síðufyrirsögninni endurspegluðu ekki
þá sautján þátttakendur sem skrifuðu
undir áskorun til Páls heldur voru þær
úrval söngvara og lagahöfunda sem
taka þátt I keppninni. Eru Ómar og
aðrir þeir, sem birtust á myndum en
tengjast áskoruninni ekki, beðnir vel-
virðingar.
Meðal róna og dóna
Ég vinn á veitingastað á kvöldin með
skólanum. Vinnan náttúrulega ömurleg
og fyrir þessi laun myndi ég ekki einu
sinni fara fram úr rúminu heima. En það
jákvæða er að ég vinn með skemmtilegu
fólki frá öllum heimshomum og búin að
læra mikið af því.
Til dæmis kann ég núna að segja
haltu kjafti á svona 15 mismunandi
tungumálum og það kemur sér alltaf vel.
En það sem ég virkilega hata er að labba
heim eftir að ég klára. Staðurinn er fimm
mínútur fr á heimilinu en ég þarf að fara
ffam hjá hverfiskránni og í gegnum sund
til að komast að kiaustrinu mínu. Það er
alltaf eitthvað óbjóðslið þar sem þarf að
tjá sig við mig og bjóða mér út. Vanalega
er þetta svo hræðilega útlítandi pakk að
ég trúi ekki öðru en að þeir muni deyja
einir nema þá ef þeir lækka standardinn
og byrja með einni blindri eða þroska-
heftri.
í síðustu viku er ég var á leiðinni heim
elm tveir gaurar mig að sundinu og ann-
ar þeina var að reyna að sannfæra mig
að koma með sér á stefnumót. Og hefur
greinilega haldið í sínum sturlaða huga
að ég myndi fara út með honum þrátt
fyrir að hann var næstum því alveg tann-
laus og algjör fyllibytta. Tók mig korter
að losna við fflamanninn og hljóp svo
heim. Verð stundum svo hrædd því að ég
veit aldrei hvað gæti gerst, treysti þessu
liði auðvitað engan veginn. Svo að í gær
er ég fór heim sá ég lögguna og bað hana
um að fylgja mér heim. Þeir vom nokkrir
saman og það var ekkert máf. Svo þegar
við vorum komin fýrir utan heimilið mitt
og ég er að fara að kveðja þá segir einn
þeirra: „Værirðu nokkuð til í að koma út
með mér næstu helgi?" AAArrrgg!
Nú spretta ég alltaf bara heim og forðast
bæði að yrða á fyilibyttumar... og lögguna.
og greiðuna samgróna sér
„í upphafi var áhuginn enginn á
hárgreiðslunni, en ég var einfald-
lega dreginn út í þetta" segir Sig-
mundur Sigurðsson, sem er líkleg-
ast best þekktur undir gælunafninu
Simbi. Hann hefur starfað við hár-
greiðslu og -skurð í 25 ár og dettur
ekki í hug að skipta um starfsvett-
vang. Hann segist ekkert finna fyrir
algengum kvillum þeirra sem lengi
hafa unnið í faginu, éiris og vöðva-
bólgu eða ofnæmi.
„Mér finnst þetta bara svo æðis-
lega gaman og skemmtilegt að ég
finn ekki fyrir þessu," segir Simbi,
Hann telur samskiptin við kúnnana
eflast og styrkjast ár frá ári.
„Það eru svo margir kúnnar sem
haldið hafa tryggð við mig í gegn-
um öll árin. Nú er maður farinn að
klippa börnin þeirra og bíður bara
eftir barnabörnunum. Það eru ekki
allir sem duga svona lengi í brans-
anum, en ég held að við karlarnir
endumst lengur en konurnar vegna
þess að við förum ekki í fæðingar-
orlof og svoleiðis. En það eru marg-
ar konur sem eru ótrúlega duglegar
í faginu. Það er nefnilega mjög erfitt
að koma aftur inn í fagið ef maður
heftlr tekið sér pásu," segir Simbi.
En hvað segir Simbi um tísku-
straumana hjá íslendingum?
„Við erum afskaplega dugleg við
að halda okkur snyrtilegum og tolla
í tískunni. Það eru svo misjafnir
straumar í tískunni hérna og í raun
má segja að við búum til okkar eig-
in tísku. Það eru samt margir sem
koma með úrklippur eða tískublöð
óg segja: „Svona vil ég vera." Það er
bara gaman og ákveðin áskorun í
því fólgin að vinna úr því. Svo eru
sumir sem koma inn með lit
„Nú ermaður farinn
að klippa börnin
þeirra og bíður bara
eftir barnabörnun-
um.
sem þeir hafa verið að baslast við
heima fyrir og búast við að maður
geti gert kraftaverk og lagað allt
saman. Það leysist reyndar alltaf að
lokum. Það er reynslan sem segir
svo mikið til um hversu góðir menn
eru í þessu. Þegar skærin og greið-
an eru orðin hluti af manni sjálfum
er það góðs viti um hversu vel mað-
ur vinnur úr verkefnunum."
upp á 25 ára starfsafmæli þessa dagana.
I