Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2006, Qupperneq 55
Menning 3DV
LAUCARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 55
Myrkir músíkdagar heíjast í dag með flutningi Caput á verkum íslenskra tón-
skálda á Laugarborg í Eyjafirði að viðstöddum fyrirmönnum. Tónleikarnir verða
myndlýstir af Halldóri Ásgeirssyni myndlistarmanni.
SPPÍfe;
I Halldór Ásgeirsson í Japan við frumflutn-
ing a þeirri dagskrá sem opnar Myrka
I músíkdaga síðar í dag norður í Eyjafirði.
I , má sjá myndlýsingar hans við
| tonlist Atla Heimis Sveinssonar.
Tónleikar nyrðra verða endur-
fluttir hér í Reykjavík á mánudags-
kvöld í Salnum í Kópavogi. Verkin
voru flutt með þessum móti í
EXPO Dome á heimssýningunni í
Japan á þjóðardegi íslands 15. júlí.
Flutt verða sex íslensk tónverk eft-
ir þá Atla Heimi Sveinsson, Snorra
Sigfús Birgisson, Tryggva Bald-
vinsson, Hafliða Hallgrímsson,
Þorkel Sigurbjörnsson og Huga
Guðmundsson. Lifandi vatnslita-
myndir Halldórs Ásgeirssonar
verða til um leið og tónlistin er
flutt af hljóðfæraleikurunum.
Málað á staðnum
Halldór hefur um langt skeið
unnið með ljós, liti og vatn. Hann
lýsir myndverkum sínum við tóna-
ljóð Atla Heimis, Til hafsins, og
myndlýsingu sinni við Portrett nr.
7 eftir Snorra, sem helgað er Jóni
Nordal, á eftirfarandi hátt:
„Ákveðnar grunnhugmyndir liggja
þar að baki eftir að hafa hlustað á
verkin áður og gert tilraunir með
birtingu vatnsins af glæruvarpa á
hvítan flöt. Þó að sama efnisskráin
sé flutt frá einum stað til annars,
austur í Japan um mitt sumar eða
norður í landi um hávetur, er
aldrei um sömu sjónrænu upplif-
un að ræða því ekkert gerist fyrr en
á sjálfu augnablikinu þegar salur-
inn er orðinn myrkvaður og vatn-
inu er varpað af ljósinu á autt
tjaldið." Áheyrendum/áhorfend-
um er boðið í ferðalag með þess-
um síbreytilegu myndum sem ein-
ungis eru „ristar" í vatnið.
Klarínetta, gítar og selló
Verk Atla kallast Þættir úr
Dönsum dýrðarinnar. Einleikur
Tryggva Baldvinssonar var frum-
fluttur í Skálholti en hann er
saminn fyrir bassaklarínettu og
leikinn af Rúnari Óskarssyni.
Kveikjan að því verki er líka ljós-
brot - úr glugga Gerðar Helgadótt-
ur í Skálholtsdómkirkju - enda
heitir það Af gleri.
Pétur Jónasson og Sigurður
Halldórsson munu flytja verk eftir
Hafliða Hallgrímsson sem eru
Þættir úr Tristía fyrir gítar og selló.
Loks er á dagskrá tónleikanna
frumflutningur á verki Huga Guð-
mundssonar fyrir Caput sem hann
kallar Equilibrium IV Windbells.
Vindur og vatn sldpa því stóran
sess í dagskránni.
Opnun skráð
Caput opnar nú Myrka musík-
daga enda frumherji í flutningi á
íslenskri og erlendri nútímatónlist
og hefur fengið fyrir það ýmsar
viðurkenningar, meðal annarra
Menningarverðlaun DV.
Þess má geta að lokum að tón-
leikarnir í Salnum á mánudags-
kvöld verða teknir upp bæði í
hljóði og mynd. I kjölfarið er stefnt
að útgáfu á DVD-diski.
Ljósmyndabók og hljóðmyndir á fylgjandi diski eru samloka sem kom út á síð-
asta ári. Þar er farið í hljóðminni og myndminni og okkur opnast heimur sem
er kunnuglegur en við sjáum ekki oft.
Lífið gleypir tímann
Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari og
Matthías M.D. Hemstock sendu frá
sér verk seint á árinu sem leið sem er
bók með ljósmyndum og diskur með
hjóðmyndum: Verkið kölluðu þau
Mára -Nærvídd. Gripurinn ersnotur
bók um sig, 18x18. Efni hermar er
byggðin yfirgeBn - staðir sem eru
enn og ekki. Mannfólkið er burt, það
eru vegir, troðningar, kofar, hús og
vinnustaðir. Móska er yBr öllu en
fólkið erfarið. Eða erum við hér enn
- öll í huganum?
Gripurinn er fallega prentaður
hjá GuðjóniÓ og brotinn um af
Halldóri Elvarssyni. Pappír hæBr
myndefninu og ailur frágangur ein-
kennist af látieysi og smekkvísi.
Tólf tónar gefa verkið út með
stuðningi óskyldra aðila svo sem
Myndstefs, FÍH, íslandsbanka og
Sjóvár-Almennra.
Ljósmyndir Katrínar eru fyrir les-
anda mynda oghljóðs einhvers kon-
ar upphaf hijóðmynda Mattíasar
sem eru unnin umhverBshljóð sem
eiga við myndir á parti. Ljósmyndun-
um er lýst sem „draumkenndum" á
kápunni. Þær eru meira í veru en
óskýrar, mörkin miUi nær og fjær
óljós ogrenna saman en samthefur
myndin sína dýpt. Þær eru ekki mist-
urkenndar, nær því að skynjunin sé
mettuð raka, hljóðlátt regn fyUi sjá-
öldrin.
