Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2006, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2006, Blaðsíða 13
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 13 Stafsettá Ströndum íbúar á Ströndum munu frá og með næsta mánudegi geta rifjaö upp eða bætt kunnáttu sína í stafsetn- ingu. Að sögn strandir.is hefst þá í Hólmavík nám- skeið á vegum Fræðslumið- stöðvar Vestfjarða sem á undanfömum árum mun hafa eflt mjög starfsemi sína á Ströndum. „í vetur hefur verið haldið ljósmynda- námskeið, skrautskriftar- námskeið og Photoshop- námskeið sem öll hafa verið kennd á Hólmavík. Einnig stendur til að halda tölvu- námskeið á Drangsnesi þeg- ar næg þátttaka fæst,“ segir á strandir.is Jeppi hvarf í gæmótt var jeppanum sem meðfylgjandi ljósmynd sýnir stolið frá Baðsvöllum 9 í Grindavík. Skráningamúm- er jeppans er LT-053 en hann er á 38 tommu dekkj- um og með krómuðum velti- boga. Þetta er önnur jeppa- bifreiðin sem hverfur spor- laust á Suðumesjunum en ekki er langt síðan stórum og miklum jeppa var stolið í Keflavík. Hann fannst þó nokkrn síðar á Selfossi. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta veitt um afdiif biffeiðar- innar em vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Lögregluna í Keflavík. Rignirhúsum í gærmorgun tók um- hverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar fyrir 109 umsóknir um lóðir í bæn- um. Fulltrúi Sýslumannsins í Keflavík var viðstaddur dráttinn en lóðimar vom 77 talsins og em þær í Ása- hverfi og Dalshverfi. Lóðir í Reykjanesbæ hafa fokið út eins og heitar lummur und- anfarið og hefur Reykjanes- bær ekki haft undan því að skapa fólki pláss sem þar vill byggja. Það er því hægt að segja að það bókstaflega rigni húsum suður ff á um þessar mundir. Ástæða þess að Óli Geir Jónsson var sviptur titlinum herra ísland er sú að hann var sagður slæm fyrirmynd af framkvæmdastjóra kepninnar, Elínu Gestsdóttur. Það er þó ekki það sem kemur upp í huga fólks þegar það heyrir af nýjasta uppátæki Óla Geirs. Hann og bróðir hans, Jóhann Þór Jónsson, hafa efnt til lagakeppni í samstarfi við skemmtistaðinn Traffic í Keflavík. Allur ágóði rennur til langveikra barna. f Oli Geir styrkir langveik iforn Skemmtistaðurinn Traffic í Keflavík, sem hingað til hefur einkum verið þekktur fyrir alvarlegar líkamsárásir og manndráp, hefur bókstaflega tekið U-beygju í sínum málum ef marka má fréttir af lagakeppni staðarins í samstarfi við sjónvarpsþáttinn Splash. Þann 10. mars hefst lagakeppnin en hver sem er getur tekið þátt og breytir þar engu hvort keppandinn er rappari, trú- bador eða sinfóníuhljómsveit. Allur ágóði af miðasölu á atburð- inn mun renna óskertur til langveikra barna. „Þetta er engan veginn svar mitt til Elínar Gestsdóttur," segir Óli Geir Jónsson, sem eitt sinn var herra fs- land en var sviptur titlinum af for- ráðamönnum keppninnar vegna þess hve slæm fyrirmynd hann þótti. Elín Gestsdóttir, framkvæmda- stjóri keppninnar, var ein af þeim sem gagnrýndu Óla Geir en nýjasta uppátæki hans þykir á skjön við lýs- ingar Elínar. Hjálpa langveikum börnum „Verkefnið er á vegum okkar bræðra í Splash-þættinum