Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2006, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2006, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2006 DV Fréttir Bergljót Davíðsdóttir skrifarum dýrin sln og annarra á IDV. Ræktandinn sýndi sigurvegarann Eins og fram kemur í viðtali við Gunni Sif Sigurgeirsdóttur eiganda Eldingar sem stóð uppi sem sigurvegari á sýningunni um helgina, voru ræktendur Eldingar frá Noregi sem hér voru stödd afar hrifin af sýningunni. Annað þeirra, Kristin Hoff lét sér ekki einungis nægja að vera viðstödd, heldur sýndi hún Eldingu með miklum glæsibrag. Þeir sem þekkja til vita að það skiptir miklu máli hvernig hundur er sýndur en ekki er nóg að sýna fallegan hund ef það er ekki vel gert. Venst kuldanum Herkúles er langhundur sem var fluttur inn til íslands frá Spáni. Á meðan á ein- angruninni í Hrísey stóð þurfti að hækka hitastigið inni í búri Herkúlesar því hann skalf úr kulda enda Spánverji og óvanur kuldanum á íslandi. Núna er Herkúles búinn að vera á íslandi í þrjú ár og skelfur ekki lengur úr kulda. Hann er hættur að lyfta fótunum ótt og trtt þegar hann gekk á frosinni jörð eins og hann gerði fyrsta árið á íslandi. Herkúlesi líkar dvölin á íslandi vel og ætlar aldrei að snúa aftur til Spánar. ttíSBasíxs. GaaGQasír fiocsr sskn Exstet, sSsaxa, e®caE© ©tæsaaMJBsst ^^jscasaía. gjaasissajoecaa <sm saaaassaa&sasBs Mjóhundum fjölgar Mjóhundar sem hafa keppt í grúppu 10 hafa ekki verið fjöl- mennir á sýningum hér á landi en á því er að verða ánægjuieg breyt- ing. Hér eru aðeins hundar Gunn- ar SiQar, tveir ítalskir Greyhound sem nýlega hafa numið land en hafa ekki enn verið sýndir og þrír Afganhundar. Röskva, írskur úlf- hundur, sem nokkru sinnum hefur verið sýndur dó í byrjun árs en eig- andi hans Sigurlaug Hauksdóttir bíður þess nú að fá rakkann Garm af sama kyni úr einangrun í Hrís- ey. Ljóst er að allir þessir hundar eiga eftir að láta að sér kveða á sýningum enda skemmtilegir. Yfir 180 Cavalier- hundar Cavalier King Charles-hundar, minnstu hundar í heimi, Chihu- ahua og þjóðhundurinn sjálfur ís- lendingurinn eru greinilega þeir hundar sem flestum geðjast að ef marka má íjölda þeirra sem k sýndir eru á hundasýning- v um. Á sýningunni um helg- v ina var Cavalierinn fjöl- mennastur en yflr 180 hundar allt , frá litlum hvolp- >| • um upp í öld- unga voru sýndir. Liðlega 40 Chihu- ahua-hundar : voru sýndir og ' 38 íslenskir ' hundar. % m. Það var mikil stemning og mikið Qör á alþjóðlegri hundasýningu Hundaræktar- félags íslands um helgina. Þar voru sýndir margir glæsilegir hundar og hart var barist um verðlaunasæti. Fjölmenn hundasýning og mikið Qör. Glæsilegustu Mar landsins Það var mikil spenna og góð stemning á alþjóðlegri hundasýningu Hundaræktarfélags Islands, sem fram fór í Reiðhöllinni í Víðidal um helgina. Það var í annað sinn sem sýning fé- lagsins er haldin í Víðidal og ljóst að það breytir miklu fyrir alla sem að koma. Hrein unun að fylgjast með Áhorfendur voru fjölmargir, ailt frá upphafi til loka. Frá því snemma á laugardagsmorgun var bekkurinn þéttsetinn og svo virtist sem áhorf- endur sætu kyrrir meira eða minna allan daginn og fylgdust með af áhuga. Enda aðstaðan miklu betri en í litlu höllinni í Kópavogi þar sem sýnt hefur verið fram að þessu. Sýndir voru yfir sex hundruð hundar af yfir 60 tegundum en með hverri sýningu bætast nýjar tegundir í hópinn. Margir glæsilegir hundar glöddu augu áhorfenda en hrein untrn er að horfa á fallegan og vel sýndan hund sem er í góðu sambandi við eiganda sinn. Með hverri sýningu sem haldin er fer sýnendum og hund- um