Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2006, Síða 18
78 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006
Sport py
(Jrslitaleikur-
inníkvöld
Fram og Víkingur
mætast í úrslitaleik
Reykjavíkurmóts
meistaraflokks karla í
Egilshöll í kvöld
klukkan 19.00. Verði
jafnt að loknum venjulegum
leiktíma verður framlengt og
verði enn jafiit eftir hana
verður gripið til vítaspyrnu-
keppni. Framarar höfnuðu í
efsta sæti A-riðils og Víkingar
í efsta sæti B-riðils og leika
því til úrslita. Miðaverð fyrir
17 ára og eldri er kr. 500, en
frítt er fyrir 16 ára og yngri.
Framarar hafa 25 sinnum
orðið Reykjavíkurmeistarar,
síðast 2003, en Víkingar sem
hafa unnið titilinn fimm
sinnum hafa ekki spilað úr-
slitaleik á mótinu í 23 ár.
Hiddinktekur
við Rússum
Hollendingurinn Guus
Hiddink verður næsti
þjálfari rússneska
landsliðsins í knatt-
spymu en frá þessu
var greint í rússnesk-
um fjölmiðlum í gær.
Hinn 59 ára núver-
andi þjálfari hollenska liðs-
ins PSV Eindhoven fer með
Ástrala á HM í Þýskalandi í
sumar og hefur áður gert
góða hluti á undanfömum
heimsmeistaramótum með
bæði Holland (4. sæti 1998)
og Suður-Kóreu (4. sæti
2002). Roman Abramovich,
eigandi Chelsea, hefur sett
mikla peninga í rússneska
boltann að undanfömu með
það að markmiði að reyna
að rífa upp rússneska lands-
liðið sem komst ekki á HM í
Þýskalandi næsta sumar.
Melvin Scott í
eins leiks bann
Aganefnd KKÍ hefur úr-
skurðað Melvin Scott, leik-
mann KR í Iceland Express-
deildinni, í eins leiks
bann vegna brottvís-
unar sem hann fékk í
leik KR og Ham-
ars/Selfoss sl.
fimmtudag. Á fund-
inum var einnig tekin
fyrir kæra á hendur
ÍR vegna skrílsláta áhorf-
enda, en flösku var kastað
inn á völlinn í leik ÍR og
Skallagríms í Iceland Ex-
press-deildinni í Seljaskóla
þann 23. febrúar sl. Kæmnni
var vísað frá þar sem hún
barst nefndinni eftir að
kærufrestur var runninn út.
Kvennalið Grindavíkur hefur samið við engan venjulegan 188
sm miðherja frá Bandaríkjunum. Tamara Stocks á að leysa af
Jericu Watson sem var með 29 stig, 16 fráköst og 4 varin skot
að meðaltali í 16 leikjum sínum í Iceland Express deild
kvenna i körfubolta í vetur.
Playboy-stúlka
spilar með Grindavík
Tamara Stocks, hinn nýi erlendi leikmaður Grindavíkur í
Iceland Express deild kvenna, á ekki bara feril að baki í WNBA-
deildinni í körfubolta, heldur hefur hún einnig setið fyrir í karla-
blaðinu Playboy og hefur einnig starfað sem fyrirsæta. Stocks sat
fyrir í Playboy í mars 2001 eða vorið eftir að hún útskrifaðist úr
Florida-háskólanum og skömmu áður en hún hóf leik með
WNBA-liðinu Washington Mystics.
Það eru liðin flmm ár síðan
Tamara Stocks birtist fáklædd á síð-
um Playboy-blaðsins en síðan hefur
hún leikið bæði með Washington
Mystics og Charlotte Sting í WNBA-
deildinni sem og með liðum í efstu
deild í Kína, Króatíu og nú síðast á
Spáni þar sem að hún var að spila
sitt annað tímabil.
