Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2006, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2006, Blaðsíða 23
IXV Lífsstíll ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2006 23 Sjálfstæður og þrjóskur Guðmundur E. Stephensen erfæddur 29.06.1982 Lifstala Guðmundar er 1 Ufstala er reiknuö út frá fæö- ingardegi. Hún tekur til eigin- leika sem eiga öðru fremur að móta líf viðkomandi. Eiginleikar sem tengjast þessari tölu eru: Frumkvæði, forsvar, sjálfstæði og árangur - hættir til þrjósku og það eitt heldur honum við efnið og að standa sig I sportinu. Árstala hans fyrir árið 2006 er 7 Árstala Guðmundar er reiknuð út frá fæðingardegi og þvl ári sem við erum stödd á. Hún á að gefa vísbendingar um þau tækifæri og hindranirsem árið færir okkur. Rlkjandi þættir I sjöunni eru: Ufsskoðun og skilningur. Einnig segirsjöan að þessi drengur gerirýmislegt fyrir aðra af hreinni góömennsku. Hann skynjar til fulls hvað undirmeðvitund hans ráð- leggur honum árið framundan. Óvæntir hlutir birtast sköpun og frelsi Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistarmaður er 53 ára (dag 7. mars Þegar stjörnukort listamannsins er skoðað kemur skýrt fram að óvæntir hlutir koma fram á sjónar- sviðið þegar hjarta hans er skoðað með komu vorsins þar sem umhyggja og djúpur fögnuður hans eigin anda verða nánast áþreifanleg af hans hálfu. Hrein sköpun og frelsi bíða hans því hann hefur væntanlega ákveðið innra með sér að upplifa af frjálsum vilja töfra tilveru sinnar. J.Lo-útlitið „4//ur glamúr kemur lika sterkur inn og þá eru Ijósir litiráberandi vin- I sælir. J.Lo-útlitið eins og við köllum það. Stjörnuspá „Það var virkilega gaman," svarar Þórunn Gunnarsdóttir, yf- irkona snyrtivara í Hagkaupum, aðspurð um stemninguna sem ríkti þegar ilmur Robertos Cavalli var kynntur um helgina. „Ilmur- inn er mjög góður. Cavalli er ekki þannig stórt nafn á fslandi en ef fólk fylgist með verðlaunaaf- hendingum eins og Óskarnum á sunnudag, þá er alltaf ein og ein stórstjarna í Cavalli-kjól." Gull, bleikur og brons „Það er rosalega mikið um bleika litinn og þennan gráa líka," svarar Þórunn er Lífsstíll forvitnast um vinsælu litina í förðunarvörum í ár og heldur áfram að útlista fyrir Lífsstll hvað íslenska kvenþjóðin vill: „Skemmtilegir litir eins og gyllt- ur, sem er vinsæll um þessar mund- ir, en hann hefur ekki verið mildð inni imdanfarið. Hann er vinsæll núna. Svo er bronslúkkið áberandi líka og þá aðallega í augnskuggum. Það á við í kinnalitum, stardusti, eyeliner og varalitum. J.Lo-lúkkið, glamúr og gleði „Allur glamúr kemur líka sterkur inn og þá eru ljósir litir áberandi vinsælir. J.Lo-útlitið eins og við köllum það," segir hún og hlær og útskýrir að J.Lo- litirnir séu ljósir litir og glossin líka. Mikið „shine" og það er skemmtilegt að segja frá því að nánast allt er leyfilegt þegar kem- ur að förðunarvörum í dag. Kinnalitirnir og sólarpúðrið eru mest áberandi. Bronsútlitið legg- ur áherslu á ferskleikann," segir hún og bætir við að íslenskar konur kaupi nánast allt. Ekkert eitt standi sérstaklega upp úr í innkaupum. „Þær eru meðvitað- ar um útlit sitt og þá ekki síður kremin þegar kemur að húðum- hirðu." mmBmmmmmmmmamam MmmiHMmiiWMmm ■imiiiiibiíbmiiií Hugum vel að krullunum IJNv, Helena Hólm hárgreiðslumeistari Vortískan býður upp á fallega liðað I eða viilt hár Háriö Sumirhverjir sem eru með liðað hár hafa ekki tileinkað sérað hugavel að þvi og leyfa krullunum að njóta sln og slétta jafnvel hárið daglega. Gott er að prófa að hafa það liðað því það kemur á óvart efhárið er rétt höndlað. Efþú ert meðal þeirra sem hafa liði og finnst hárið alltafvera úfið eða ekki njóta sín eru hér nokkur góð ráð sem gætu komið að gagni. Fíngert hár Veldu sjampó og næringu fyrir flngert hár. Notaðu næringu sem ekki þyngir hárið og settu froðu eða mjúkt gel í það. Greiddu siðan í gegnum hárið með fíngrunum og leyfðu því að þorna náttúrurlega. Alls ekki blása það. Um að gera að setja fíngurna annað slagið igegnum hárið meðan það