Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2006, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2006, Blaðsíða 27
0V Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2006 27 Lesendur Úr bloggheimum Framsóknarröddin „Pistillinn heitir framsóknarröddin, og er tilefni hans við- taláNFSvið Magnús Stefáns- son formann fjárlaganefndar - þennan sem sagði í viðtali hjá mér að þeir i nefndinni færu bara eftirþví sem ríkisstjórnin segði þeim að gera. Hann er farinn að hljóma alveg eins og Halldór Ásgrímsson. Magnað - það fara ekki margir Iskóna hans Halldórs, nema kannski Pálmi Gests- son en hann hefur líka sitt viðurværi afþvi að herma eftir fólki. Magnús hefur s.s. farið í framsóknarmaskín- una, skrúfað sig niður, ekki það að hann hafi verið að kafna úr hress- leika fyrir, orðinn svona hálfdaufur og rétt mjakar útúr sér orðunum. Veit ekki hvað mér á að finnast. Held að framsögnin sé ekki ein afstóru kostunum í fari hæstvirts forsætis- ráðherra. Misjafn er manna smekk- ur." Helga Vala Helgadóttir - helgavala.hexia.net/ Ekki sama smekk á karlmenn „Það eru yfir þrjátiu manns búnir að koma inn á bloggið mitt bara núna eftir kvöldmat í leit að Jónínu Ben. Bara afþví að ég minntist rétt á hana í einni færslu í haust. Mikið ver- ið að leita á netinu í kvöld, einhverja langar greinilega til að sjá þessa frægu tölvupósta. Við Jónína erum annars jafnöldrur (held að hún sé sex dögum yngri),báðar að norðan, vorum í tengsl- um við sömu trúarhreyfingu á unglingsárum og höfum svipaðan fatasmekk (græna undrið sem Jón- ína klæddist í Kastljósinu í haust var akkúrat minn stíll). En við höfum ekki sama smekk á karlmenn." Nanna Rögnvaidsdóttir - nannar.blogspot.com Stanley Kubrick allur Á þessum degi árið 1999 lést bandaríski kvikmyndagerðarmaður- inn Stanley Kubrick að heimili sínu í Hertfordsskíri í Englandi. Hann var þá sjötugur að aldri og hafði markað djúp spor í sögu kvikmyndanna með sín- um þrettán kvikmyndum í fullri lengd. Hann fæddist árið 1928 og fékk áhuga á ljósmyndun í menntaskóla. Það leiddi til þess að hann fékk vinnu á hinu virta tímariti Life aðeins 17 ára gamall. Ljósmyndaverkefni um hnefaleika veitti honum innblástur til að gera stutta heimildarmynd um hnefaleika sem hét The Day of the Fight árið 1951. Tveimur árum síðar gerði hann sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd um stríðsrekstur og hét Fear and Desire. Hún vakti litla at- hygli, en gagnrýnendur voru á einu máli um leikstjómarhæfileika Kubricks. Árið 1960 tók hann við leikstjóm og kvikmyndatöku stórmyndarinnar Spartacus með Kirk Douglas í aðal- hlutverki. Sú mynd kom honum íyrir alvöru á kortið og vann til femra ósk- arsverðlauna, þar á meðal fyrir bestu kvikmyndatöku. Nákvæmni Kubricks við gerð myndarinnar olli töluverðri Stanley Kubrick Lést fyrirsjö árum. úlfúð leikara og annarra sem að myndinni komu. Eftir gerð Spartacus flutti Kubrick til Englands þar sem hann á næstu árum gerði myndimar Lolita og Dr. Strangelove, sem var einnig tilnefnd til fjölda óskarsverð- Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. Hálfvitar Það er merkilegt hvað fólk getur verið ótillitssamt í umferðinni. Þá er ég ekki endilega að tala um þá sem gefa ekki stefhuljós eða gefa öðmm ökumönnum „sjens" í umferðinni, heldur þá sem keyra aftan á næsta bíl vegna vangæslu og stoppa þar bílana og spjalla saman. Það er eins og það fyrirfmnist engir aðrir bílar í umferðinni á háannatíma en þeir tveir. Hvað er í gangi með fólk? Það sem ætti að gera, ef einhver er svo ólánsamur að aka aftan á bfl, er þetta: Stíga sem snöggvast út úr bflnum og bjóðast til að færa bflana yfir í næstu hliðargötu og ganga frá tjónaskýrslu þar - ekki á miðri Miklubrautinni og tefja alla aðra umferð. Palli er ekki lengur einn í heiminum auk þess að þetta skapar óþarfa slysahættu. Það hlýtur að vera hægt að treysta viðkomandi til að standa við sitt, en ekki stinga af. í umferð Guðrún skrifaði Og er ekkisátt við umferðarhálf- vita sem teppa umferð vegna smáárekstra. Þessi tillaga á auðvitað ekki um al- alla minni árekstra er þetta tilvalin varlegar aftanákeyrslur þar sem lausn til að leysa eitt vandamálið í ökutækin em óökuhæf eftir á, en við umferðinni. Góður bær Jóhanna hríngdi: Mér finnst ástæða til að benda á hversu fallegt er orðið í Hveragerði. Lesendur Ég fór þangað í sunnudagsbfltúr ásamt manninum mínum og trúði vart eigin augum þegar við ókum inn í bæinn. Það var flaggað út um allan bæ og þá ekki íslenska fánan- um heldur fyrirtækjafánum af öllum gerðum og stærðum. Þarna virðist vera mikill uppgangur enda sagði kona mér í blómabúð á staðnum að til stæði að byggja 900 íbúðir í bæn- um. Hveragerði