Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2006, Side 35
jgs»***' ^ - -
FÍOJMS^
Glysrokkararnir í Wig Wam slógu í gegn í Eurovision á síö-
asta ári. Þeir eru nýbúnir að taka upp nýja plötu og ætla að
halda tvenna tónleika um helgina, á Sjallanum og NASA.
Eiríkur Hauksson
Söngvarinn Glam er
nágranni hans í Nor-
egioggóðurvinur.
Wig Wam Halda tón-
leika á Sjallanum á Ak
ureyri á morgun og á
NASA á laugardag.
Mikið stuð „Tónleikarnir
um kvöldið voru líka brjálað-
ir. Islendingarkunna að
skemmta sér og djamma. “
munum pottþétt taka nýju smáskíf-
una á tónleikunum á íslandi, en In
My Dreams er samt stærsta lagið
okkar. Það er eins og Final
Countdown fyrir Europe. Þeir i
verða að taka það,“ segir Glam og I
hlær.
„Við vorum að klára nýju plötuna
okkar í gær. Hún mun koma til með
að heita Wig Wam Mania,“ segir
söngvari hljómsveitarinnar Wig
Wam sem kallar sig Glam.
Rauðhærði rokkarinn Eiríkur
Hauksson syngur bakraddir á nýrri
smáskífuna strákanna. Lagið heitir
Gonna Get You Someday og hefur
verið í fýrsta sæti vinsældalista í
Noregi síðustu þrjár vikur. „Við
Eiki Hauks nágranni
Eiríkur er góður vinur meðlima '
hljómsveitarinnar og býr Glam í'
næsta nágrenni við hann. „Við erum
nánast nágrannar. Ég hef farið í
heimsókn til hans nokkrum sinnum
og við förum á sama pöbbinn."
Wig Wam lenti í níunda sæti í
Eurovisión á siðasta ári með lagið In
My Dreams. Sveitin heldur tónleika
norður á Sjalla á morgun og á NASA
á laugardag.
„Þótt við séum glysrokkarar spil-
um við blöndu af glys, hardcore og
popprokki í fullum skrúða," segir
Glam en strákarnir slógu í fýrra að-
sóknarmet í Noregi og spiluðu á 165
tónleikum. „Síðasta ár var brjálað.
Við spiluðum í Þýskalandi, Rúmen-
íu, Danmörku og fórum á túr með
Alice Cooper í Svíþjóð. Alice er guð-
faðirinn," segir Glam stoltur.
íslenskir djammarar
„Síðast þegar við komum til ís-
lands höfðum við ekkert sofið. Við
lentum klukkan hálffjögur og fórum
beint í Smáralind. Við vissum ekki
að við ættum að koma fram þar. Við
vorum dauðþreyttir en þegar við
sáum allt fólkið þarna vöknuðum
við. Það var vekjaraklukkan okkar.
Tónleikarnir um kvöldið voru líka
brjálaðir. íslendingar kunna að
skemmta sér og djamma," segir
Glam og vonast eftir jafnmiklu fjöri
nú um helgina.
Annað kvöld standa hljómsveitimar Dikta, Jeff Who? og Days of our Lives fýr-
ir rokkveislu á Gauk á Stöng. Bæði Dikta og Jeff Who? gáfu út plötu nú fyrir jól
og fengu fínar mótökur. Days of our Lives em um þessar mundir að tmdirbúa
sig fyrir tónleikaferð erlendis. Hljómsveitin hefur verið að fá flottar umsagnir
og vilja Mínusliðar meina að þeir séu næsta íslenska bandið sem að geri það
gott erlendis. Húsið opnar klukkan eUefu og það kostar 500 krónur inn.
rý.rahacp
GQgGaastr fimsvf tir. ....
(rrtffyy tSagZSCSo ®Sr VhdOfsHÍDíShlL
■ y msasasameaar
iwwro
JíAsf 1f±j±
Valið fæðubótarefni ársins 2002 i Finntandi
Minnistöflur
Birkiaska
Umboðs- og söluaðili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
BETUSAN