Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2006, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2006, Page 46
58 FÖSTUDACUR 26. MAl2006 Helgin DV Sesselja Ósk Kristjánsdóttir var feit sem barn. Hún hefur barist viö átröskun og rokkar upp og niöur í þyngd. Með hjálp móður sinnar og geðlæknis hefur Sesselja náð tökum á lífi sínu og féllst á að segja DV sögu sína í von um að það geti hjálpað þeim sem eru í svipuðum sporum. í sífelldri baráttu við átröskunina Eg var alltaf vel þétt," segir Sess- elja Ósk Kristjánsdóttir, 31 árs þriggja barna móðir, sem barist hefur við aukakílóin frá því hún man eftir sér. „Ég og æskuvin- kona mín vorum báðar bollur og klæddum okkur eftir því. Við vorum alltaf í jogging-göllum en gátum ekki klætt okkur í flott föt eins og grönnu stelpurnar." Hrundi niður í þyngd Þegar Sesselja lenti í alvarlegu slysi byrjaði hún að grennast. „Allt í einu var ég orðin mjög grönn og far- in að geta klætt mig í almennileg föt," segir hún en á þessum tíma gerði hún sér ekki grein fyrir að átröskunin væri farin að gera vart við sig. „Ég hélt mér grannri þangað til elsti strákurinn minn fæddist, árið 1997, en eftir meðgönguna var ég komin upp í 108 kíló og feitari en nokkru sinni. Þá kynntist ég Herba- life," segir Sesselja og bætir við að Herbalife hafi hjálpað henni rosa- lega mikið og sérstaklega við að koma henni af stað. „Ég átti hins vegar að borða með fæðubótarefninu en gerði það ekki og hrundi því niður í þyngd. Á að- eins tveimur mánuðum hafði ég lést um 47,5 kíló sem er náttúrulega óeðlilega mikið," segir hún og bætir við að hún hafi verið dugleg að hreyfa sig meðfram Herbalife-inu. Kastaði upp á meðgöngunni „Ég náði að haida mér svona grannri þar til ég varð óffísk aftur árið 2001. Þá þyngdist ég upp í 86 kíló en náði því af mér án hjálpar Herbalife. Ég fór í leikfimi á fullu og passaði mig í mataræðinu en fljót- lega náði átröskunin yfirhöndinni." Sesseljá segist hafa borðað og ælt og svelt sig til skiptist en á þessum tíma var hún aðeins 26 ára. Árið 2003 varð hún svo aftur ófrísk og hugsaði ekki um annað en hvort hún myndi fitna. „Ég kastaði meira að segja upp nokkrum sinnum á meðgöngunni því ég var svo hrædd um að fitna aftur," segir hún. Þegar þriðja barnið var komið í heiminn var hún 78 kíló. Hingað og ekki lengra „Fyrir fjórum mánuðum síðan fór ég að hugsa málið. Ég er komin Fyrir Þegar Sesselja var sem þyngst var hún komin upp 1108 klló. með þrjú lítil börn og langar ekkert að drepa mig á þessu rugli. Um tíma var ég komin niður í 58 kíló og þótt ég sé ekki hávaxin, rétt um 164 sm, þá er ég stórbeinótt. Einn morguninn tók ég ákvörðun og sagði við sjálfa mig að þetta gengi ekki lengur og ákvað að vinna með mínum geðlækni og borða reglu- lega," segir Sesselja og.bætir við að mamma hennar hafi stutt hana í gegnum þetta. „Mamma hefur verið mín stoð og stytta og hjálpað mér rosalega og í rauninni veit ég ekki hvernig ég væri í dag ef hún hefði ekki gert allt í hennar valdi til að hjálpa mér." „Fjölskyldanog vinir mínir hafa sagt mér að ég sé mun sætari svona en þegar ég er grennri. Þá sé ég svo kinnfiskasogin. Ég er að vísu ósammála en er farin að taka mark á fólkinu í kringum mig." Sjálfselska að drepa sig frá börnunum Sesselja gengur til geðlæknis út af átröskuninni. „Pétur Hauksson geðlæknir hefur hjálpað mér rosa- lega mikið og ég skrifa niður allt sem ég borða og fylgist þannig með. í dag kemur sjaldan fyrir að ég borði of