Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2006, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2006, Síða 44
56 FÖSTUDAGUR 26. MAl2006 Menning DV gJB, ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ l mm ? , • - ; jHBHHaHHBHBBHHHHHMBHBBai p t. ;v •■;«««---. % s wmmmmmmmmammam^mm Friðþæging á filmu Metsöluskáidsagan Frið- þæging eða Atonement eftir Ian McEwan verð- ur kvikmynduð í sumar. Keira Knightley og James McAvoy,sem var í Band of Brothers og sjónvarps- seríunni Shameless, verða í aðalhlutverkum. Sagan hefst á þriðja áratugnum og segir frá þrettán ára stúlku sem ásakar kærasta systur sinnar um nauðgun - með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum. Sagan kom út fyr- ir tveimur árum í þýðingu Rúnars Helga Vignissonar hjáBjarti. í sögunni er lýst upplif- un unga mannsins á flóttan- um frá meginlandinu um Dunkirk og byggir Ian þar á minningum föður síns, en sá kafli verksins er hrylli- leg lýsing á hernaði. Er nú leitað að svæði í suðurhér- uðum Bretlands sem geta komið í stað Normandy. Gert er ráð fýrir að þorp- ið Redcar verði valið og eru samningar á lokastigi. Það þarf um þúsund aukaleik- ara í breska herinn á flótta. Trans dans-samstarfið var í upphafi sett í gang til að auka flæði minni dansflokka um Evrópu. íslensi dansflokkurinn hefur notið góðs af því frá upphafi en um helg- ina sýna þrír dansflokkar í Borgarleikhúsinu á vegum Listahátíðar. Dansflokkar í heimsókn wmm Revíuraldrei vinsælli Síðastasumarvoru sumarrevíur með vinsæl- asta móti í Danmörku. Ný kynslóð listamanna fann lausbeislað og frjálst form sem gat nánast inniborið allt, bjánahúmor, sérvisku- brandara og pólitískt háð. Það fóru yflr þrjú hundr- uð þúsund miðar á revíu- sýningar um allt land og er 2005 stærsta ár í danskri revíusögu. Jacob Morild hefur í fjögur sumur ver- ið í revíu í Esbjerg og bæði leikið og skrifað texta. Hann segir styrk revíunnar liggja í aðferðinni. Hún ráðist ekki beint á skotspóninn held- ur leiki í kringum þau efni sem séu til meðferðar. Ditte I-Iansen hjá Cirkusrevy segir þetta erfitt og krefjandi list- form sem heimti sterk tök á áhorfandanum. Sumarrevíurnar dönsku eiga sér 157 ára sögu sem hófst á Casino-leikhúsinu í Höfn. Þegar þær voru flestar á sjötta áratugnum voru þær á milli fjörutíu og fimmtíu sumar hvert en eru nú vel á annan tuginn. Danskir revíumenn segja eina ástæðu þess að formið nýtur aukinna vin- sælda vera að sjónvarp hef- ur látið ádeilu og skop vera en slíka skemmtun vanti í samfélagið þegar deiiumál- in séu stór og mikilvæg. Trans Dance-verkefnið varð til fyrir þremur árum og er nú að syngja sitt síðasta. Á þess vegum hafa margir smærri dansflokk- ar Evrópu farið Ianda og borga á milli og sýnt verk sín. Sumir hafa slengt sér í samstarf og sett upp nýsmíðar, ein þeirra er sú merki- lega sýning We are all Marlene FOR sem íslenski dansflokkurinn vann með slóvenskum listamönn- um og Ernu Ómarsdóttur. Þá hafa á vegum verkefnisins komið hing- að erlendir flokkar og glatt ís- lenska áhorfendur með mörgum frábærum sýningum. Alls voru átta þjóðir aðilar að samstarf- inu og var Listahátíð með í því frá upphafi. Þannig var Marlene sýnd í tvígang í Tramways í Glasgow um síðustu helgi og fer þaðan til Gautaborgar-. Ferðum með verkið lýkur í haust. —— Nú um helgina verða þrjár er- lendar danssýningar í Borgarleik- húsinu: frá Belgíu, Póllandi og Danmörku. Þetta eru allt saman nútímadansverk. Frændur okkar, Danir, ríða á vaðið en á laugardag verður á nýja sviði Borgarleikhúss- ins verldð Obstructions eftír Palle Granhöj en flokkurinn ber heití hans, Granhöj Dans. Sviðið er risastór ullarferhym- ingur, umkringdur ljósalömpum sem sveigjast og breytast. Yrkisefh- in eru erótík, daður, átök og þrá. Granhöj Dans kemur frá Árós- um í Danmörku og er nútímadans- flokkur sem þekktur