Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.05.1992, Page 6

Símablaðið - 01.05.1992, Page 6
INNANLANDS- SÍMAÞJÓNUSTA ÓDÝRUST Á ÍSLANDI Philip Bowyer, aðalritari Alþjóðasambands póst- og símamanna, hélt erindi og svaraði fyrirspurnum varðandi hugmyndir um einkavæðingu Pósts og síma 11. maí sl. að Hótel Sögu. Hann varaði við einkavæðingu símaþjónustunnar sem skilaði sér hvorki í betri þjón- ustu né lægri gjöldum. Hann taldi áhugavert fyrir erlend fyrirtæki að kaupa Póst og síma. Hann taldi að menn þyrftu að spyrja sjálfa sig hvort eitthvað væri að rekstri Pósts og síma áður en farið væri í að einkavæða fyrirtækið og hvort það leysti vandann ef einhver vandi væri fyrir hendi. Philip flutti ítarlegt erindi og svaraði fjölmörgum fyrirspurnum. Hér verður stiklað á helstu atriðunum, en erindið og fyrirspurnirnar verður gefið út í bæklingi. Fuglarnir gera það. Býflugurnar gera það. Meira að segja menntaðar flær gera það. Gerum það líka. Það er stundum gefið í skyn í lærðum tímaritum, á háfleygum fundum og ráð- stefnum, eða með orðum lærðra eða jafnvel leikra ráðherra, að einkavæðing símfyrir- tækja fari nú sem eldur í sinu um heim all- an. Rétt eins og húlahringirnir á sjötta ára- tugnum, eða Bítlarnir á þeim sjöunda, vasa- diskóin á þeim áttunda og Ninja skjaldbök- urnar á níunda áratugnum. Ef mönnum geðjaðist ekki að hlutnum eða hugmyndinni voru þeir taldir gamaldags og ekki með á nótunum. Núna er okkur sagt að ef við viljum ekki einkavæða símaþjónustu þá séum við gam- aldags, ekki með á nótunum, á móti fram- förum og kannski ýmislegt verra. Ég býst þó við að þessi tískubóla hjaðni eins og aðrar, eða að raunveruleikinn fái hljómgrunn aftur. í öllum ríkjum Yestur-Evrópu eru símafyrirtæki í eigu ríkisins nema í Bretlandi Það er einnig vel þess virði að kynna sér goðsögnina um að allir séu að gera það. í Bandaríkjunum og Kanada hafa símfyr- irtæki verið í einkaeigu undir ströngum regl- um svo lengi sem elstu menn muna. í Evrópu var breska símamálastofnunin einkavædd árið 1984. En í öllum öðrum ríkj- um Vestur-Evrópu eru símfyrirtæki enn í eigu ríkisins, þrátt fyrir ýmsar breytingar í kerfinu. Sé litið til Asíu má sjá að í Japan hefur síminn verið einkavæddur að hluta, en þó á ríkið enn 62 prósent hlut í fyrirtækinu og það fyrirtæki sem sér um símtöl til útlanda er enn í ríkiseign. 90 prósent af nýsjálenska símanum voru seld til tveggja bandarískra fyrirtækja. Hins vegar hefur nýlega verið ákveðið að ástr- alski síminn verði áfram almenningseign. Síminn einkavæddur í vanþróuðum ríkjum Hins vegar er rétt að talsvert hefur verið um einkavæðingu í Suður-Ameríku, Argen- tínu, Chile, Venezuela, Mexíkó og víðar. I Austur-Evrópu virðist einnig stefna í einkavæðingu símaþjónustu, í löndum eins og Póllandi, Tékkóslóvakíu, Ungverjalandi og víðar. 4 SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.