Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2006, Blaðsíða 29
Menning DV
ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2006 29
Auglýst eftir styrkþegum
Lista- og menningarráð Kópa-
vogs hefur auglýst eftir umsóknum
um styrki til verkefna/viðburða á
sviði menningar og lista í Kópavogi.
Kemur fram að bæði einstak-
lingar, félagasamtök og stofnanir
geta sótt um styrki úr sjóðnum, en
Lista- og menningarráðið veitir
styrki til menningarstarfs í Kópa-
vogi tvisvar á ári, í október og apríl.
Á heimasíðu Kópavogsbæjar
kemur fram að ekkert þak er á þeim
styrkjum sem listamenn geta sótt
um - en Lista- og menningarráðið
ákveður ekki fyrirfram hversu miklu
það veitir úr sjóðum sínum. Því er
um að gera að búa um-
sóknir vel úr garði.
Umsóknareyðublöð fást á skrif-
stofu Tómstunda- og menningar-
sviðs, Fannborg 2, 2. hæð. Eyðu-
blöðunum ásamt fylgiskjölum skal
skilað fyrir 3. apríl.
Kópavogsbær
Lista- og menn-
ingarráðið gerir
vel við listamenn.
Leonard Bernstein Lærisveinn hans
\ mun stjórna Sinfóníuhljómsveit Islands I
'■ næstu viku.
Á laugardagskvöldið var frumsýnt í Hafnarfirði leikritið Viðtalið eftir þær Lailu
Margréti Arnþórsdóttur og Margréti Pétursdóttur Hér er um afar sérstæða sýn-
ingu að ræða þar sem töluð eru tvö tungumál í einu á sviðinu. Táknmálið er hér
jafnvígt íslenskunni enda fjallar þessi sýning um baráttu heyrnarlausrar stúlku
og þar með allra heyrnarlausra fyrir því að geta fengið að tala sitt mál.
Hunljúl sýninn í HMiröi
Ádöfínni
hjá Sinfó
Þó furðulegt megi virðast var
því þannig háttað hér hjá okkur
að táknmál var bannað fram til
1980. Það var ekki kennt í skóla
heyrnarskertra heldur var stefnan
að allir ættu að geta lesið af vör-
um og lært að tala. Þessi stefna
átti sér vafalítið rætur í einhverj-
um stórkostlegum vísindalegum
rannsóknum en því miður varð
þetta eins konar einangrunar-
stefna, þar sem fjöldi manns var
aftengdur frá þeim menningar-
heimi sem við hin lifum í.
Þetta er falleg sýning í alís-
lenskri umgjörð, það er leik-
myndin er eins og maður stökkvi
inn á íslenskt heimili í sjávar-
plássi fyrir þrjátíu árum. Móðir og
dóttir eru í raun að tala saman af
einhverju viti í fyrsta sinn. Móðir-
in er heyrandi, dóttirin er alveg
heyrnarlaus. Af hreinni tilviljun
er táknmálstúlkur staddur hjá
dótturinni, þar sem von er á
blaðamanni til þess að spjalla við
hana nýkomna heim frá Banda-
ríkjunum þar sem hún er búin í
námi og farin að leika í
Hollywood. Soffía Jakobsdóttir
leikur hina heyrandi móður og
Elsa Guðbjörg Björnsdóttir hina
heyrnarlausu dóttur. Svipbrigði
og tjáning Elsu Guðbjargar var
hrífandi.
Viðtalið
eftir Lailu Margréti Arnþórs-
dóttur og Margréti Pétursdóttur
Tónlist: Pétur Grétarsson
Hljóðfæraleikarar: Eyjólfur B.
Alfreðsson og Frank Aarnink
Leikmynd og búningar: Helga
Rún Pálsdóttir
Ljósahönnun: Garðar Borg-
þórsson
Myndvinnsla: Jóhannes
Tryggvason
Leikarar: Soffia Jakobsdóttir,
Berglind Stefánsdóttir, Elsa
Guðbjörg Björnsdóttir, Tinna
Hrafnsdóttir og Árný Guð-
mundsdóttir
Frumsýning 4. mars.
