Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2006, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2006
Sport DV
McCarthyrekinn
Sunderland hefur
rekið knattspymustjór-
ann Mick McCarthy úr
starfi og þykir mörgum
furðulegt að það skuli
hafi verið gert nú, svo
löngu eftir að Ijóst varð
að Sunderland myndi
falla um deild í vor. Liðið
án stigum frá því að bjarga sér frá
falli. Segir talsmaður félagsins að
þessi ákvörðun hafi verið tekin
þar sem hún þótti henta hags-
munum beggja aðila. „Ég naut
hverrar mínútu," sagði McCarthy
er hann kvaddi félagið í gær.
Rauða spjaldi
Robben mótmælt
Chelsea hefur mót-
mælt formlega því
rauða spjaldi sem
Arjen Robben fékk
þegar hann var rekinn
af velli í leik Chelsea og
West Brom. um helgina.
fékk rautt hjá Mark Halsey, dóm-
ara leiksins, eftir tæklingu á Jon-
athan Greening í leik liðanna á
laugardaginn. Málið verður tekið
fyrir hjá enska knattspymusam-
bandinu í dag sem staðfesti í gær
að krafa þessi hefið komið ffá
Englandsmeisturunum.
Robben
er sext-
19.15 Valur-HK í DHL-
deildkvenna.
19.30 Barcelona-Chelsea
í meistaradeildinni á Sýn.
19.30 Juventus-Werder Bremen í meistaradield- inni á Sýn Extra.
19.30 Villarreal-Rangers í meistaradeildinni á Sýn Extra2.
20.00 Fram-Stjarnan í DHL-deild kvenna.
21.35 Meistaradeildar-
mörkin á Sýn.
Bjarni Guðjónson lék sinn fyrsta leik með Skagamönnum um helgina þegar Skaga-
menn unnu öruggan 4-0 sigur á Víkingum í deildabikarnum. Ólafur Þórðarson er
ánægður með sinn mann sem spilaði hinum megin á vellinum þegar hann lék síð-
ast með ÍA-liðinu fyrir tæpum níu árum.
U \j
uli
■J
smum fyrsta leik
Bjarni Guðjónsson er kominn til landsins og farinn að spila með
Skagamönnum í deildabikarnum. Spekingum hefur verið tíðrætt
um brotthvarf beggja miðvarða Skagamanna og sumir hafa
áhyggjur af vörninni í kjölfarið. Ólafur Þórðarson átti aftur á móti
í Bjarna ás upp í erminni fyrir leik liðsins gegn Víkingum en þá
lék Bjarni einmitt sinn fyrsta leik í búningi Skagans í tæp níu ár.
éjíjjsbujj Miðvörður í
Varnarleikurinn hafði ekki geng-
ið alltof vel í tveimur síðustu leikjum
Skagamanna í deildabikarnum en
þeir þurftu í þeim að sækja boltann
fimm sinnum í markið sitt. í hjarta
vamarinnar gegn Víkingum var
kominn Bjarni Guðjónsson og um
leið og liðið hélt áfram að skora og
halda hreinu, þá hélt Skagavörnin
hreinu og Bjarni sýndi og sannaði
fyrir þjálfaranum sem og öðrum
Skagamönnum að hann gæti verið
lausnin á títt nefndu vandamáli.
Ólafur Þórðarson var ánægður með
Bjarna í leiknum.
Mjög ánægður með Bjarna
„Hann gæti alveg verið lausnin á
þessari stöðu. Ég var mjög ánægður
með hann í þessum leik. Bjarni var
líka alveg fullkomlega sáttur við að
fá að reyna sig þarna og það er al-
veg ljóst að hann gefur okkur
ákveðna möguleika með því að geta
leyst þess stöðu svona vel. Við erum
ekkert búnir að gefa það upp á bát-
inn að finna okkur miðvörð en það
minnkar náttúrulega eitthvað þörf-
in á því ef að þetta gengur svona
vel,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálf-
ari ÍA, um þetta útspil sitt gegn Vík-
ingum.
Fá haus til að stjórna þeim
„Það er alveg ljóst að við höfum
orðið fyrir miklum missi að missa
tvo hafsenta sem hafa verið eitt
sterkasta hafsentaparið á landinu
síðustu árin. Við leysum það samt
einhvern veginn. Við erum með þrjá
stráka sem hafa verið að spila í ung-
lingalandsliðinu og geta leyst þessa
stöðu. Það var spurning um að fá
haus til þess að stjórna þeim og það
er það sem Bjarni er að gera og gerði
mjög vel í þessum Víkingsleik," segir
Ólafur en Skagamenn hafa þurft að
horfa á eftir þeim Gunnlaugi Jóns-
syni (til KR) og Reyni Leóssyni (til
Svíþjóðar).
Hafa þroskast vel
Síðast þegar þeir bræður Þórður
og Bjarni Guðjónssynir léku í ís-
lenska boltanum voru þeir fram-
herjar en það er líklegt að þeir verði
báðir mun aftar á vellinum í sumar.
„Bjami og Þórður eru leikmenn
sem hafa þroskast hægt og rólega
sem leikmenn og hafa þroskast vel.