er um allan heim. Flokkurinn notar sína tækni við danssköpun og flutning sem þróuð er af leiðtoganum og kall- ast mótstöðutækni og er útgangs- punktur hverrar sýningar flokks- ins. Hefst sýningin kl. 17. BhHh9Hhhí Síðar um kvöldið verður belgískur flokkur á ferð á stóra sviði, Compagnie Mossoux- Bonté, Belgíu og kallast þeirra verk Hélium. f súrrealísku and- rúmslofti og ríkulega búnu kröftugu myndmáli kljást dans- ararnir við kynferði, trúarbrögð og skemmtanaiðnaðinn, sem einkennir nútímasamfélagið. Kompaníið hefur aðsetur í Brus- sel í Belgíu og hefur getið af sér fjölda sviðsverka og kvikmynda síðustu tvo áratugi. Með verkum sínum kanna höfundarnir Ni- cole Mossoux og Patrick Bonté skuggahliðar tilfinninganna. Þau blanda saman leikhúsi og danslist og vilja þannig skapa nýtt tjáningarform, sem byggir á hreyfingum en endurspeglar leikræna nálgun. Þann 28. maí á sunnudegi lýk- Forn tímarit koma enn út Tvö af eldri og virðulegri tíma- ritum landsins eru enn á ferli, Skírnir sem Hið íslenska bók- menntafélag gefúr út, og Saga, tímarit Sögufélagsins. Bæði eru þau helguð vísindalegum ritsmíð- um og hafa um langt árabil átt í vök að verjast en þrauka þrátt fyrir fækkandi áskrifendur. Vor- heftin litu dagsins ljós í þessari viku. Skírnir kemur nú út í fýrsta sinn undir ritstjórn Halldórs Guð- mundssonar en ritstjórar Sögu éru þau Hrefna Róbertsdóttir og Páll Björnsson. Skírnir er 256 síður að stærð. Þar er helst nýmæla bréf frá Hall- dóri Laxness til Gunnars Gunn- arssonar sem bregður ljósi á vin- áttu þessara skáldjöfra. Einar Már Jónsson skoðar Landnámsbálk Gunnars og Valur Ingimundarson fjallar um síðasta kaflann í varn- arsögu Kanans hér á landi. Mar- grét Jónsdóttir segir af rannsókn á stöðu tungumála í menntakerf- inu og Ármann Jakobsson grein- ir Survivor-þættina. Guðni Elís- son er enn hugfanginn af DV og stefnir í tveggja hluta ritgerð um ásýnd blaðsins. Mun sú seinni birtast í haustheftí Skírnis. Auð- mýkt frá heimspekilegu sjónar- horni er til skoðunar og fjaflað um skáldsögur Steinunnar Sigurðar- dóttur og Illan læk Jónasar Hall- grímssonar. Þá eiga skáldin Jón Kalman Stefánsson, Einar Kára- son, Guðmundur Andri Thorsson og Matthías Jóhannesen tillegg í heftinu og er það nýlunda. NyhU- hópurinn er kynntur. í Sögu kennir margra grasa- og eru aðalgreinar fjórar: Þór Whitehead greinir afstöðu ís- lenskra stjómvalda til hlutieysis mUU stríða, Tinna Grétarsdóttir og Sigurjón Baldur Hafsteinsson greina frá kvikmyndasýningum á vegum stórveldanna hér á landi í kalda stríðinu. Sigrún Pálsdóttir segir af útgáfu á norrænum text- um í Bretlandi á nítjándu öld og Kristín Loftsdóttir greinir ímynd Afríku í íslenskum textum frá miðöldum. AðferðafræðUegar greinar eru tvær: Svavar Hávarðarson fjallar um gildi persónulegra heimilda og Einar Hreinsson um tengsla- net embættismanna á 18. og 19. öld. Sigrún Sigurðardóttir rit- dæmir þrjár ljósmyndabækur. Pétur Ármannsson minnist Harð- ar Ágústssonar. Fleira efni er í rit- inu sem er 264 síður að stærð. SAGA , ■ ur svo þessari dansveislu með sýn- ingu Dada von Bzdúlöw Theat- re frá Póllandi á Nýja sviði kl. 20. MagnoUa heitir verkið og er eftír Katarzyna Chmielewska og Leszek Bzdyl. Það gerist í landi í Mið-Evr- ópu þar sem veðurfarið er stórbrot- ið og ófýrirsjáanlegt. Fólkið í land- inu er vondapurt og niðurdregið, en heldur sér á lífi með stöðugum flaumi dagdrauma. Dada von Bzdúlöw Theatre hefúr bækistöðvar sínar í Gdansk í PóUandi. Sýningar flokksins eiga rætur sínar að rekja tíl leikhúshefð- arinnar, en tjáningarformið sem hann notast einna helst við er nú- tímadans. Flokkurinn var stofii- aður árið 1993 og er sjálfstæður hópur atvinnudansara og leikara sem vinna verk sín í samstarfi við menningarstofnanir og félög.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.