Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2006, Síða 37
PV Helgin
FÖSTUDAGUR 26. MAl2006 49
w
’x:'í
hverju sinni fengum við Hólmfríð-
ur peninga til að kaupa okkur sæl-
gæti, en á leiðinni í búðina sáum
við strák á okkar aldri að betla og
í staðinn fyrir að fara í búðina gáf-
um við honum alla peningana."
Myndbrot minninganna
Þcer bregða uppfyrir mig mynd-
um minninga: Dansandi maga-
dans á Balí með blóm í hárinu.
Stcerstu regndropar sem þcer hafa
séð á cevinni í Surabaja. Ótrúlega
scenskthús rétt við Gautaborg. Að
lœra að telja og þakka fyrir sig á
máli innfceddra í Indónesíu. Kon-
ur með blcejur fyrir andlitinu í
Istanbúl. Ferðalag með hestvagni
í Túnis. Tenniskennsla og flam-
ingóar í Portúgal. Starfsfólk flug-
félaga að passa þcer þegarforeldr-
ar þeirra fóru á sama tíma íflug:
„Sem var þó sjaldnast," segja
þær. „Mamma og pabbi reyndu að
fá þannig vaktir að alltaf væri ann-
að þeirra heima hjá okkur."
Fáir vinir, enda ekki börn á
sama reki og þcer nema í skólan-
um:
„Við vorum því mikið saman
systurnar. Við höfum alltaf ver-
ið samrýmdar og nánar systur, en
þó aldrei eins mikið og nú á síð-
ustu árum. Ætli það megi ekki
þakka það auknum þroska, litlum
aldursmun og því að við höfum
áhuga á sömu hlutunum."
Stcersta áhugamálið var til
margra ára dans:
„Við byrjuðum í dansskóla eft-
ir að við fluttum heim, sjö og níu
ára," segir Hólmfríður. „Við reynd-
um ballett, en hann var of hæg-
Helga Björnsdóttir
Hóffyrirsætuferilinn snemma.
ur fyrir okkur. Ég fór í fimleika og
hélt ég fengi útrás með hoppi og
skoppi, en þegar ég var bara látin
teygja mig, fara í kollhnís og ganga
gíraffagang hætti ég."
Glæstur dansferill
Og þá hófst dansferill systranna.
Ferill sem fcerði þeim tugi verð-
launapeninga og bikara fyrir ár-
angur í samkvœmis- og suður-
amerískum dönsum:
„Þegar hvorki baUettinn né
fimleikamir voru að virka, lagði
vinkona mömmu, Ingunn Magn-
úsdóttir, sem kenndi hjá Dans-
skóla Hermanns Ragnars Stef-
ánssonar, það til við hana að við
prófuðum að fara í danstíma.
Þessi tími vakti svo mikinn áhuga
okkar að við gátum ekki hætt! Ing-
unn á því heiðurinn af dansferli
okkar beggja."
Helga segir að Hólmfríður eigi
fleiri og stcerri titla en hún, enda
hafi hún verið heppin og haft
sama dansherrann árum saman:
„Ég á nú alveg verðlaunapen-
inga úr alþjóðlegum keppnum,"
segir hún brosandi, „en Hófy er
þrefaldur Norðurlandameistari,
hefur oft unnið alþjóðleg mót og
tekið þátt í heimsmeistarakeppni.
Ég hætti hins vegar í dansi þeg-
ar ég var sextán ára. Þá hafði ég
dansað í nokkurn tíma við David
Gill, sem er besti vinur minn í
dag, og við höfðum náð göðum
árangri. Þegar kom að því að taka
ákvörðun um hvort við ætluðum
að leggja dansinn fyrir okkur eða
fara í framhaldsskóla varð skól-
inn ofan á. Ég vissi að ef ég færi
í nám og hætti að æfa myndi ég
dala hratt. Það er ekki minn stfll.
Ég valdi að hætta á toppnum og sé
ekki eftir þeirri ákvörðun."