mikið og æli á eftir enda ætla ég ekki að vera það sjálfselsk að drep- ast frá börnunum. Ég sætti mig við að vera 62 kfló. Fjölskyldan og vinir mínir hafa sagt mér að ég sé mun sætari svona en þegar ég er grennri. Þá sé ég svo kinnfiskasogin. Ég er að vísu ósammála en er farin að taka mark á fólkinu í kringum mig," seg- ir hún en þetta er í fyrsta skiptið sem Sesselja hefur haldið sér í sömu þyngdinni í svo langan tíma. Hing- að til hefur hún alltaf rokkað upp og niður. Lífið snýst um spik Sesselja segist þó gera sér grein fyrir að átröskun sé sjúkdómur sem hún muni berjast við alla ævi, rétt eins og með alkóhólisma. „Líf mitt snýst um spik og börnin mín auðvit- að. Ég er alltaf að passa mig að detta ekki aftur. Ég reyki og vil ekkert frekar en losna við þá fíkn en er svo hrædd um að fitna ef ég hætti," seg- ir Sesselja sem hefur þó verið reyk- laus í tvær vikur. Aðstoð fjölskyldunnar Þegar Sesselja er beðin um ráð handa konum sem eru í svipuðum sporum segir hún nauðsynlegt að f dag Sesselja hefur sjaldan verið grennri en verður að passa sig að láta átröskunina ekki ná völdum. DV-mynd Heiða rétt sé farið að hlutunum. „Þetta er sjúkdómur sem er kominn til að vera. Maður verður ailtaf að passa sig, hreyfa sig og borða rétt. Ég þori aðeins að borða tvær til þrjár mál- tíðir á dag en ég veit að það er betra að borða fleiri. Besta ráðið er að borða til að lifa en ekki borða bara til að borða," segir hún og bætir við að hún ætli að kíkja á fundi hjá OA- samtökunum í næstu viku. „Ég er búin að vera á leiðinni í nokkurn tíma og núna ætla ég að drífa mig. Þetta má ekki vera eitthvert leyndar- mál því þér gengur miklu betur ef fjölskyldan stendur með þér í þessu." indiana@dv.is ÚTREIKNINGUR 1. 3. 5. 7. a=2 a=2 a=2 a=3 b=l b=l b=l b=l c=3 c=3 c=3 c=2 2. 4. 6. 8. a=3 a=3 a=3 a=2 b=2 b=2 b=2 b=1 C=1 C=1 C=1 c=3 8-14 stig: Þú veist varla hvað megrun er en heldur þér samt í formi með heilbrigðum lífsstil og hreyf- ingu. Haltu áfram á þessari braut! 15-19 stig: Þú hefur orðið fyrir nógu miklum vonbrigðum í megrunum og veist því betur. Þú veist að grannur líkami er ekki alltafþað sama og heilbrigður líkami. Passaðu þig að láta ekki glepjast afnýjustu megruninni og hentu bað- vigtinni í ruslið. 20-24 stig: Þú manst ekkfeinu sinni eftir sjálfri þér öðru- vísi en i megrun. Lífið þitt einkennist af allskyns megrunarkúrum sem sjaldnast hafa áhrifnema siður sé. Hættu þessu rugli. Borð- aðu hollan mat og nóg af honum og mættu reglulega í ræktina. Þannig nærðu takmarki þínu! Ertu ALLTAF í megrun? 1. Hversu margar bækur um megrun eru í bókahillunni þinni? a. 2-5. b. Engin. c. Fleiri en fimm. 2. Trúir þú að hin fullkomna megrun sé til, þú hafir einfaldlega ekki fund- ið hana enn þá? a. Já! b. Kannski. c. Nei. 3. Hversu margar megrunaraðferðir hefúr þú prófað? a. 3-5. b. Ég fer aldrei í megrun. c. Fleiri en sex' 6. Þegar kemur að bví að telja kalor- íur ert þú: a. Sérfræðingur. b. Nokkuð vel að þér. c. Óviti. 7. Hversu lengi hefurðu haldið þér á ákveðnu mataræði? a. Lengur en 9 mánuði. b. Skemur en 3 mánuði. c. 3-9unánuði. 8. Þegar þú heyrir af nýrri megrun: a. Geri ég litla rannsókn áður en ég prófa hana. b. Hugsa ég ekkert meira út í hana. c. Byrja ég strax á henni. 4. Myndu vinir þínir segja að þú værir alltaf í megrun? a. Já. b. Kannski. c. Nei. 5. Þú fórst síðast í megrun: a. Fyrir sex mánuðum. b. Fyrir ári. c. Þú ert í megrun. MkOoi]

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.