Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2006, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2006, Blaðsíða 44
56 FÖSTUDAGUR 26. MAl2006 Menning DV gJB, ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ l mm ? , • - ; jHBHHaHHBHBBHHHHHMBHBBai p t. ;v •■;«««---. % s wmmmmmmmmammam^mm Friðþæging á filmu Metsöluskáidsagan Frið- þæging eða Atonement eftir Ian McEwan verð- ur kvikmynduð í sumar. Keira Knightley og James McAvoy,sem var í Band of Brothers og sjónvarps- seríunni Shameless, verða í aðalhlutverkum. Sagan hefst á þriðja áratugnum og segir frá þrettán ára stúlku sem ásakar kærasta systur sinnar um nauðgun - með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum. Sagan kom út fyr- ir tveimur árum í þýðingu Rúnars Helga Vignissonar hjáBjarti. í sögunni er lýst upplif- un unga mannsins á flóttan- um frá meginlandinu um Dunkirk og byggir Ian þar á minningum föður síns, en sá kafli verksins er hrylli- leg lýsing á hernaði. Er nú leitað að svæði í suðurhér- uðum Bretlands sem geta komið í stað Normandy. Gert er ráð fýrir að þorp- ið Redcar verði valið og eru samningar á lokastigi. Það þarf um þúsund aukaleik- ara í breska herinn á flótta. Trans dans-samstarfið var í upphafi sett í gang til að auka flæði minni dansflokka um Evrópu. íslensi dansflokkurinn hefur notið góðs af því frá upphafi en um helg- ina sýna þrír dansflokkar í Borgarleikhúsinu á vegum Listahátíðar. Dansflokkar í heimsókn wmm Revíuraldrei vinsælli Síðastasumarvoru sumarrevíur með vinsæl- asta móti í Danmörku. Ný kynslóð listamanna fann lausbeislað og frjálst form sem gat nánast inniborið allt, bjánahúmor, sérvisku- brandara og pólitískt háð. Það fóru yflr þrjú hundr- uð þúsund miðar á revíu- sýningar um allt land og er 2005 stærsta ár í danskri revíusögu. Jacob Morild hefur í fjögur sumur ver- ið í revíu í Esbjerg og bæði leikið og skrifað texta. Hann segir styrk revíunnar liggja í aðferðinni. Hún ráðist ekki beint á skotspóninn held- ur leiki í kringum þau efni sem séu til meðferðar. Ditte I-Iansen hjá Cirkusrevy segir þetta erfitt og krefjandi list- form sem heimti sterk tök á áhorfandanum. Sumarrevíurnar dönsku eiga sér 157 ára sögu sem hófst á Casino-leikhúsinu í Höfn. Þegar þær voru flestar á sjötta áratugnum voru þær á milli fjörutíu og fimmtíu sumar hvert en eru nú vel á annan tuginn. Danskir revíumenn segja eina ástæðu þess að formið nýtur aukinna vin- sælda vera að sjónvarp hef- ur látið ádeilu og skop vera en slíka skemmtun vanti í samfélagið þegar deiiumál- in séu stór og mikilvæg. Trans Dance-verkefnið varð til fyrir þremur árum og er nú að syngja sitt síðasta. Á þess vegum hafa margir smærri dansflokk- ar Evrópu farið Ianda og borga á milli og sýnt verk sín. Sumir hafa slengt sér í samstarf og sett upp nýsmíðar, ein þeirra er sú merki- lega sýning We are all Marlene FOR sem íslenski dansflokkurinn vann með slóvenskum listamönn- um og Ernu Ómarsdóttur. Þá hafa á vegum verkefnisins komið hing- að erlendir flokkar og glatt ís- lenska áhorfendur með mörgum frábærum sýningum. Alls voru átta þjóðir aðilar að samstarf- inu og var Listahátíð með í því frá upphafi. Þannig var Marlene sýnd í tvígang í Tramways í Glasgow um síðustu helgi og fer þaðan til Gautaborgar-. Ferðum með verkið lýkur í haust. —— Nú um helgina verða þrjár er- lendar danssýningar í Borgarleik- húsinu: frá Belgíu, Póllandi og Danmörku. Þetta eru allt saman nútímadansverk. Frændur okkar, Danir, ríða á vaðið en á laugardag verður á nýja sviði Borgarleikhúss- ins verldð Obstructions eftír Palle Granhöj en flokkurinn ber heití hans, Granhöj Dans. Sviðið er risastór ullarferhym- ingur, umkringdur ljósalömpum sem sveigjast og breytast. Yrkisefh- in eru erótík, daður, átök og þrá. Granhöj Dans kemur frá Árós- um í Danmörku og er nútímadans- flokkur sem