Hólmfríður tekur undir orð syst-
ur sinnar um að það skipti máli
að hafa sama dansherrann árum
saman:
„Það verður að vera regla á
hlutunum og sjálfsagi ef þetta á
að ganga," segir hún. „Dansnám-
ið kenndi okkur að vera skipu-
lagðar og beita okkur sjálfsaga.
Við höfðum ákveðinn tíma á dag
fyrir heimalærdóm og annan fyr-
ir dansnám og teljum báðar að
það hafi hjálpað okkur heilmik-
ið í Verzlunarskólanum, þar sem
námið er erfitt. Öll íþróttaiðkun
þýðir mikinn sjálfsaga ef vel á að
ganga."
Það sést langar leiðir að systurn-
ar eru dansarar, enda taka vafa-
laust flestir eftir því að dansarar
bera sig allt öðru vísi en við hin
sem kunnum bara grunnspor...
„Kannski líka vegna þess að
dansarar gæta oft hófs í mataræði
og eru meðvitaðir um hollt líferni
og góðan svefn?" segja þær spyrj-
andi.
Ráðleggingar eldri systur
Þótt Helga hafi tekið ákvörðun
um að hcetta á toppnum og láta
drauma um atvinnumennsku í
dansi lönd og leið er hún ekki
sömu skoðunar þegar kemur að
yngri systurinni. Það er greinileg
vcentumþykja á milli systranna -
en líka ábyrgð:
„Mér finnst að Hólmfríður eigi
að taka einhverju þeirra atvirinu-
Hólmfríður Björnsdóttir
Margfaldur meistari í samkvæmisdöns-
um og fór meö aðalhlutverkið l„Á tjá og
tundrThjá Verzló f vetur.
tilboða sem henni hafa borist,"
segir hún ákveðin, en Hólmfríð-
ur hefur fengið mörg tilboð um
að helga sig dansinum og flytjast
til London, Kaupmannahafriar og
Frankfurt:
„Ég veit af eigin reynslu að
maður getur alltaf lokið stúdents-
prófi þótt maður sé í fjarnámi,"
segir Helga. „Kærastinn minn,
Kjartan Henry Finnbogason, hef-
ur leikið fótbolta með Celtic í Glas-
gow í eitt og hálft árogéghef verið
þar með annan fótinn. Samt er ég
að útskrifast sem stúdent. Hólm-
fríður fær svona tækifæri NÚNA,
kannski ekki síðar í lífinu, enda er
líftími atvinnudansara ekki lang-
ur. Annað nám er alltaf hægt að
stunda með... Hófý er manneskja
sem myndi geta lagt dansinn fyrir
sig. Hún gerir sér fulla grein fýrir
kostum og göllum starfsins."
Hólmfríður brosir og segist
hlusta á stóru systur:
„Samt finnst mér ég svo „h'til"!"
segir hún hlæjandi. „Þótt ég sé
orðin átján ára, þá finnst mér svo-
lítið stórt stökk að flytja út í heim
og starfa sem atvinnudansari.
Engu að síður er ég að hugsa mig
vel um og þá yrði Danmörk fýrir
valinu."
Hvers vegna?
„Þar er dansinn á mjög háu
plani. í London er miðja dans-
heimsins, en þar yrði ég bara lít-
ið peð og þar yrði ég bara að lifa
í dansi, ég gerði ekkert annað. Ég
myndi ekki eiga neitt félagslíf, geta
stundað nám eða átt eðlilegt fjöl-
skyldulíf þar," segir hún, greini-
lega með báða fætur á jörðinni. „f
Danmörku yrði þetta miklu auð-
veldara. Ég get ekki hugsað mér
að fara til Þýskalands. Ef ég ákveð
að gera þetta að starfi, þá verður
það fyrr en seinna. Það er satt að
segja ekki um auðugan garð að
gresja í dansheiminum á fslandi,
sérstaklega ekki fyrir minn aldur.
Þegar ég sé dans í sjónvarpinu eða
fer á danskeppni, þá er ég ákveðin
í að leggja þetta fyrir mig. Svo fjar-
ar sú hugsun út... Ég geri mér svo
vel grein fyrir því að dansheimur-
inn er frábær þegar hann gengur
upp, en það er sjaldnast sem allt
gengur upp og ég er með þann
fyrirvara á málinu eins og er. Ég er
samt mikið að hugsa um þetta..."
