Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2006, Side 34
30 LAUCARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006
Helgarblað DV
Nivea-
KiMyMÉSKl krem
H galdurinn
~^aBK|B8«y
þetta upp frá
/ móður minni og
V^ömmu. t>ær notuðu bara
Nivea krem og það
virkaði svo sannarlega
vel á þær. Þetta krem
er í raun galdurinn
og það eina sem ég
nota að staðaldri fyr-
ir utan skartgripina
náttúrulega."
Krossinn
„Ég er trúaður
og geng með -3®«
krossinn til merkis
um það. Það skiptir ®
ekki máli hvort
krossinn er úr gulli^B
eins og þessi eða öðru,
aðalmálið er fyrir a, A
hvað hann stendur
en þessi kross er^^^
engu að síður
mjög fallegur^
skartgripur."
Nivea-brúnkan
„Ég nota nánast
aldrei brúnkukrem
nema þegar ég er að
skemmta og þá er það
brúnkukremið frá
Nivea sem verður fyrir
vaiinu. Virkar mjög vel.“
Gillette vörumar
„Þegar ég raka mig þá verða
Gillette vörurnar hiklaust fyrir
valinu. Hvort sem á að raka að
neðan eða ofan."
Hringurinn
„Þennan hring gáfu for-
eldarar mínir
mér árið 1996.
! Þetta rúbin-
, .sieinn og þolli
Jfc m mörgum mjög
'OHHr v\ undarlegt að
VjlA jafn ungur
• maður og
^ ég gengi
1i með hann.
Geir Ólafsson söngvari hefur iengi skemmt Islendingum með sígiidum slög-
urum Franks Sinatra auk þess sem skammt er slðan hann tók þátt I forkeppni Eurovision
þótt lagið hefði ekki fleytt honum áfram.„Það er ágætt að sleppa við þessa keppni," segir
Geir sem einbeitir sér að heilsunni þessa dagana.„Það er búið að vera mikið álag á manni
svo það er gott að safna kröftum og huga að þvímikilvægasta sem maður á.“
Við fengum að glugga ísnyrtibuddu þessa skrautiega söngvara þvleins og margir hafa
eflaust tekið eftir er Geir orðinn sérlegur ráðgjafi þáttastjórnandana i Köllunum.is i flestu
þvlsem viðkemur hinu kyninu. Geir segist þó ekki nota mörg ráð til að halda útlitinu við.
Hann þurfi til að mynda ekki að nota neinar vörur I háriö, það sé bara svona, þó vissulega
geti hann gefið örfá gullin ráð. Þau þiggjum við auðvitaö með þökkum enda ekki á hverj-
um degi sem við gerum barið menn eins og Geir Ólafsson augum.
Farðu á stefnumót með rétta hugarfarið
Aldrei leiða hugann að þvi hver niður-
staðan verði i lok kvöldins. Efþér verð-
ur hafnað skiptir það ekki öllu. Lifið
heldur áfram. Efþér tekst að
heilla hana/hann upp úr
skónum er það heldur ekk-
ert stórmál. Ekki velta þér
upp úr möguleikunum.
Slakaðu á.
Reyndu að tileinka þér af-
slappað hugarfar. Sérstaklega
konur finna á sér efþú ert upp-
strekktur og strax farinn að spá i hvort
henni muni llka við þig. Þú getur hins veg
ar ekki ieikið þann karakter. Hann verður
að koma innan frá þér.
Karlmenn ættu að reyna að skilja kon-
ur betur áður en þeir skella sér á
stefnumót með þeim. Góð aðferð
til þess er að lesa ástarsögu. f
fyrstu má vera að þér finnist
eins og um nýtt tungumál sé
að ræða en hafðu i huga að
þessar bækur seljast í
tonnatali og konur eru
kaupendurnir. Þarna geturðu
lært ýmislegt um konur, hvern-
ig þær hugsa og það sem meira
er, hvað kemur þeim til. Taktu eftir að
mun lengri timi fer i áð lýsa skapgerð-
areinkennum karlkyns söguhetjunnar
en útliti hans.
Athafnakonan
Asdís Halla Bragadóttir lærði stjórnmála-
fræði við Háskóla íslands. Hún varð blaðamaður á
Morgunblaðinu en bauðst að gerast framkvæmdastjóri
Þingflokks sjálfstæðismanna. Hún átti ekki afturkvæmt. í blaða-
mennskuna heldur varð að lokum bæjarstjóri Garðabæjar. í
október tók hún síðan við sem forstjóri BYKO.