þekktur er um allan heim. Flokkurinn notar sína tækni við danssköpun og flutning sem þróuð er af leiðtoganum og kall- ast mótstöðutækni og er útgangs- punktur hverrar sýningar flokks- ins. Hefst sýningin kl. 17. BhHh9Hhhí Síðar um kvöldið verður belgískur flokkur á ferð á stóra sviði, Compagnie Mossoux- Bonté, Belgíu og kallast þeirra verk Hélium. f súrrealísku and- rúmslofti og ríkulega búnu kröftugu myndmáli kljást dans- ararnir við kynferði, trúarbrögð og skemmtanaiðnaðinn, sem einkennir nútímasamfélagið. Kompaníið hefur aðsetur í Brus- sel í Belgíu og hefur getið af sér fjölda sviðsverka og kvikmynda síðustu tvo áratugi. Með verkum sínum kanna höfundarnir Ni- cole Mossoux og Patrick Bonté skuggahliðar tilfinninganna. Þau blanda saman leikhúsi og danslist og vilja þannig skapa nýtt tjáningarform, sem byggir á hreyfingum en endurspeglar leikræna nálgun. Þann 28. maí á sunnudegi lýk- Forn tímarit koma enn út Tvö af eldri og virðulegri tíma- ritum landsins eru enn á ferli, Skírnir sem Hið íslenska bók- menntafélag gefúr út, og Saga, tímarit Sögufélagsins. Bæði eru þau helguð vísindalegum ritsmíð- um og hafa um langt árabil átt í vök að verjast en þrauka þrátt fyrir fækkandi áskrifendur. Vor- heftin litu dagsins ljós í þessari viku. Skírnir kemur nú út í fýrsta sinn undir ritstjórn Halldórs Guð- mundssonar en ritstjórar Sögu éru þau Hrefna Róbertsdóttir og Páll Björnsson. Skírnir er 256 síður að stærð. Þar er helst nýmæla bréf frá Hall- dóri Laxness til Gunnars Gunn- arssonar sem bregður ljósi á vin- áttu þessara skáldjöfra. Einar Már Jónsson skoðar Landnámsbálk Gunnars og Valur Ingimundarson fjallar um síðasta kaflann í varn- arsögu Kanans hér á landi. Mar- grét Jónsdóttir segir af rannsókn á stöðu tungumála í menntakerf- inu og Ármann Jakobsson grein- ir Survivor-þættina. Guðni Elís- son er enn hugfanginn af DV og stefnir í tveggja hluta ritgerð um ásýnd blaðsins. Mun sú seinni birtast í haustheftí Skírnis. Auð- mýkt frá heimspekilegu sjónar- horni er til skoðunar og fjaflað um skáldsögur Steinunnar Sigurðar- dóttur og Illan læk Jónasar Hall- grímssonar. Þá eiga skáldin Jón Kalman Stefánsson, Einar Kára- son, Guðmundur Andri Thorsson og Matthías Jóhannesen tillegg í heftinu og er það nýlunda. NyhU- hópurinn er kynntur. í Sögu kennir margra grasa- og eru aðalgreinar fjórar: Þór Whitehead greinir afstöðu ís- lenskra stjómvalda til hlutieysis mUU stríða, Tinna Grétarsdóttir og Sigurjón Baldur Hafsteinsson greina frá kvikmyndasýningum á vegum stórveldanna hér á landi í kalda stríðinu. Sigrún Pálsdóttir segir af útgáfu á norrænum text- um í Bretlandi á nítjándu öld og Kristín Loftsdóttir greinir ímynd Afríku í íslenskum textum frá miðöldum. AðferðafræðUegar greinar eru tvær: Svavar Hávarðarson fjallar um gildi persónulegra heimilda og Einar Hreinsson um tengsla- net embættismanna á 18. og 19. öld. Sigrún Sigurðardóttir rit- dæmir þrjár ljósmyndabækur. Pétur Ármannsson minnist Harð- ar Ágústssonar. Fleira efni er í rit- inu sem er 264 síður að stærð. SAGA , ■ ur svo þessari dansveislu með sýn- ingu Dada von Bzdúlöw Theat- re frá Póllandi á Nýja sviði kl. 20. MagnoUa heitir verkið og er eftír Katarzyna Chmielewska og Leszek Bzdyl. Það gerist í landi í Mið-Evr- ópu þar sem veðurfarið er stórbrot- ið og ófýrirsjáanlegt. Fólkið í land- inu er vondapurt og niðurdregið, en heldur sér á lífi með stöðugum flaumi dagdrauma. Dada von Bzdúlöw Theatre hefúr bækistöðvar sínar í Gdansk í PóUandi. Sýningar flokksins eiga rætur sínar að rekja tíl leikhúshefð- arinnar, en tjáningarformið sem hann notast einna helst við er nú- tímadans. Flokkurinn var stofii- aður árið 1993 og er sjálfstæður hópur atvinnudansara og leikara sem vinna verk sín í samstarfi við menningarstofnanir og félög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.