Vakti mikla athygli
í Bandaríkjunum
Mál Stocks vakti mikla athygli í
Bandaríkjunum á sínum tíma því
myndir af henni birtust skömmu
eftir að annar leikmaður WNBA-
deildarinnar, Lisa Harrison hjá
Phoenix Mercury, hafði neitað að
sitja nakin fyrir á mynd en Harrison
hafði skömmu áður verið kosin kyn-
þokkafylltsti leikmaður deildarinnar
af lesendum blaðsins á heimasíðu
Playboy. í umfjöllum fjölmiðla um
málið kom fram að Stocks hafði set-
ið fyrir á myndunum 30. mars 2001
eða 21 degi áður en hún var valin af
Washington Mystics. „Þeir voru á
háskólalóðinni og voru að leita að
fyrirsætu. Ég ákvað að slá til en sá til
þess að þetta væri smekklega gert,“
sagði Stocks í viðtali við ESPN á
sínum tíma og bætti við: „Ég vildi
samt ekki sýna allt sem ég hef.“
Myndin tekin í eldhúsinu
í Playboy-blaðinu sést Stocks
halla sér fram á eldhúsborðið fyrir
framan skál með morgunkorni. í
myndatextanum segir: „Hér sést hin
188 sm háa Tamara Stocks, nemi í
Jm.
íT ''
GLOFAXIHF.
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
ÖÍLSKÚRS og iðnaðarhurðir
* Hurðír til á lager • Smíðað eftir rháli
• Eldvarnarhurðir • Öryggíshurðir
í vetur
Ný tæki - Betra verð!
S3S5rc 17.900.-
12.900.-
am.fyrir-kr.Qppinn
HREYSTI
almannatengslum, ná sér í orku fyr-
ir baráttuna á körfúboltavellinum."
Málið fór ekkert lengra en í fjöl-
miðlana því Stocks fór í myndatök-
una á milli þess að hún var nemi í
Florida-háskólanum og að hún varð
leikmaður Washington í WNBA-
deildinni. „Þetta var ekki spurning
um pening heldur bara af því að mig
langaði til að gera þetta. Á þessari
stundu ákvað ég að slá til og sjá
hvort það væri ekki gaman að prófa
þetta," sagði Stocks í fyrrnefndu við-
tali. Þess má geta að Tamara Stocks
er ekki eini leikmaður Iceland Ex-
press deildar kvenna í vetur sem
hefur setið fyrir hjá Playboy því
Lovísa Guðmundsdóttir, leikmaður
bikarmeistara ÍS, hefur einnig kom-
ið fram á síðum þessa heimsfræga
karlablaðs.
Lék á Spáni fyrr í vetur
Stocks var með 10,4 stig og 5,2
fráköst að meðaltali á sínum fjórum
árum með Florida-skólanum og
endaði í sjötta sæti yfir flest varin
skot í sögu skólans. Stocks fékk ekki
mikið að spreyta sig með liðum
Washington Mystics og Charlotte
Sting í WNBA-deildinni og hefur frá
árinu 2002 reynt fyrir sér í Asíu og
Evrópu. Stocks spilaði með
liði Shangai í kínversku
deildinni 2002-03, með
PC Mendibil í
spænsku deildinni
2003-04 og með FIBA
Cup liðinu Gospic
frá Króatíu í fyrravet-
ur. Stocks lék með
Cadí la Seu í
spænsku deildinni |
íýrri hluta vetrar og
var þar með 8,5 stig
og 6,2 fráköst að með-
altali á 28,6 mínútum í
leik en hún hitti úr
38% skota sinna og
69% vítanna. Cadí la
Seu er í neðsta sæti
deildarinnar og Stocks
hætti að spila með lið-
inu um áramótin.
Fyrsti leikurinn
gegn KR
Tamara Stocks mun
væntanlega spila sinn
fyrsta leik með Grindavík
gegn KR í DHL-Höllinni 8.
mars næstkomandi en viku
síðar fær Grindavík ná-
granna sína í Keflavík í
heimsókn í væntanlegum úr-
slitaleik um 2. sætið í deild-
inni og þar með heimavallar-
rétt í einvígi liðanna í und-
anúrslitum úrslitakeppn-
innar.
ooj@dv.is