Ætlaði alltaf að vera blaðamaður
Athafnakonan Ásdís Halla
Bragadóttir Tók við sem for-
I stjóri BYKO á árinu sem leið eftir
farsælan feril /pólitik, en hún
ætlaði þó upphaflega aldrei að
verða annað blaðamaður.
Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri
BYKO, fékk á dögunum FKA verðlaun-
in. f rökstuðningi FKA segir meðal
annars: „Ásdís Halla Bragadóttir er
fyrir löngu búin að ávinna sér virðingu
og traust bæði í viðskiptum og stjórn-
málum. Hún er okkur öllum hvatning
og fyrirmynd - alls óhrædd að takast á
við ný og óvænt tækifæri."
Af blaði í bæ
Ásdís Halla hóf feril sinn að loknu
BA-prófi í stjómmálafræði frá H.f.
sem blaðamaður á Morgunblaðinu.
„Það var gríðarlega skemmtilegt í
blaðamennskunni. Á þessum tíma var
ég alveg ákveðin í því að verða aldrei
neitt annað. Mér fannst þetta svo gef-
andi og líflegt."
Hún starfaði á Morgunblaðinu í
tvö ár, frá 1991. Árið 1993 var henni
falið fyrstri allra kenna að vera fram-
kvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðis-
manna." Þegar mér bauðst að vera
framkvæmdastjóri þingflokks sjálf-
stæðismanna þá langaði mig ekki að
skipta. En ég hugsaði með mér að
það væri hollt fyrir mig því þá yrði ég
betri blaðamaður. Ég fór eiginlega
inn í þennan geira aðailega til að afla
mér reynslu fyrir blaðamannaævi-
starfið mitt." segir Ásdís Halla og
hlær.
Ásdís var hjá Sjálfstæðisflokknum í
tvö ár eða þar til hún tók við sem að-
stoðarmaður menntamálaráðherra.
„Eftir menntamálaráðuneytið fór ég
út í nám. Ég náði mér í MPA gráðu og
kom svo aftur heim og fór að starfa hjá
Háskólanum í Reykjavík."
Eins og segull á stórfyrirtækin
Ásdís Halla stoppaði stutt við hjá
Háskólanum í Reykjavík, þar sem
hún gegndi starfi framkvæmdastjóra
nýsköpunar- og þróunarsviðs skól-
ans, því sama ár tók hún við starfi
bæjarstjóra Garðabæjar, fýrst
kvenna. Oft er talað um að hún hafi
vakið „svefnbæinn" Garðabæ í fimm
ára farsælli bæjarstjóratíð sinni. „Já,
já. Sumir segja það. Persónulega er
ég nú stoltust af,annars vegar árangri
í skipulagsmáiunum og hins vegar
vaifrelsinu í skólamálum og þeim
einkarekstri sem við ýttum undir og
studdum innan sveitarfélagsins í
þessi fimm ár sem ég var þarna. Það
er að koma rosalega vel út og
ánægjulegt að vita til þess að mörg
sveitarfélög líta nú til Garðabæjar
sem einhvers konar módels af því
hvernig sveitarfélög geta stuðlað að
valfrelsi barna. Það er að segja, að
láta fjárframlög fylgja bömum
„Ég fór eiginlega inn í
þennan geira aðal-
lega til að afla mér
reynslu fyrir blaða-
mannaævistarfið
mitt."
þannig að þau geti valið sér skóla,
hvort sem hann er einkarekinn eða
opinber, og koma þannig í veg fýrir
stéttskiptingu og tryggja að þeir sem
hafa minna fjármagn eigi líka val. í
sveitarfélögum þar sem einkaskól-
amir em sveltir verða þeir að leggja á
há skólagjöld og það leiðir til þess að
einungis þeir efnameiri hafa val. Ég
er á móti slíku fyrirkomulagi."
Stór hluti af þessarri vakningu bæj-
arins er koma stórfýrirtækja í bæinn.
Fyrirtæki eins og Marel, sem hefur
höfuðstöðvar sínar þar, og IKEA, sem
mun opna stóra verslun á árinu, hafa
hleypt auknu lífi í bæinn auk þess sem
ffamundan er mikil uppbygging í
Kauptúninu við Urriðaholt. Það er
mál manna að koma fyrirtækjanna sé
öflugu frumkvæði Ásdísar að þakka.
