Símablaðið - 01.05.1992, Side 29
Söngur er lífsins yndi
Nú er Símakórinn okkar orðinn rúmlcga eins árs og hefur hann þegar skipað sér fastann
sess hjá okkur símafólki. Ef eitthvað er um að vera, finnst okkur sjálfsagt að Símakórinn
taki lagið og lífgi upp á tilveruna.
Þann 8. apríl fór kórinn austur í Hvera-
gerði og söng þar fyrir dvalargesti á Nátt-
úrulækningaheimilinu. Var það fyrsta opin-
bera söngferð kórsins og tókst hún með af-
brigðum vel. Áheyrendur voru mjög
jákvæðir og þó nokkuð margir sögðu við
undirritaða eftir tónleikana, að þetta væri
einhver sú albesta skemmtan sem að þeir
hefðu fengið að njóta á þessum stað. Ung
stúlka Anna Björk, dóttir símahjónanna
Guðrúnar Jónsdóttur, talsímavarðar og Ól-
afs Eyjólssonar, símritara i Gufunesi, söng
einsöng og heillaði alla með sinni fallegu
rödd og hugljúfri framkomu.
Fyrirhugað var að hjónin Hafsteinn Guð-
mundsson, símritari og kona hans Allý,
ásamt Þórdísi Rúnarsdóttur og Halldóri
Victorssyni sýndu dansatriði, en því miður
var ekki hægt að koma því við vegna þess
að sviðið var of lítið og gólf teppalögð. Von-
andi fáum við að sjá þau sýna listir sínar síð-
ar.
En stjórnandi kórsins, Kjartan Sigurjóns-
son sýndi og sannaði að hann getur meira
en haft stjórn á söngglöðu fólki. Fyrirvara-
laust steig hann upp á svið og reitti af sér
brandarana svo að allir veltust um af hlátri.
Þá las undirrituð upp ljóð eftir Ingibjörgu
Jónsdóttur talsímavörð frá Kjós, en í því
ljóði lýsir hún 40 ára starfsferli sínum hjá
Pósti og síma. Hafði fólk gaman af þeirri
lýsingu, enda er Imma okkar húmoristi og
kann að gera gaman úr hlutunum.
Kynnir var formaðurinn okkar Ragnhild-
ur Guðmundsdóttir og fórst henni það að
sjálfsögðu vel úr hendi.
Þessi söngferð var símakórnum til sóma
og megum við vera hreykin af honum.
Eg vil skora á allt símafólk sem hefur
söngrödd, sem þolir að fara út fyrir baðher-
bergið og hefur gaman af að syngja, að taka
þátt í söngstarfi Símakórsins. Þetta er með
afbrigðum skemmtilegur hópur, jákvæður
og lifandi. Það er mikils virði að vera með í
góðum félagsskap og við vitum öll hvað það
er gaman að syngja saman. Og hugurinn er
svo mikill meðal söngfélaga, að það mætti
segja mér að ekki liðu mörg ár áður en þau
fara út fyrir landsteinana og leyfa símafólki
í nágrannalöndunum að hlýða á söng sinn.
Kristjana H. Guðmundsdóttir.
SÍMABLAÐJÐ 27