Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2006, Blaðsíða 13
DV Fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2006 13
Nafnlausir netverjar Verða nú að
leita arwað en d Málefnin til að
dreifa úhróðri sinum.
geta annað en fagnað því að vefur-
inn sé allur. „Ég tel að níðingar af
ýmsu tagi hafi þarna látið gamminn
geisa, þetta var farvegur fyrir þá að
þjóna hvötum sínum. Fyrst ekki var
hægt að hemja dólgsháttinn er
virðingarvert af Stefáni að loka
þessu. Hverjar svo sem ástæðurnar
eru. Þetta er botnfallið af því sem
maður þekkir. Þarna var linkur inn
á síðu sem hafði að geyma póst
með einkamálum Jónínu. Varðar
þjóðaröryggi ef birta á slíkt. Algert
skilyrði er að einhver beri ábyrgð.
Full ástæða er fyrir lögregluna að
finna manninn sem setti upp þessa
sjóræningjasíðu. Sýna þjóðinni
hann og segja: Þetta er maðurinn
sem ber ábyrgðina. Ég vil sjá fram-
an í andlitið á kauða," segir Reynir.
„Refur" birtir tölvupósta
Jónínu
Sá kauði, sem Reynir nefnir svo,
tók sig til og stofnaði vef -
http://refur.blogsource.com/ - að
því er virðist gagngert til að birta
fræga pósta sem gengu einkum á
„Full ástæða er fyrir
lögregluna að finna
manninn sem setti
upp þessa sjóræn-
ingjasíðu. Sýna þjóð-
inni hann og segja:
Þetta er maðurinn
sem ber ábyrgðina."
milli Jóm'nu Benediktsdóttur og
Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra
Morgunblaðsins, en fleiri koma þar
við sögu. Fréttablaðið notaði þessa
pósta í frétt sem blaðið birti þar
sem fram kom að menn á borð við
Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta-
réttardómara og Kjartan Gunnars-
son auk Styrmis komu að mála-
rekstri á hendur Baugi þar sem
helsta vitni ákæruvaldsins er Jón
Gertdd Sullenberger. Var síðunni
kippt niður snarlega eftir að
Hróbjartur Jónatansson, lögmaður
Jónínu, kom fram í fjölmiðlum og
vildi meina að birting póstanna
varðaði við lög.
Á Málefnunum var uppi í 16
tíma hlekkur á vefsvæðið þar sem
póstarnir birtust og var það notandi
sem kallar sig „spittfire" sem setti
þann póst inn. Stefán Helgi eyddi
þeim pósti en allt kom fyrir ekki.
Samkvæmt heimildum DV mun
það hafa verið Jónína sjálf sem
hringdi í Stefán og setti honum
stólinn fyrir dyrnar. Jónína vildi
ekki tjá sig um málið við blaðið í
gær þegar eftir því var leitað.
Ábyrgur fyrir ærumeiðingum
Hróbjartur Jónatansson, lög-
maður Jónínu, segir að fyrir liggi
löggjöf um prentrétt og þar séu
ábyrgðarreglur skilgreindar. Og
þær gangi alltaf upp. Sá sem kemur
fram í fjölmiðlum undir nafni beri
ábyrgð, sé það nafnlaust eru það
ritstjórar, ábyrgðarmenn, útgefandi
og að endingu sá sem dreifir.
„Það má hugsanlega rýmka
lögskýringu. Það liggur ekki fyrir
ábyrgð á netbirtingum en á grund-
velli þessara grunnsjónarmiða er
ekki ólíklegt að felld sé ábyrgð á
einstakling sem heldur úti síðu sem
inniheldur viðstöðulaus brot gegn
ýmsum ákvæðum
hegningarlaga
hvað varðar
einkamál og
ærumeiðing-
ar,“ segir Hró- .
bjartur.
Dreifing-
araðili er
bótaskyldur
Almenn
ákvæði skaðabótalag-
anna kveða á um að
sá sem hafi með
ólögmæta mein
gerð gegn persónu
að gera, svo sem
með dreifingu
efnis, baki sér
bótaskyldu.
Þá segir
Hróbjartur lögreglurannsóknina á
því hver stendur að baki http://ref-
ur.blogsource.com/ í fullum gangi.
Það séu leiðir til að rekja IP-tölur
sem tengjast þeim tölvum sem not-
aðar eru. Og nú þegar liggja fyrir
afar forvitnilegar vísbendingar um
_ hver standi að baki ófrægingarher-
l ferðinni. En ekki sé tímabært að
lsvo stöddu máli að upplýsa um
| það.
jakob@dv.is
Jón Gerald og Jónína
Vegna hlekks sem setur
var á Málefnin inn á slðu
sem innihélt einkabréf
Jóninu hefur spjallsvæð-
tnu nu verið lokað.
MESTA URVAL
on LANDSINS
AF GLÆSILEGUM HJÓLHÝSUM. HAFÐU SAMBAND VIÐ RÁÐGJAFA OKKAR NÚNAI
Arnar Kristín
www.vihurverh.is
VIKUR
V * E * R * K
TANGARHÖFÐA 1 SÍMI 5 57 7 7 20