„Ég veit að Hólmfríður mun
spjara sig," segir Helga. „Hún er
það hæfileikarík og jarðbundin.
Ef ég væri Hófý, færi ég strax!"
Fyrirsætustörf og leiklist
Systurnar hafa báðar haslað sér
völl á síðustu misserum. Hólm-
fríður fór með aðalhlutverkið í
söngleiknum Á tjá og tundri, hjá
Verzlunarskólanum í vetur, þar
sem hún dansaði, lék og söng og
andliti Helgu bregður sífellt oftar
fyrir í auglýsingum auk þess sem
hún var dansari hjá Sigurjóni
Brink í undankeppni Söngva-
keppni evrópskra sjónvarpsstöðva
í vetur:
„Ég var í einhverjum auglýs-
ingum þegar ég var barn," segir
Helga. „Síðasta sumar var ég svo
beðin um að vera í auglýsingu fyr-
ir stórfyrirtækið Yamaha og fyr-
ir Mitt kort hjá Landsbanka fs-
lands. Undanfarið hef ég svo tekið
þátt í nokkrum minni auglýsing-
um sem eru ekld ennþá komnar
á skjáinn."
Hólmfríður má til með að stríða
systur sinni þegar hér er komið
sögu:
„Kjötsvipurinn hennar Helgu
sló í gegn!" segir Hófý og herm-
ir eftir systur sinni. „Kinnbeinin
hennar!!!"
Mér er sagt að í Brasilíu hangi
auglýsingamyndir af þér utan á
heilu húsgöflunum?
„Já, það hef ég heyrt," segir
Helga brosandi. „Við verðum bara
að skreppa til Brasilíu til að sann-
reyna þetta! Þessar auglýsingar
voru teknar við Jökulsárlón og þar
dvöldum við í fimm daga við tökur.
Það var svo dæmigert að þótt við
systumar höfum ferðast um allan
heim, þá höfum við lítið sem ekk-
ert séð af íslandi! Þegar ég kom að
Hæfileikarfkar og heillandi systur
Með báða fætur á jörðinni, en llður
best skýjum ofar.
'
Ólíkir heimar: Systurnar skáru sig úr en eignuðust góða vini meðal innfæddra.
Jökulsárlóni missti ég andann, ég
átti ekki orð yfir alla þessa fegurð
sem við eigum hér. Mér var kom-
ið fyrir úti á ísjaka á miðju lóninu,
veðrið var eins og á póstkorti og
þetta var frábær skemmtun."
Svo varþað Mitt kort-auglýsing-
in frá Landsbankanum, þar sem
þú vaktir athygli þegar þú spark-
aðirfótbolta svo listilega:
„Já, í Valsbúningi!" segir hún
hlæjandi. „Og ég sem á kærasta
sem er KR-ingur og afa sem er
Skagamaður! Þeir sögðu nú ekk-
ert en ég held að þeir hefðu kos-
ið að ég hefði verið í öðru en Vals-
treyju.J"
Þyrstir í fróðleik
Helga verður stúdent á morgun,
laugardaginn 27. maí, en cetlar
að taka sér frífrá námi í eittár og
taka þá ákvörðun um hvað hún
vill lcera. Hólmfríður er hins veg-
ar löngu ákveðin íframtíðarstarf-
inu:
„Ég ætía að verða flugstjóri,"
segir hún. „Ég ákvað það þegar ég
var mjög ung að verða flugmað-
ur eða flugkona, en alls ekki flug-
freyja. Sem einhverjum kann að
finnast skrýtið þar sem ég lít svo
upp til mömmu okkar sem hefur
starfað sem flugfreyja í mörg ár!