er að verða úthverfi frá Reykjavík og álitlegur kostur fyrir höfuðborgarbúa. Vel gæti ég hugsað mér að búa í Hveragerði. Þarna er Bónus-verslun og ágætur hamborg- arastaður. í dacjr Þennan dag arið 1950 hélt Sinfóníuhljómsveit íslands sína fyrstu tón- leika, þá skipuð 39 tón- listarmönnum. launa. Sú mynd sem olli hvað mestu uppnámi var kvikmyndin A Clockwork Orange, aðallega fyrir lýs- ingu á grófu og tilefnislausu ofbeldi. Eftir það vann Kubrick að myndum á borð við The Shining og Full Metal Jacket. Síðasta mynd hans var Eyes Wide Shut með þeim Nicole Kidman og Tom Cruise. Kubrick lést stuttu eft- ir að hafa lokið klippingu myndarinn- ar. Helgi Reynisson segir sögur af fræga fólkinu. Verslunarmaðurinn segir Fræga fólkið kaupir Rúni Júll, Ásgeir Kolbeins, Unn- ur Bima, einn af gaurunum í Hjálmum... Þetta er aðeins brota- brot af öllu fræga og fína fólkinu semheíúr Iagt leið sína í búðina til mín. Unnur Bima kom alltaf í löggubúningnum sínum og keypti sér salatbar og Kristal. Ég passaði mig alltaf á því aö snertá gaffalinn hennar þegar ég afgreiddi hana í þeirri veiku og sjúklegu von að DNA úr mér myndi á ein- hvem óskiljanlegan og g|li ^ hræðilegan hátt kom- ast í snertingu við í ÍK \ hennar og stökk- f 1,. 1 breyta henni í... mig. \ Þá hcfði ég getað sagt:' 'wHr „Ég er ekkert ljótur... sjáðu bara ungfrú ísland, hún gæti verið systir mín, við erum svo lík!“ Talandi um fegurðardrottning- ar, þá kemur Óli Geir stundum í búðina til mín, en hann er einmitt með sjónvarpsþáttinn Splash á Sirkus. Splash er alveg afburðalé- legt sjónvarpsefhi og algerlega óskiljanlegt að ég skuli ekki hafa fengið leghálskrabbamein af því að horfa á það. ÓIi Geir hefur einmitt komið í búðina til mín að kaupa eitthvert drasl. „Gott kvöld. Nafn mitt er Óli Geir og ég er hingað kominn til að kaupa eitthvað drasl." sagði hann, eða allavega eitthvað í þá áttina. „Jájá...“ sagði ég og meig á mig af hrifhingu á meðan hann makaði sólbrúnku yfir allt sem hann snerti. „Já, en Helgi... ertu ekki bara að segja þetta því þú ert svo öfund- sjúkur því hann er miklu sætari, fíægari, vinsælli og sólbrúnni en þú?" Jú, svo sannarlega! En það þýðir samt ekki að ég sé bara kúkalabbalegur, bitur vitleysingur! ...eða jú, lfldega gerir það það. List þarf að markaðssetja með stolti „Ég vona að ég fái eins góða dóma og leikritið," segir Pétur Gautur Svav- arsson, listmálari og alnafhi hinnar þekkm skáldskaparpersónu Henriks Ibsen. Pétur segir óásættanlegt að fá slakari dóma en verldð sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu, enda heldur hann einnig sýningu, þótt á öðrum menn- ingarlegum grunni sé. Hann er ekki feiminn við að lýsa sínu áliti á menn- ingu og markaðssetningu. „I gegnum mörg ár hefur orðið „markaður" og allt tengt því verið bannorð hjá listaelítunni," segir Pét- ur Gautur. „Það þykir fínast að vera á styrkjum, selja ekki neitt og hafa myndimar svo dýrar að almenning- ur hafi ekki efrú á að kaupa þær. Að listamenn lepji dauðann úr skel þar til þeir drepast virðist vera sú ímynd sem fólk hefur og því miður virðast sumir listamenn halda það líka. Hvað er leikhús ef enginn vill sjá leik- ritið? Hvað er myndlist ef enginn vill sjá og kaupa? Baltasar Kormákur sagði einhvem tíma að það þýði ekk- ert fyrir listamenn að búa til Babýlonstuma um sig, búa til hluti sem enginn skilur og kvarta svo yfir að enginn komi og kaupi. Þessu erég fúllkomlega sammála." Pétur Gautur segir að sjálfur leit- ist hann við að búa til list sem er fólki aðgengileg og skiljanleg. „Það hefur komið með ámnum, enda em það nokkrar sýningamar sem maður hefur sett upp og finnst hrikalegar svona eftir á. Ég er svo blessunarlega laus við alla við- kvæmni um álit fólks á verkunum. Sýningarstjórinn minn sagði mér til dæmis að ákveðin mynd mætti ekki vera á tilteknum stað á sýningunni vegna þess að hún „Hvað er leikhús ef enginn villsjá leikrit- ið? Hvað er myndlist efenginn villsjá og kaupa?" væri svo ljót. Hann sagði að fólk yrði að hafa góðar minningar þegar það fer úr salnum. Mér fannst það bara fyndið. Yfirleitt heyrir maður bara það jákvæða og þá helst frá vinum og vandamönnum. Þessi sýning er af þeim talin vera sú allra besta sem ég hef sett upp og ég held barasta að það sé noklcuð til í því," segir Pémr Gautur krminn að lokum. .utur er fæddur og uppalinn í Reykjavlk. sonur séra Ólafar Ólafsdóttur ars Pálssonar. Hann útskrifaðist úr Menntaskólanumvið Sundog for Háskóla íslands að lesa íslenska listasógu. Hann utskrifaðist ur Mynd I handíðaskólanum 1991. Hann stundaði svo nám v,ð Teaterskole í Kaupmannahöfn. Hann heldur nu upp á fertugsafmæli -K

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.