„Það er nú verulega orðum aukið.
Stórar ákvarðanir eiga sér langan að-
draganda í pólitík og ef ég nefni Marel
sérstaklega þá var búið að taka
ákvörðunina með það löngu áður en
ég byrjaði. Ég ætia alls ekki að fara að
eigna mér það enda em það verk for-
vera minna."
Svipað og blaðamennska
Þann 27. maí 2005 skipti Ásdís
Halla um starfsvettvang og tók við
sem forstjóri BYKO. „Ég man þegar
ég fór úr blaðamennskunni yfir í op-
inbera geirann fannst mér hann
voðalega hægur oft og tíðum þótt ég
hafi reynt að hraða honum þar sem
ég kom að. Það er miklu hraðara
tempó í svona fyrirtæki. Svolítið eins
og í blaðmennskunni. Maður verður
að lifa daginn af til að keppinautarn-
ir stingi mann ekki af. Nú er ég aftur
komin út í þetta hraðara umhverfi."
En hvernig er það að stýra stórfyr-
irtæki frábmgðið því að stýra bæjar-
félagi, er hún meira ein? „Nei, alls
ekki. Ég vinn með góðu fólki og
mörgum framkvæmdastjórum sem
reka allar þessar mismunadi eining-
ar. Breytingarnar fólust kannski helst
í að ég þurfti að læra inn á fyrirtækið
og rekstur þess. Þegar því er svo lokið
er þetta ekki ósvipað. Munurinn ligg-
ur kannski í því að það er meiri ögmn
í rekstri fýrirtækja ffá degi til dags."
BYKO í bæinn
En em launin ekki meiri hjá stór-
fyrrirtækjunum? „Veistu, ég kýs að
ræða aldrei um launamál mín, enda
hafa þau aldrei ráðið afstöðu minni
til þess hvað ég starfa og hvað ég
starfa ekki við. Það em allt aðrir hlut-
ir sem ráða úrslitum þegar ég hef
ákveðið hvað ég tek mér fyrir hend-
ur.“
Hefur Ásdfs hug á að skella upp
eins og einni BYKO verslun í Garða-
bænum? „Já, BYKO er með starfsemi
í flestum sveitarfélögum á höfuð-
borgarsvæðinu, meðal annars í
Kópavogi, Hafnarfirði, Reykjavík og
Reykjanesi auk stærstu sveitarfélaga
úti á landi svo sem á Akureyri, Sel-
fossi, Akranesi og nú á Reyðarfirði
þar sem mestu stórframkvæmdir ís-
landssögunnar standa yfir. Öllum
helstu sveitarfélögunum nema
Garðabæ. Það stendur nú til að bæta
úr því og það verður vonandi á næsta
ári."
Gamla ævistarfið
En er blaðamaðurinn Ásdís Halla
kannski bara enn að afla sér reynslu
fyrir ævistarfið sem hún ætlaði aldrei
að hætta í? „Það er alveg hugsanlegt"
segir Ásdís létt í bragði.
í ljósi þess að Ásdís er búinn að
stýra bæjarfélagi og stýrir nú stórfýr-
irtæki, stefnir hún þá kannski á að
stýra dagblaði eins og Mogganum í
framtíðinni? „Nei, ekkert frekar enda
er ég mjög ánægð hjá BYKO og er alls
ekki að hugsa mér til hreyfings,
hvorki yfir í annað fyrirtæki né í póli-
tík. Fyrir utan það að ef ég færi ein-
hvern tímann aftur á dagblað þá er
ömgglega ekki síður gaman að vera
almennur blaðamaður en að vera
endilega að reka blað. Það er svo
gaman að hitta alls konar ólíka ein-
staklinga sem em að fást við marg-
breytilega hluti og reyna af skrifa um
það með eftirtektarverðum hætti,"
segirÁsdís og það er greinilegt að það
er stutt í blaðamanninn í henni. „Að-
almálið er að reyna að finna
skemmtiieg viðfangsefni og mér
finnst ég hafa gert það innan þessa
fyrirtækis. Maður verður þó alltaf að
vera meðvitaður um að maður ræður
ekki alltaf ferðinni sjálfur. Lífið er
bara þannig að það hefur tekið svo
margar óvæntar kúvendingar að
maður veit aldrei hvað framtíðin ber
í skauti sér," segir Ásdís Halla að lok-
um. rap@dv.is