Ástæðan er hins vegar einfaldlega
sú að ég uppgötvaði fljótt hvað
flugstjórar eru með miklu hærri
laun en flugfreyjur!" segir Hófý og
hlær. „Ég er þegar byrjuð að læra
verklega hlutann og byrja á þeim
bóklega 6. júm'. Þetta var svolítíl
áskorun fýrir mig, því í rauninni er
ég pínulítið lofthrædd, en þegar
ég kom í fyrsta tímann minn hvarf
lofthræðslan. Það er ekki hægt að
lýsa frelsistilfinningunni sem fylg-
ir því að fljúga. Það er ekkert nema
himinninn og þú...“
Helga segist hafa talið að hún
myndi aldrei fá áhuga á flug-
heiminum; hún hafi upplifað
hann gegnum foreldra sína en
nú er orðin breyting þar á:
„í sumar mun ég starfa sem
flugfreyja hjá City Star, sem er með
bækistöðvar í Aberbeen í Suður-
Skotíandi. Þaðan er til dæmis
flogið til London, Sviss og Nor-
egs. Þetta eru 32 manna þotur og
farþegarnir nánast eingöngu við-
skiptamenn með skjalatöskur. Eft-
ir þetta árs frí sem ég ætla að taka
mér frá námi gæti ég best trúað
að ég fari að læra alþjóðalögfræði
eða eitthvað sem tengist alheim-
inum. Við systurnar eru báðar for-
vitnar og langar að læra meira um
heiminn. Við fórum báðar á fé-
mm
Samrýmdar systur:
„Við bjuggum I ótrúlega sænsku húsiT
lagsfræðibraut, lærðum um sögu
og menningu og finnst ótrúlega
skemmtilegt að fræðast um aðra
menningarheima. Mig þyrstir í
að skoða heiminn og mest af öllu
langar mig aftur til þeirra landa
sem við bjuggum í sem börn."
Best að vera við stjórnvölinn
Eitt orð er ekki til í orðabók
þeirra systra: flughrceðsla:
„Nei, það er orð sem við skilj-
um ekki," segja þær brosandi.
„Fyrir okkur eru flugvélar eðli-
legri ferðamáti en strætisvagn eða
bíll. Mér h'ður hvergi betur en í
flugvél," segir Helga en Hólmfríð-
ur segist nú ekki alveg sammála
þeirri fullyrðingu:
„Mér h'ður ekkert endilega
rosalega vel í flugvél og held að ,,
þess vegna sé bara best að ég hafi ‘ -
stjóm á þessu og verði við stýrið!"
Það er ekki laust við að maður úfjg,
sjái ýmis tcekifceri eftir að hafa
kynnst þeim systrum. Ekki verra jsi*;
ef flugstjóri, gullfalleg kona, ;-*j
myndi heilsa manni á stórum al- æV-
þjóðaflugvelli. Og alls ekki slcemt
efflugfreyja sér ógiftan milljóna- |P|
mcering á sextugsaldri um borð í
einkaþotu, hallar sér að honum
ogspyr:„Doyou mind iflgiveyou ' ||
a phone number ofa journalist at .
DV?" Kannski þetta hafi verið
ástœðan fyrir því að ég hélt þeim ' ' I
lengur en gert hafði verið ráð Jyrir. jjrfi
Heppin að eiga svona mikið af
Toppi og Coca-Cola... En þetta er ýjd
ekki það sem þcer eru að hugsa. iriL
Þcer eru að hugsa um foreldra
sína sem gáfu þeim öll þessi tceki- ý ý
fceri til að kynnast heiminum:
„Við eigum foreldrum okk-
ar svo ótrúlega mikið að þakka,"
segja þær. „Þau hafa kennt okk-
ur að meta lífið og meta það sem
við eigum. Þau kenndu okkur að
það hafa það ekki allir eins gott og
við. Við höfum fengið að kynnast
heiminum og upplifa svo margt
fallegt og fróðlegt. Það mun án
nokkurs efa gagnast okkur í fram-
tíðinni. Þessi lífreynsla hefur auk-
ið víðsýni okkar og skilning."
annakristine@dv.is
* ./‘ V f - 0
v,
DV myndir: Hörður - Aðrar myndir úr einkasafni.