og skemmtistaðarins Traffic í Keflavík," segir Óli Geir en hann hefur tekið við skemmtanastjórn á þessum um- deilda stað. Nú virðist sem staður- inn sé að breyta til og ætli að lappa upp á ímynd sína. Eins og áður sagði mun allur ágóði af miðasölu á keppnina renna óskertur til lang- veikra barna. „Ég er ekki að gera þetta af því ég var sviptur, þetta var löngu ákveðið enda góður málstaður. Og þetta verður ekki eini góði málstaðurinn sem við bræður ætlum að styrkja í framtíðinni því það er ýmislegt á döfinni," segir Óli Geir. Biðla til fyrirtækja En það er engin keppni án verð- launa svo þeir bræður, Óli og Jó- hann, biðla til fyrirtækja á íslandi að styrkja þennan góða málstað. „Við leitum nú að verðlaunum fyrir sigurvegara keppninnar og jafnframt styrktaraðilum sem vilja styrkja langveik börn en á næstunni munum við heimsækja fyrirtæki í þeirri von að þau taki þátt í þessu verðuga verkefni með okkur," segir Óli Geir. „Þetta er engan veg inn svar mitt til Elínat Gestsdóttur." hvem hátt tengjast tónlist. Þeir sem vilja taka þátt verða að vera með frumsamin lög en þeir geta sent olckur vefpóst á netfangið splash@splash.is og síðan hvetjum við fólk til þess að fylgjast með vefsíðunni oldcar, www.splash.is. Þar munu birtast á næstu dögum nöfn þeirra sem taka þátt, hvenær J keppa hvenær kvöldin hefjast," segir Óli Geir. ath@dv.is Urslitakvoldið 24. mars Keppnin hefst þann 10. mars næstkomandi og verður haldin á föstudögum. Keppnisdagar eru því 10., 17., og 24. mars en þá verða úr- slitin gerð kunn. „Við emm að leita að dómumm en við ætlum okkur að vera með nýja dómara á hverju kvöldi sem á em- Óli Geir Jonsson Styrkir langveik börn Isamstarfi við skemmtistaðinn Traffic I Keflavlk. Traffic Þekktur fyrir alltannaðengóð- gerðastarfsemi en tekur þó þátt í einni sllkri á næstunni DV-mynd Vikurfréttir Loðnuvertíðinni að ljúka Lítiðafloðnu enverðmæt Samkvæmt nýjustu tölum frá Fiskistofu hafa nú veiðst tæp 153 þúsund tonn á vertíðinni og ef ekki finnst önnur loðnuganga fer nú mjög að styttast í vertíðinni. Um 43% af aflanum hafa farið til mann- eldisvinnslu eða frystingar í landi og á sjó en 57% í mjölvinnslu. Þetta hlutfall til manneldisvinnslu hefur ekki áður verið svo hátt á vetrarver- tíð. Aldrei hafa jafnmörg uppsjávar- frystiskip verið gerð út frá Islandi og með tilkomu þeirra eykst aflaverð- mæti af hverju veiddu tonni. Verð á loðnuafurðum í erlendri mynt stendur hátt og ef kvótinn næst allur gæti útflutningsverðmæt- ið á vetrarvertíðinni orðið u.þ.b. 4,5-5 milljarðar kr. Til samanburðar nam útflutningsverðmæti loðnuaf- urða ríflega 9 milljörðum kr. á vetr- arvertíðinni árið 2005 en ekkert veiddist á sumarvertíðinni. Greining íslandsbanka segir frá. Loðnuveiðar Aldrei hafa jafnmörg uppsjávarfrystiskip verið gerð út frá Islandi og með til- komu þeirra eykst aflaverðmæti afhverju veiddu tonni. ELÍSABET VILL BARA ÁNÆGÐA VIÐSKIPTAVINI. ÞESS VEGNA GETUR ÞÚ HÆTT HJÁ HENNI ÞEGAR ÞÚ VILT. HÚN ER BARA ÞANNIG SKJALDBAKA. BETRI KJÖR Á BÍLATRYGGINGUM OG BÍLALÁNUM elisabet.is Vátryggjandi er Tryggingamiðstöðin hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.