Myndbyggingin er miðjusækin.
Verkin eru uppbyggð með línum,
hreinum Bötum ólíkra skika. ímörg-
um þeirra eru sund, leiðir, gáttir,
gluggarsvo stíga má ímyndinni inn í
ný rými. Þær eru faUegar en eyðUeg-
ar, tómlegar en heUlandi, kaldar en
þó fuUarafkunnuglegrihlýju.
Hljóðmyndir Matthíasar ríma
við ljósmyndir Katrínar. Við höfum
heyrt þessi hljóð og eigum heima í
hljóðheimi hans. Hann er virkur í
minninu og áheyrandi getur stigið
inn í hann þar. Þannig kallast ljós-
mynd og hljóðmynd á og vel mætti
Katrin Elvarsdóttir og
Matthias M.D.
Hemstock:
Mórar - Nærvídd
Tólftónar 2005
★★★★★
Lj ósmyndir/hlj ómlist
hugsa sér verkið í þeirri útgáfu að
saman færi á tjaldi mynd og hljóð.
Bragi Ólafsson skrifar stuttan inn-
gang að verkinu og spyr um eðli
þeirra staða sem eru yErgefhir: Eig-
um við öU þar heima. Eru tómar
sveitirnarsástaðursem ungkynslóð-
in leitar, hofkenndir staðir þar sem
Katrín og Mattías Sam
starfsverk þeirra er afar vel
heppnaö og með glæsileg-
usturitgripum síðastaórs
upphaBð er?
Mórar - Nærvídd er glæsilegt verk I
og höfundum sínum, útgefendum, j
prenti og stuðningsaðilum til sóma.
PállBaldvin Baldvinsson
Katrín sýnir um þessar mundir
Ijósmyndir úr myndröð sirmi Heim-
þrá í versluninni Aurum í Banka-
stræti 4 og lýkur henni í dag. Opið erj
í'Aurum kl. 11-16 ídag.
Hljómalind
hýsirnú
spunamenn
á vergangi.
kÍfI Íl
J*n
ILil
*tlr
Spinn, spinn ...
Spunamenn í
Lindinni
Spuni hefur staðið fyrir á
fimmta tug Spunalcvölda í 17 ár.
Miðstöð þeirra hefur verið um
: tveggja ára skeið í gömlu Hamp-
iðjunni þar sem Klink&Bank átti
húsaskjól.
Nú er þessu svokallaða
„Bankanstímabili Spuna" að
ljúka og nýtt tímabil að hefjast í
spunasögunni, segja þeir spuna-
menn. Kallast það „Vergangur
Spuna", þar sem spunnið verður r
við nýjar og nýjar kringumstæð-
ur hverju sinni á þeim stöðum
sem bjóðast á meðan spuninn er
á vergangi. Nú spinna menn á
laugardag í Kaffi Hljómalind á
horni Laugavegs og Klapparstígs
og hefst togið kl. 14.
Spuni er öllum opinn og
gjaldfrjáls og öllum velkominn. Á
http://spuni.org eru nánari upp-
lýsingar og einnig er hægt að
skrá sig þar á póstlista þar sem
hægt er að fýlgast með og hafa
áhrif á framgang Spuna.
Nú þegar hafa eftirtalin atriði
verið skráð á dagskrá: Amigo,
Svimi og Úð. f hléi munu við-
staddir ráða ráðum sínum og eft«-
ir það verður opnað fyrir skrán-
ingu atriða í seinna hollinu.
Silla á Lauqavegi
í dag verður mikioí boði á
Laugaveginum. Klukkan 15 verða
tónleikar í Bókabúð Máls og
menningar. Þar munu koma fram
tveir listamenn sem hvor fyrir sig
ffemur gjörning: raftónlistarmað-
urinn 701 og sönggyðjan Mr. Silla.
Sjö hundruð og einn, 701, kallar
sig Jóhann þegar hann tekur sér
pásu frá tónlistinni. Jói gerði þá
merku uppgötvun á yngri árum,
þegar hann var að leika sér með
vasareikni,
að hann gæti
stafað nafnið
sitt með
tölustöfun-
um 701. Þar
voru örlög
hans ráðin.
701 hefur
þegar gefið
út þrjár plöt-
ur sem allar
W I
Mr. Silla. Kemur
fram berskjölduð
meðopnartil-
finningar.
hafa fengið lofsverða dóma og
seljast líkt og heitar vöfflur á Net-
inu. Von er á hans fjórðu plötu
innan tíðar og vert er að fýlgjast vel
með þessu nafni í ffamtíðinni því
701 er eitt best geymda leyndarmál
íslenskrar tónlistar þessa stundina.
Mr. Silla - Sigurlaug Gísladóttir
- var til skamms tíma óþekkt en er„~
nú kunn: Hún skaust upp á
stjömuhimininn síðasta sumar;
hóf sína sigurför í Niimberg í
Þýskalandi og þaðan mætti hún á
hina helstu tónleikastaði í Reykja-
vík, s.s. eins og Sirkus og Grand
Rokk, og heillaði þar gesti upp úr
skónum. Hún spilaði á Airwaves-
hátíðinni f haust, hitaði upp fyrir
Daníel Ágúst, tók nokkur lög í
einlcapam'i Kiefers Sutherland rétt
fyrir jólin og svona mætti lengi
telja. Hún starfar einnig með
hljómsveitunum FRÆ og The
Gimmicks en kemur oftast fr am
ein og berskjölduð, einungis klædd
gítar og fartölvu, og þannig mun-
um við sjá Mr. Sillu á laugardag-
inn. 'tfr