Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2006, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2006, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2006 Fréttir DV Ólöglegir starfsmenn Lögreglan á Akranesi hefur að undanförnu fylgst með atvinnuþátttöku út- lendinga á svæðinu og hef- ur það efirlit tekist vel ef marka má fréttir lögregl- unnar. Hún stöðvaði vinnu þriggja útlendinga í síðustu viku sem störfuðu hjá ótil- greindu fyrirtæki í bænum. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að atvinnuleyfi eins mannanna hafði verið afturkallað af Vinnumála- stofnun Ríkisins en leyfi hinna tveggja voru útrunn- in. Reif kjaft Lögreglunni á Akranesi barst kæra vegna líkams- árásar núna um helgina. Ungur maður, innan við tvítugt, er sagður hafa ráð- ist á mann sem sat í bfl á bflastæði í bænum og sleg- ið hann í andlitið. Félagi þess sem fyrir högginu varð reyndi að grípa inn í en uppskar kjaftshögg. Nokk- uð sá á félögunum en þegar lögregla bað árásarmann- inn um skýringu á árásinni sagði hann að sá sem varð fyrir högginu hefði verið að „rífa kjaft". Hvað liggur á? Verka- ‘ ... lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur.„Menn eru á fleygi- ferð þegarþeir eru að vinna í mörgu og þá liggur manni alltafá Guðmundur Ingi Kristinsson segir að yfirlæknir bæklunardeildar Landspítala - háskólasjúkrahúss, Yngvi Ólafsson. ætti að láta að störfum eftir að Persónuvernd úrskurðaði að Yngvi hefði gerst sekur um brot á lögum um persónuvernd. Yngvi fór í heimildarleysi í sjúkragögn Guðmundar þegar hann var að vinna álit fyrir tryggingafélag sem Guðmundur stóð í málaferlum við. Yfirlæknir braut lög um personuvernd Persónuvemd hefur úrskurðað að læknir á Landspítala - háskóla- sjúkrahúsi, Yngvi Ólafsson, hafi gerst sekur um brot á lögum um persónuvemd þegar hann fór í sjúkragögn Guðmundar Kristins- sonar í maí á síðasta ári. Guðmundur er afar ósáttur við vinnubrögð læknisins, segir hann hafa brotið trúnað og vill að Yngvi víkji. Auk þess að vera yfirlæknir á bæklunardeild LSH starfar Yngvi Ólafsson sjálfstætt. Meðal annars sem trúnaðarlæknir Vátryggingafé- lags íslands (VÍS). Það er álit Persónuvemdar að Yngvi hafi verið að vinna fyrir VÍS þegar hann fór í sjúkragögn Guð- mundar Inga Kristinssonar í maí á síðasta ári. Guðmundur stóð á sama tíma í málaferlum við VÍS vegna skaðabóta sem hann telur sig eiga rétt á frá félaginu vegna bflslyss sem hann lenti í árið 1999. VÍS neitaði að greiða og byggði álit sitt meðal ann- ars á niðurstöðum Yngva Ólafsson- ar. Upplýsingarnar sem Yngvi not- aði til að vinna álit sitt virðast hins vegar, miðað við úrskurð Persónu- verndar, hafa verið fengnar með ólögmætum hætti. Uppvís að ósannindum I fýrstu þvertók Yngvi fyrir að hafa skoðað sjúkraskrá Guðmundar. Persónuvernd fór þá fram á útskrift- ir úr tölvukerfi Landspítalans. í þeim kom skýrt fram að Yngvi hafði farið inn í sjúkraskrá Guðmundar á sama tíma og hann var að vinna álit sitt fyrir tryggingafélagið sem Guð- mundur átti í deilum við. Hefur brugðist öllu trausti Þessi úrskurður staðfestir það sem ég hef lengi sagt," segir Guð- „Yngvi misnotar gróf- lega aðstöðu sina sem yfirlæknir bæklunar- deildar." mundur IngiKristinsson sem ætlar lengra með málið, fliugar jafnvel málsókn. „Yngvi misnotar gróflega aðstöðu sína sem yfirlæknir bækl- unardeildar. Hann braust inn í sjúkraskrárnar mínar og stal upplýs- ingum. Yngvi hefur með þessu brugðist öllu trausti og ætti að víkja sem yfirlæknir." Áminningarvert brot Það er Jóhannes Gunnarsson, lækningaforstjóri Landspítala - há- skólasjúkrahúss, sem er ábyrgðar- maður sjúkragagna spítalans. Jó- hannes vildi ekki svara spurningum um málið í gær og vísaði þess í stað á Niels Nielsen aðstoðarlækninga- forstjóra. Niels sagðist ekki hafa séð úr- skurð Persónuverndar þegar DV hafði samband við hann í gær. Hann sagðist hins vegar ætla að fara yfir málið með Yngva hið fyrsta. Hann sagði að reyndist það rétt að Yngva hefði verið óheimilt að fara í sjúkra- skrár Guðmundar væri um áminn- ingarvert brot að ræða. Yngvi Ólafsson svar- aði ekki skilaboð- um í gær og því náðist ekki að fá viðbrögð hans við úrskurði Persónuverndar. andri@dv.is Yngvi Ólafsson Braust inn í sjúkragögn og notaði upplýsing- arnar l sérfræðiálit fyrir tryggingafélag. £ rir alU Barnaafmæli Bekkjafferðir Frábær skemmtun fyrir allan hópinn. Tilboðspakkar Keramik og pizza frá kr. 990 á mann. Keramik fyrir alla, sími S52 2882, Laugavegi 48b. Sjá lýsingu: www.keramik.is Akureyringurinn sem klæmdist í símann við börn yfirheyrður í vikunni Spurði hvort þau hefðu séð foreldrana í samförum Rannsóknarlögreglan á Akureyri tekur til yfirheyrslu nú í vikunni mann sem talinn er hafa staðið fyr- ir hringingum í börn og viðhaft klámfengið orðbragð við þau. Um er að ræða mann á fertugs- aldri sem virðist hafa hringt í börn á aldrinum tíu til þrettán ára og spurt þau klámfenginna spurn- inga. Foreldrar sex barna hafa kært þetta athæfi mannsins sem gekk út á að hringja af handahófi í börn og spyrja þau fyrst að því hvort þau væru ein heima. Þegar maðurinn var búinn að fá staðfest að börnin væru ein heima fór hann að spyrja þau um ósæmilega klámfengna hluti. Samkvæmt lögreglunni á Ak- ureyri spurði maðurinn börnin til dæmis: „Hefur þú séð mö®mu og pabba ríða?" og annarra spurninga í þessum dúr. Símafyrirtækin hafa unnið með lögreglunni við rannsókn málsins og hefur lögreglunni tekist að rekja símtölin til þessa ákveðna manns þrátt fyrir að hann hafi hringt úr farsíma með óskráðu númeri. Þau klámfengnu símtöl við börn sem tekist hefur að rekja til manns- ins eru frá því í desember og síðan virðist hann hafa byrjað aftur því nýjasta símtalið var 18. febrúar. Lögreglan á Akureyri telur sig hafa nægar sannanir til að ákæra mann- inn fljótlega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.