Leiklist
Skondin móðir með sektar-
kennd
Móðirin ku hafa gert eins og vel
og henni var unnt en það var samt
ekki rétt. Það er ekki rétt að skilja lít-
ið fjögurra ára barn eftir í heyrn-
leysingjaskóla og læðast út án þess
að bamið hafi hugmynd um það
hvers vegna því var komið þangað.
Soffía málar hér upp nokkuð
skondna mynd af íslenskri vel
I Ur sýningu á Viðtalinu I
I „Falleg sýning f alíslenskri \
J umgjörð/' segir Elísabet
Brekkan f umfjöllun sinni.
m
:§
meinandi millistéttarkonu, sem á
vissan hátt er að springa af sektar-
kennd um leið og hún hlustar helst
og mest og best á sína eigin rödd en
ekki annarra.
Soffr'a sýndi hér eins og svo oft
áður að kómíkin er hennar sterka
hlið. Milli þess sem við sjáum og
heyrum þær mæðgur er samtalið
brotið upp og til hliðanna birtist
okkur annars vegar móðirin í tveim-
ur spegilmyndum, það er önnur
talandi íslensku og hin talandi tákn-
mál. Hin móðirin í sýningunni var
túlkuð af Berglindi Stefánsdóttur og
gerði hún það vel og á vissan hátt
lyftu þær fram karakter hvor ann-
arrar. Spegilpersóna dótturinnar
var
í höndum Tinnu Hrafnsdóttur sem
geislaði í kapp við Elsu Guðbjörgu
en báðar hafa þær notalega, ein-
læga og fallega nærveru.
Leikgerðin hjá Margrétunum
tveimur er eins og fræðslu verður
best komið til skila í aðgengilegan
búningi.
Áður en sýningin hófst hélt full-
orðin heyrnarlaus kona tölu sem
túlkuð var af táknmálstúlki. Það má
eiginlega segja að þetta hafi verið
hennar saga sem svo var sögð á
sviðinu. Vonandi fær þessi leikhóp-
ur tækifæri til þess að sýna þessa
fallegu, mannbætandi og sniðugu
leiksýningu um allt land.
Ellsabet Brekkan
Kassinn, nýr leiksalur í Þjóðleikhúsinu, var tekinn í notkun á laugardagskvöld
Æfingasalur tekinn til sýninga
Breytingar á gamla æfingasaln-
um eru kostaðar af Landsbanka ís-
lands sem leggur til fé næstu sex
árin til að koma salnum og nálæg-
um vistarverum í húsinu í boðlegt
ásigkomulag fyrir leikhúsfólk og
leikhúsgesti.
Iþróttahús Jóns Þorsteinssonar
sem hýsir Kassann og áður Litla
svið Þjóðleikhússins var reist í
kreppunni og varð sjötíu ára í
fyrra. Lóðina hafði Jón Þorsteins-
son íþróttakennari keypt af
Kvennaheimilinu við Hallveigar-
staði, samtökum kvenna sem vildu
reisa kvennahús í Reykjavík löngu
fyrir daga kvennalista. Þeirra hús
reis á endanum við Túngötu.
Jón var brautryðjandi í íþrótta-
kennslu, sprottinn upp úr Ung-
mennafélagshreyfingunni. í húsi
hans var margskonar starfsemi.
Róbert Arnfinnsson sagði við
undirritaðan á opnuninni að hann
hefði verið þar í leikfimi. Ármann
var þar með æfingasal og Jón
sinnti þar líkamsþjálfun sem nú til
dags kallast iðju- og sjúkraþjálfun
fram yfir 1970.
