Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2006, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2006, Page 10
7 0 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 Fréttir DV Kostir & Gallar Þórunn þykir hlý og góð við vini sina. Hún er skipulögð og áreiðanleg, listamaður og bissnesskona. Hún er skaphörð og talar ofmikið. „Kostir hennar eru fyrst og fremst að hún er óhemju dugleg og slær flest met íþeim efnum. Hún er ekki bara dugleg i vinnunni heldur líka að hafa samband við vini sína og hún heldur mjög skemmtileg boð. Hún talar stundum mikið enda liggur henni mikið á hjarta og hefur frá mörgu skemmtilegu að segja og það er þess virði að sperra eyrun og hlusta. Edda Þórarlnsdóttir lelkkona „Hún var... kvenskörung- ur mikill og drengur góð- ur og nokkuð skaphörð, segir um Bergþóru i Njálu. Ætli þessi lýsing eigi ekki ágætlega við um Þórunni einnig, án þess þó að ég sé að segja að skapgerð hennarsé forn. Ótvi- ræður kostur er sú sterka heild- aryfírsýn sem hún hefur en öllu tvíræðra er hversu mikill kennari hún er í sér. Það hefur þó vissu- lega þær ánægjulegu afleiðingar að maður hefur aldrei lært eins mikið á jafn stuttum tíma, eins og vinna með henni á Listahá- tið: Guðrún Kristjánsdóttir, kynningarstjóri Listahátiðar í Reykjavík „Hún er mjög ákveðin og fylgin sér, skipulögð og áreiðanleg. Hún hefur sem betur fer snert af þeirri bilun sem allirþurfa að hafa sem ætla að stjórna menningarmálum á Islandi. Ef kostirnir sem ég taldi hér upp eru lesnir með öfugum for- merkjum sjást gallarnir." Halldór Guðmundsson rithöfundur Þórunn Sigurðardóttir er fædd 29. septem- ber 1944. Hún útskrifaðist úr Leiklistarskóla LR árið 1967 og fór slðan í framhaldsnám til Svíþjóðar. Þórunn hefurstarfað sem leik- ari, leikstjóri og leikritahöfundur hjá leikfé- lagi Reykjavíkur, Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Akureyrar og Leiklistaskóla íslands. Hún hefur starfað sem þáttagerðamaður hjá Ríkissjónvarpinu og sem blaðamaðurá Vísi og ritstjóri Sunnudagsblaðs Þjóðviljans. Þórunn var stjórnandi r Reykjavík Menn- ingarborg 1997-2000. Hún hefur starfað sem listrænn stjórnandi Listahátlðar í Reykjavík frá árinu 2000 og nýverið var hún endurráðin til næstu fjögurra ára. Glæsilegt úrval af handsmíðuðum íslenskum skartgripum /LÁRAA SKÓLAVÖRÐUSTÍG 10 sími 561 1300 Húsavík datt í álversoottinn Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar - og viðskiptaráðherra, tilkynnti í gær að Bakki við Húsavík hefði orðið fyrir valinu í stríðinu um ál- ver á Norðurlandi. Tilkynnti ráðherrann þetta úr höfuðstöðvum Alcoa á Manhattan í New York. Samkomulag iðnaðarráðaherra og forráðamanna Alcoa byggir á að haldið verði áfram hagkvæmnis- athugun á því að reist verði 250 þúsund tonna álver á Norðurlandi og staðsetningin er klár ef af verður; Bakki við Húsavík. Mikill fögnuður braust út í gær á Húsavík þegar fréttirnar bárust frá New York. Þarna sjá íbúarnir fram á vítamínsprautu í byggðarlagið lflct og Reyðfirðingar og aðrir Austfirð- ingar hafa fundið fyrir síðustu miss- erin. Valgerður Sverrisdóttir var ánægð þegar DV ræddi við hana í gær þar sem hún sat í aðalstöðvum Alcoa á Manhattan með samninginn undir höndum og blekið vart þornað á undirskriftinni: Út að borða „Þetta er stórmál fyrir íslensku þjóðina og þá ekki síst Norðlend- inga. Ég er ánægð og styð staðarval- ið af heilum hug. Þarna réð orku- þátturinn miklu en þetta álver gæti orðið það fyrsta í heiminum sem knúið verður að mestu með raf- magni framleiddu með jarðvarma- orku," 'sagði Valgerður sem ætlaði að halda upp á samninginn í gær- kvöldi með því að fara út að borða á veitingastað með samferðafólki og fulltrúum Alcoa. „Ég veit ekki hvert við förum. Ég hef haft um annað að hugsa. Ég kom hingað í gær og annað kvöld ætla ég að ávarpa Amerísk - íslenska versl- unarráðið. Annað liggur ekki fyrir hjá mér,“ sagði Valgerður og deilir ekki áhyggjum með ýmsum nátt- úruverndarsinnum um sveitina heima þó þar rísi álver: Akúreyri líka „Stuðningur í heimabyggð við ál- ver var mestur á Húsavík. Þessu fylg- ir einnig að bæta verður samgöngur við Akureyri þannig að áhrifa þessa á einnig eftir að gæta verulega þar. Þetta er allt ánægjulegt," sagði Val- gerður og ítrekaði að staðarvalið væri mikilvægur áfangi í efnahags- stefnu ríkisstjórnarinnar. „Velkomnir á íslandi" Bent Reitan, aðstoðarforstjóri Aicoa, var einnig ánægður í gær en lagði þó áherslu á að ekki væri búið að ákveða að byggja álverið sjálft: „En þetta gæti hugsanlega orðið fyrsta álverið í heiminum sem knúið er rafmagni framleiddu með jarð- varmaorku. Það er margt sem þarf að athuga gaumgæfilega áður en ákvörðun verður tekin um byggingu álvers. Hér er hins vegar einstakt tækifæri fyrir Alcoa til að treysta böndin við íslensk stjórnvöld og íbúa landsins. Okkur finnst við vel- komnir á íslandi," sagði Bent Reitan. Valgerður Sverrisdótt- ir var ánægð þegar DV ræddi við hana í gær þar sem hún sat í aðalstöðvum Alcoa á Manhattan með samninginn undir höndum og hiekið vart þornað á undirskriftinni. Skálum í bjór úr álbauk „Það er mikil gleði og mikið gam- an á Húsavík i dag," segir Aðal- steinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur.„AI- mennt séð eru menn mjög ánægð- ir með þetta enda voru 80 prósent bæjarbúa jákvæðir fyrir álveri samkvæmt siðustu skoðanakönn- unum. Auðvitað ger- um við okkur grein f fyrir að málið er / ■, ekki enn i höfn / þótt þessum áfanga sé lokið. Sem formaður verkalýðsfélagsins hérna fagna ég því að aðstæður geti skapast fyrir að verkafólk geti komið að atvinnu þar sem laun eru i hærra lagi og starfsöryggi mikið. Það er skemmtilegt að þetta bar upp á bjórdaginn og þvi við hæfi að maður fái sér bjór i álbauk."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.