þornar og kreista það milli fingranna. Ráð- legt er að setja siðan smá vax llófann og kreista endana létt. Ekki greiða það. Siðan er tilvalið að spreyja léttu glanslakki svo liðirnir haldistyfir daginn. Gróft hár Þvoðu hárið og settu góða djúpnæringu i það. Notaðu siðan næringu eða krem sem ráðlegt er að skilja eftir ihárinu sem veitir góðan raka. Notaðu frekar mikið I endana. Einnig er gott að setja„glase"eða„pomade vax“og greiða i gegnum það með grófri greiðu. Um að gera að nota síðan blásara og þá vægan blástur. Haltu blásaranum svolítið frá hárinu svo það verði ekki úfið. Fituvax er einnig æskilegt fyir gróft hár því það gefurþví fallegan gljáa. Sumar konur nota rúllur og þá er um að gera að skoða úrvalið i búðunum og biðja um ráðleggingar. Samhliða rúllunum er ráðlegt að nota létta froðu eða efni sem kllstrar ekki hárið áður en rúllurnar eru settar i. Eftir að froðan er sett í hárið eru rúllurnar settari hálfþurrt hárið. Hárlakki siðan spreyjaö yfir. Æfingin skapar meistar- ann. Kær kveðja, Helena Hólm hárgreiðslumeistari. Mnsbemn (20. jan.-18.febr.) Þroski, áræðni, dugnaður, sjálf- ! stæði og ekki síður reynsla þín kemur hér fram. Stöðuhækkun sem tengist starfi eða nýtt starf kann að vera framundan hjá þér ef marka má vatnsberann. Fiskarnir (19. febr.-20. mars) Ákveddu þig hvert þú ætlar þér; og hvernig þú kýst að nýta vitsmuni þína og tíma. Þú virðist vita hvert þú ætlar þér í lífinu og hvernig markmiðum skal náð og ekki síst hvar tækifærin liggja. Metn- aður, drifkraftur sem sjaldan sést, og eiginleiki og vilji til að ganga ófarinn veg býr greinilega innra með þér. Hrúturinn (21.mars-19.aprn) Heiðarleiki og hlýja einkennir hrútinn þegar kemur að fólkinu sem hann elskar. Oft á tíðum er hann ekki í sambandi við eigin tilfinningar þegar kemur að sjálfinu. NaUtÍð (20. aprd-20. mal) -----------—---------------------- | Nautið er orkumikið um þessar mundir. Sjálfsöryggi, skipulag og agi einkennir þig að sama skapi. Þú munt vafalaust virkja drauma þína samhliða gjörðum þínum fyrir lok mars mánaðar. Tvíburarnirp; . maí-21.júnl) Um þessar mundir stendur þú jafnvel í sporum þar sem þú ættir að huga vel að jafnvægi þínu (andlegt og líkamlegt). Finndu takt þinn ef upp kemur verkefni sem krefst vitsmuna þinna og aðhalds af þinni hálfu. Krabbinnf22.;ún/-27.;ú/fl Samviskusamlega gefur þú þig alfarið í verkefni sem tengist þér faglega og uppfýllir þar með kröfur annarra og á sama tíma eigin líðan. Við- urkenning fyrir vel unnið starftengist stjörnu þinni. Almenn vellíðan er svarið svo sannarlega. LjOníð (21.JÚIÍ-22. ágúst) Þú átt þér stóra drauma og ert jákvæð manneskja sem er góður kostur. Orkustöðvar þínar eru öflugar og óskir þínar eru sannarlega raunhæfar. Sólin segir ekki aðeins til um velgengni þína heldur lætur drauma þína verða að | veruleika. Meyjan (21 ágúst-22. septj 9 Þér er ráðlagt að hugsa þig tvisvar um varðandi félagsskap nokkurn sem þú kynntist nýverið. Ef þú hefur það á tilfinningunni að vandamál tengt honum eyðileggi fýrir þér á einhvern hátt ættir þú að hörfa burt sem allra fyrst. Vogin (23.sept.-23.okt.) Þegar sannleikurinn er talaður Ijómar hann og glitrar fallega. Þú hefur gefið umhverfi þínu skýlaus skilaboð og ert að sama skapi frjáls frá vantrausti og takmörkunum. Heilindi einkenna þig svo sannarlega. Þú ert á réttri leið. Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0v.) I I undirmeðvitund þinni elur þú af þér sjálfvirkt viðbragða- mynstur til að að forðast vissa hluti og verða viðbrögðin þá jafnvel að vana hjá þér. Bogmaðurinn (22.n6v.-21.desj Valið er eflaust erfitt fyrir þig þessa stundina. Eftir að þú hefur ákveð- ið þig er ekki aftur snúið því líf þitt mun taka miklum stakkaskiptum. Hér birtast vegamót sem þú ert um það bil að ganga í gegnum og ættir að ákveða i hvaða leið þú kýst að velja. Steingeitin (22.des.-19.jan.) Sköpun, gleði, allsnægtir og fullnægja birtist. Þú nýtur blessunar og mættir vera meðvitaðri um það. SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.