fram og sérstaklega ánægjulegt var að fylgjast með ungum sýnendum sem sjaldan hafa verið fleiri. í gegnum nálaraugað Það er langur vegur frá því að etja kappi við eigin tegund og að því að komast í tíu hunda úrslit og á verð- launapall. í gegnum það nálarauga fóru fjórir hundar en auk Eldingar sem bar sigur úr býtum stóðu með pálmann í höndunum, labradortíkin Foxrush Gabriella sem var í öðru sæti. Eigendur hennar eru þær Jóninna Hjartardóttir og Guðrún Bentsdóttir. í þriðja sæti var Border Terrier-tík sem heitir því skemmtilega nafni, Sturl- unga Kolfinna hin víðförla. Hún er rétt rúmlega eins ár og keppti í ung- liðaflokki en Whippet-tíkin Elding er einnig innan við tveggja ára og keppti í unghundaflokki. Nokkuð sérstakt að tveir af fjórum efstu hundum skuli ekki enn hafa náð aldri til að keppa í opnum flokki. Mikil gróska og björt framtíð í fjórða sæti var síðan Pug -rakk- inn, ISCH Pugwamps Hotdog í eigu Birnu Sveinbjörnsdóttur. Allir þessir hundar voru meira en verð- ugir fulltrúar sinnar tegundar og á hæla þeirra voru ekki síðri hundar, þó ekki stigu þeir á pall á þessari sýningu. Mikil stemning ríkti í úr- slitakeppninni, pallarnir fullir af fólki sem klappaði hundum og eig- endum þeirra lof í lófa. Ljóst er að hundar eru í auknum mæli að grípa hug manna og þegar íslendingar taka við sér, gera þeir það svo um munar. Gróskan er mikil og fram- tíðin er björt og verður gaman að fylgjast með í framtíðinni. Whippet-tíkin Arwen sem eigandinn kallar Eldingu var valin best allra hunda á hundasýningu HRFÍ Fullkomin tík „Tilfinningin er æðisleg, ekki síst fyrir það að það voru svo margir frá- bærir hundar sem við Elding öttum kappi við," segir Gunnur Sif Sigur- geirsdóttir eigandi Eldingar en hún var ekki að upplifa þessa einstöku tilfinningu að bera sigur úr býtum á hundasýningu í fyrsta sinn því þær Elding unnu einnig verðlaun á sýn- ingunni í júní á síðasta ári. Sigur með sérstakt gildi Gunnur bætir við að sigurinn nú hafi haft sérstakt gildi fyrir sig, því ræktendur Eldingar frá Noregi hafi verið viðstaddir sýninguna og glaðst ákaflega. Þau segja fullum fetum að Eld- ing sé fallegasti hundur sem þau hafi nokkru sinni ræktað og eru þeir ófáir þeir fallegu hundar sem koma frá þeim. Sjálf er ég ekki í vafa um að Elding sé falleg; hún nær því hreinlega að vera fullkomin tík,"segir Gunnur Sif og hlær. Elding er enn unghundur, ekki orðin tveggja ára og á þegar að baki að vera „Best in Show" í tvígang sem er einstakt af svo ungum hundi og hefur að öllum lflcindum ekki gerst áður á sýningu hér. Veðhlaupahestar fátæka mannsins Gunnur býr í Neskaupstað og þar er þægilegt að vera með hunda eins og Whippet sem eru miklir hlaupagikkir. Voru á árum áður stundum nefndir: veðhlaupahestar fátæka mannsins. Þeir elska að hlaupa, helst nokkrir saman til að geta att kappi hvor við annan. Æðisleg tilfinning Með þeim orð- um lýsti eigandi sigurvegara keppninnar sigrinum. „Ég þarf ekki annað en rétt að stíga út um dyrnar heima hjá mér, en þá er ég komin upp í íjall þar sem ég get sleppt þeim lausum. Og við notum tækifærið og gerum það oft, enda er ég sjálf svo mikill göngugarpur að ég hef gaman af að skokka með," segir Gunnur Sif en bætir við að það sé ekki síður þægi- legt að vera með Whippetinn í borg, svo lengi sem aðstæður leyfi að hægt sé að fara með þá á frítt svæði og hættulaust. Gunnur á nokkra hunda og þar á meðal tík sem þegar hefur gefið af sér afkvæmi. Whippetinn hefur því þegar fest sig í sessi hér á landi en hundar sem tiiheyra grúppu 10 hafa ekki verið fjölmennir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.