Þar var Listdansskóli Þjóðleik-
hússins með aðsetur um hríð og
er húsið var afhent Þjóðleikhúsinu
voru raddir háværar um að taka
efri salinn og breyta honum í leik-
sal en raunin varð sú að neðri sal-
ur hússins varð að Litla sviðinu.
Salurinn tekur tvö hundruð
gesti í sæti í breytilegu rými. Enn
er unnið að lausnum á fata-
geymslum og búningsklefum, en
komin er upp veitingaaðstaða í
fordyri. Mun stuðningur Lands-
bankans tryggja áframhaldandi
endurbætur á húsnæðinu.
pbb@dv.is
tm
Það er margt á döfinni hjá Sin-
fóníuhljómsveit íslands í mars-
mánuði. Ef frá eru taldir afmælis-
tónleikar Jóns Nordal á fimmtu-
daginn, sem sagt er frá annars
staðar á síðunni, þá verður til að
mynda hljómsveitarstjórinn David
Charles Abell í aðalhlutverki hjá
hljómsveitinni í næstu viku. Abell
hefur einna helst getið sér gott orð
sem stjómandi bandarískra verka,
ekki síst verka læriföður síns, sjálfs
Leonards Bernstein, en í þetta sinn
sýnir hann á sér aðra hlið og
stjórnar tveimur frönskum verkum
ásamt 3. sinfómu Coplands. Það er
píanistinn Stepehn Hough sem
leikur píanókonsert nr. 4 eftir
Camille Saint-Saens.
Rumon Gamba heldur áfram á
ferðalagi sínu um tónheim Dfmítrí
Sjostakovitsj og þann 23. mars
verður dagskráin eingöngu helguð
hans verkum. Þriggja rétta Sjosta-
kovitsj, tvær sinfóníur og einn pí-
anókonsert leikinn af Peter
Jablonski.
Á síðustu tónleikum mánaðar-
ins er svo komið að sænska
básúnuleikaranum Christian Lind-
berg. Hann verður að þessu sinni í
hlutverki hljómsveitarstjórans en
með honum í för verður norski
trompetleikarinn Ole Edvard Ant-
onsen. Á efnisskránni em verk eftir
Jan Sandstöm, Christian Lindberg
og önnu S. Þorvaldsdóttur.
Sjálfsmynd
íslendinga
í hádeginu f dag heldur Sum-
arliði ísleifsson sagnfræðingur er-
indi í hádegisfundaröð Sagnfræð-
ingafélags lslands sem ber yfir-
skriftina: Hvað er útrás?
Erindi Sumarliða heitir Útrás
og ímyndir og í því mun hann
velta fyrir sér spurningum um
þjóðareðli og þjóðarímyndir.
Umfjöllunin mun einkum miðast
við ísland og f tengslum við efnið
verður drepið á hvernig hug-
myndir um íslendinga og sjálfs-
myndir þeirra hafa þróast. Em
þær ef tU vill svipaðar við upphaf
21. aldar og fyrir 100-200 ámm
eða em þær gerólíkar? Og hvernig
tengjast þessar hugmyndir um
þjóðareðli íslendinga sambandi
landsmanna við umheiminn
ogútrás á ýmsum sviðum?
Sumarliði R. ísleifsson er sagn-
fræðingur að mennt. Hann hefur
ritað nokkrar bækur og greinar
um ímyndir og ímyndafræði,
stjórnmálasögu og hagsögu.
Hann starfar í ReykjavíkurAka-
demíunni.
Hádegisfundurinn verður að
venju í Þjóðminjasaftii íslands, kl.
12:10 til 13.
Aðgangur
erókeypis
og öllum
heimill.
Við opnunarathöfn í Kassanum Sjö leikarar hlutu sérstök heiðursverðlaun, en öll
tóku þau þátt í opnunarsýningum Þjóðleikhússins 1950.
Sumarliði fsleifsson sagnfræðingur
j Munveltafyrirsérspurningumumþjóðar- j A
j eðli og þjóðarímyndir.