Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2006, Blaðsíða 33
DV Lífíð
hátíðina í Götu í Færeyjum sem hef-
ur verið haldin síðan árið 2002. Nú
fer G! fram dagana 20. - 22. júlí en
engin bönd hafa verið kunngerð
ennþá.
Evrópa á iði
Strákarnir í Sigur Rós spila á
Rock Werchter-hátíðinni í Belgíu,
sem fer fram sömu helgi og Hró-
arskelda, þar sem Sigur Rós spila
líka. Red Hot Chili Peppers, Placebo
og Franz Ferdinand hafa einnig ver-
ið skráðar til leiks á Rock Werchter.
Belgar bjóða líka upp á Pukkelpop-
hátíðina 17. - 19. ágúst. Þetta er víð-
fræg gæðahátíð en engin nöfn hafa
verið birt ennþá.
Hin hollenska Pinkpop-hátíð er
elsta tónlistarhátíð í heimi ásamt
hinni finnsku Ruisrock. Hátíðimar
hafa verið haldnar árlega síðan
1970. Á Pinkpop, sem í ár er frá 3. -
5. júní, mæta um 60.000 manns og
stærstu trompin í ár eru Franz
Ferdinand og Red Hot Chili Pepp-
ers.
Hurricane er vaxandi hátíð í ná-
grenni Bremen í Þýskalandi og er
haldin 23. - 25. júní. Sigur Rós verða
á svæðinu, auk m.a. Arctic Monkeys
og The Hives. Hátíðin Southside er
sytrahátíð Hurricane í suður Þýska-
landi. Hún fer fram sömu helgina og
skartar að mestu sömu tónlistarát-
riðunum.
Dagana 20. - 23. júní verður tón-
listarhátíðin í Benicássim á Spáni
haldin í tólfta skipti. Þetta er mjög
vaxandi hátíð á sviði framúrstefnu-
rokks og „öðruvísi‘‘ tónlistar. í ár
hafa m.a. The Strokes og Morrissey
skráð sig til leiks ásamt norska ís-
lendingnum Teiti.
risinn stendur að baki V-festivalinu í
Essex 19. - 20. ágúst. Radiohead,
Beck og Bloc Party em meðal boð-
aðra gesta. Aðrar hátíðir á Bretlandi
em m.a. Isle of Waight (Prodigy
mæta), Secret Garden og Summer
Sundea í Leicester.
Hvað með ísland?
Nokkur tónlistarfestivöl eru á
teikniborðinu á íslandi. Reykjavík
Rocks var haldið í fýrsta skipti í fyrra
með Duran Duran, Foo Fighters og
QOTSA. Heyrst hefur að hátíðin
verði haldin aftur í ár og verður lík-
lega nánar tilkynnt bráðlega. Nöfn
The Darkness og David Grey hafa
heyst sem væntanlegir gestir.
Blússandi stuð á Bretlandi
Venju samkvæmt geta Bretar ösl-
að upp að hnjám í dúndur hátíðum í
allt sumar. Áll tomorrow’s parties
hátíðin verður nú haldin dagana 12.
- 14. maí. Hljómsveitirnar Yeah
Yeah Yeahs og Mudhoney verða
æðstuprestar hátíðarinnar og velja
atriði sem þeim er að skapi. Carling
helgin á Bretlandi inniheldur hátíðir
í Reading og Leeds um verslunar-
mannahelgina. Þó þetta séu tvær
hátíðir er yfirleitt boðið upp á sömu
nöfnin á þeim báðum. Miðasala
hefst 3. apríl og þá verður
prógrammið tilkynnt. Engin
Glastonbury-hátíð verður haldin í
sumar en í staðinn verður heimild-
armynd eftir Julien Temple frum-
sýnd og „Not the Glastonbury
2006“-bolur hefur verið gerður til
styrktar baráttunni við glæpi. T in
the park í Skotlandi verður á sínum
stað 7. - 9. júlí og er feitur pakki. Sig-
ur Rós, Kaiser Chiefs og The Who
hafa m.a. boðað komu sína. Virgin-
Eistnaflug í Neskaupstað er í bígerð,
en þessi mikla pönk og hardcore há-
tíð var haldin í fyrsta skipti í fyrra.
Um verslunarmannahelgina má bú-
ast við hefðbundnu stuði víðsvegar
um landið, m.a. í Reykjavík þar sem
fjórði Innipúkinn er nú á teikniborð-
inu. Áætíað er að hátíðin verði nú
stærri en nokkru sinni fyrr og eru
margar spennandi erlendar hljóm-
sveitir í startholunum plús það besta
af íslensku rokki og róli. Nóg í gangi!
glh@dv.is
Bretar senda Daz
Bretar ákváöu hvern þeir senda í
Eurovision keppnina í símakosningu
á föstudagskvöldið. Af sex keppend-
um á úrslitakvöldinu bar söngvarinn
Daz Sampson sigur úr býtum meö lag
sitt Teenage Life. Lagið er fjörugt
europopp meö rappi, plöturíspi og
barnakór sem syngur viðlagið. Barna-
kórnum veröur þó skipt út fyrir bak-
raddasönghóp 16 ára stelpna ( sjálfri
keppninni.
Daz er þrftugur og hefur þegar átt
nokkra smelli heima fyrir sem allir
byggja á gömlum slögurum. Hann fór
fyrir Bus Stop-hópnum sem endur-
gerði Kung Fu Fighting, var I dúettn-
um Rikki & Daz sem endurgerði
Rhinestone Cowboy, og fór síðan fyrir
Uniting Nations sem sló í gegn með
endurgerð á Hall & Oates-laginu Out
of Touch. Daz hefur líka sannað sig
með frumsömdu efni og lesendum
Smash Hits þótti Uniting Nations
„besta dansbandið" árið 2005.
Hann hefur taugar til Eurovision-
keppninnar. „Við verðum að koma
lagi á Eurovision annars er hætta á að
keppnin lifi ekki af. Við Bretar höfum
ekki sent nógu gott efni síðustu árin,
en nú er komið að mér og ég ætla alla
leið," sagði Daz sigurviss.
Bretland er meðal stóru landanna
fjögurra og því fer Daz beint á sjálft
úrslitakvöldið 20. maí.
í DAG ERU©DAGARTIl STEFNU
Augnháralitur
og augnbrúnalitur
Tana® Cosmetics
Augnháralitur og augnbrúnalitur sem
fagaðilar nota. Auðveldur í notkun.
Allt sem þarf í einum kassa - þægilegra
getur það ekki verið.
SÖLUSTAÐIR:
APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR
Fáðu þínar eigin neglur sterkarí
með Trind Naglastyrkinu.
Nú kaupauki 4,5 ml nail balsam fylgir
Trhsd’
ALLTAF NO. 1
ÚtsölustaÓir: apótek oq snyrtivöruverslanir.
SQLOn f— it_s
LAUGAVEGI 66 • SIMAPANTANIR: 552 2460
S. 561 3060
LAUGAVEG 1 163
Hárvörur fyrir rautt
Vertu
eftirminnileg?
vertu
geislandi
vertu
kynþokkafuíl
PERSÓNULEG
• GELNEGLUR
• HANDSNYRTING
• FÓTSN YRTING
• VAXMEÐFERÐIR
• ANDLITSBÖÐ
PJÓNUSTA í 25 ÁR
LITUN OG PLOKKUN
BRÚNKUMEDFERÐIR
HÚÐSLÍPUN
SÝRUMEÐFERÐIR