Þeir hafa mikinn leikskilning og
geta skilað mörgum stöðum á vell-
inum.
Flestir íslenskir leikmenn upp-
lifa það þegar þeir fara utan að þá fá
þeir ekki alltaf að spila stöðuna sem
þá dreymdi um að spila. Hægt og
rólega læra þeir að spila aðrar stöð-
ur og fá þann leikskilning til að geta
skilað fleiri en einni stöðu á vellin-
um," segir Ólafur sem var með
Bjarna í vörninni og Þórð á miðj-
unni í sigurleiknum gegn Víking-
Lausnin fundin Bjarni Guðjónsson og Úlafur
Þórðarson sjást hér gleðjast yfír Islandsmeistaratitli
haustið 1996. Kannski fagna þeir aftur titli í septem
ber næstkomandi. DV-mynd Brynjar Gauti
velkominn Bjarni! BjarniGuð-
jónsson sést hér fá góðar viötökur
eftir að hafa unnið titilinn með
Skagamönnum 1996. Hver veit
nema einn affélögum hans I
Skagaliðinu sé í hópi stuðnings-
mannana á þessari skemmtilegu
mynd. DV-mynd Brynjar Gauti
Búum til mikið af færum
„Það er ánægjulegt að sjá strák-
ana skora svona mikið af mörkum.
Við erum að búa til mikið af færum
og klára mikið af þeim líka og það er
frábært," sagði Ólafur ennfremur en
Skagamenn hafa skorað 13 mörk í
fyrstu fjórum leikjum deildabikars-
ins. Þórður Guðjónsson á þó enn
eftir að komast á blað.
„Doddi hefur verið standa sig
ágætlega en hann er kannski að
vinna ákveðna vinnu sem margir
horfa ekki á. Hann á töluverðan þátt
í því að sóknarleikurinn er að ganga
svona vel," sagði Ólafur um Þórð en
næsti leikur Skagamanna er gegn
gegn KR í Egilshöllinni 18. mars.
ooj@dv.is
í vetur
Ný tæki - Betna verð!
suwDKiowe n -j nnn
i/.auu.-
/i n nnn
IFIMJEX IC.dUU.-
_____... ailt. fyrir kropoinn
HREYSTI
BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR
• Hurðir tíl á lager • Smíðað eftir máli
• Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir
GLÓFAXIHK
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
Hí ELLUR
G. Tómasson eht • Súóarvogl 6
com • sími: 577 6400 • www.hvellur.com
/ einum grænum • hveiiur@hvenur.com
Varúðarráðstafanir FIFA fyrir HM í Þýskalandi næsta sumar
Allir leikmenn á HM 2006
þurfa að fara í læknisskoðun
Féll á lyfjaprófi
í 1994 Steersta lyfja-
hneykslið Isögu HM til
þessa var þegar Diego
Maradona féll á lyfja■
| prófí á HM 1994Í
Bandarikjunum.
DV-mynd Nordic
Photos/Getty
Allir leikmenn á komandi
heimsmeistararamóti í knattspyrnu
næsta sumar þurfa að gangast und-
ir sérstaka læknisskoðun fyrir
keppnina. FIFA gaf þetta út í gær en
það sem verður leitað sérstaklega
að er hvort viðkomandi leikmenn
hafi hjartagalla. Aðalástæðan fyrir
þessu er hinn sorglegi atburður á
Álfukeppninni fyrir tæpum þremur
árum þegar Kamerúninn Marc
Vivien Foe lést í miðjum undanúr-
slitaleik Kamerún og Kólumbíu.
Foe var aðeins 28 ára og ekki tókst
að lífga hann við en leikurinn fór
fram í Lyon í Frakklandi. FIFA mun
einnig koma upp fullkominni að-
stöðu til endurlífgunar á öllum tólf
keppnisvöllunum en það þurfti að
fara með Foe alla leið á spítalann
áður en endurlífgun hans gat hafist
þennan örlagaríka dag, 26. júní
2003.
„Þetta er mikil framþróun og við
erum fyrsta alþjóðaíþróttasam-
bandið til að gera þetta. Við lítum
svo á að við séum að gefa tóninn
fyrir framtíðina," sagði Jiri Dovak
yfirmaður heilbrigðismála hjá FIFA.
Auk þess að allir leikmenn sem
koma til með að taka þátt í HM í
Þýsklandi þurfa að fara í fyrrnefnda
læknisskoðun þurfa læknar allra
liðanna 32 að skrifa undir sérstök
skjöl sem lúta að reglum og starfs-
háttum þeirra fyrir og á meðan
keppninni stendur.
Að minnsta kosti fjórir leikmenn
úr hverju liðið verða síðan teknir án
viðvörunar í lyfjapróf meðan á mót-
inu stendur og þá munu læknar
FIFA einnig gera lyfjapróf í vináttu-
landsleikjum sem verða spilaðir í
apríl og maí.
Stærsta lyfjahneykslið í sögu HM
til þessa var þegar Diego Maradona
féll á lyfjaprófi á HM 1994 í Banda-
ríkjunum en hann hafði eins og
kunnugt er leitt Argentínu til
heimsmeistaratitilsins 1986 og í úr-
slitaleikinn fjórum árum síðar.