Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST2006
Fréttir DV
• Hallgrímur Geirs-
son lætur brátt af
störfum sem fram-
kvæmdastjóri Morg-
unblaðsins. Hann
lýsti nýlega, í góðra
vina hópi, hvaða kost-
um eftirmaður sinn
ætti að vera búinn. Sá verður að
vera með blátt blóð í æðum, aldrei
kenndur við vinstrimennsku, af
þekktri íhaldsætt, helst úr Reykjavík.
Og algerlega óflekkað mannorð og
góða menntun. Það er ekki furða að
illa hafi gengið að hafa uppi á þessu
„ofurmenni" íhaldsaflanna hér á
landi og það er enn ekki fundið nú
sjö mánuðum eftír að leit hófst, að
því er við best vitum...
• Stefán Pálsson sagnfræðingur er
ekki hrifinn af því að Skjár 1 auglýs-
ir að rokkstjörnuþátturinn sé vin-
sælastí erlendi þáttur
í íslensku sjónvarpi
i frá upphafi með 70%
áhorf. Hann blogg-
ar nýlega um að þetta
sé augljóslega rangt.
„Meðan RÚV var eitt
í á markaðnum hafa
margir þættir náð þessum árangri.
Mig rámar í að hafa séð gamla frétt
frá 1982-3 þar sem Löður (Soap) var
í 75% og Tommi og Jenni skammt
þar á eftir. Hvað ætli Dallas hafi
hæst farið upp í? Ekki minna en 80%
myndi ég giska á," segir Stefán með-
al annars...
• Orðið á götunni bloggar mik-
inn um Reyni Traustason og áform
hans um að stofna nýtt blað. Veður
þar uppi hvert „skúbb-
ið" á fætur öðru um
það sem Reynir er
að gera. Meðal ann-
ars er greint frá fundi
sem Reynir og sonur
hans Jón Trausti áttu
á Hótel Borg með 111-
uga Jökulssyni. Er leitt getum að því
að Reynir hafi verið að ráða Illuga
til vinnu hjá sér. Annars mun Reyn-
ir vera kominn með skrifstofur fyrir
blað sitt. Eru þær staðsettar á Lauga-
veginum, nánar tiltekið neðarlega í
grennd við Bankastrætið...
• Illugi er véfréttarlegur í tílsvörum
þegar hann er spurður um þenn-
an fund og sjálfur er Reynir þögull
sem gröfin um áform
sín og er það hluti
af markaðssetningu
hans. Hins vegar mun
ekki bara eitt vikublað
á borð við DV vera
uppi á pallborðinu hjá
honum. Inni í mynd-
inni er að vera líka með mánaðarrit
í anda Mannlífs og vikurit á borð við
Séð og heyrt eða Hér & nú og jafnvel
fleira. Annars er það helst að frétta
af þessum áformum að D-dagur íýr-
ir útgáfuna verður í október...
• Það vakti athygli hve vel fór á með
þeim Steingrími J. Sigfússyni og
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í
settinu á NFS á dögunum. Svo vel
að „einhver ódýr pr-
maskína Sjálfstæðis-
flokksins..." einsog
Lúðvík Bergvinsson
orðaði það daginn
eftir í viðtali, gerir að
því skóna að VG og
Samfylkingin verði
með samflot í næstu
kosningum. Nafnið
á því samfloti verður
eflaust dregið af því
að bæði Steingrím-
ur og Ingibjörg voru í
ljósgrænum jökkum
á NFS. Tala menn nú
um Létt-græna eða Pastel-græna
sem nafnið...
Sýningar eru hafnar á myndinni Bjólfskviðu beggja vegna Atlantshafsins og er búið að
ákveða að frumsýna myndina hér heima þann 31. ágúst. Einn af aðalleikurunum í Bjólfs-
kviðu, Gerard Butler, verður viðstaddur frumsýninguna. Friðrik Þór Friðriksson, ann-
ar íslensku framleiðenda Bjólfskviðu, kveðst vera í skýjunum yfir góðum dómum sem
myndin hefur fengið í Bandaríkjunum.
„Góð blóðug skemmtun
sem hrærir í gáfunum"
Bill Gallo, kvikmyndagagnrýnandi Village Voice, er mjög hrifinn
af Bjólfskviðu. Hann segir að Butler sveifli sverðinu betur en
nokkur í myndunum Troy, Kingdom of Heaven eða Tristan & Is-
olde. Þær myndir hafi þar að auki ekki nema þriðjunginn af hin-
um grófa og lúmska húmor Bjólfskviðu.
Kvikmyndin Bjólfskviða verður Ropum í miði
frumsýnd í Háskólabíói fimmtudag- Glenn Sumi,
inn 31. ágúst. Einn af aðalleikurum
myndarinnar, Gerard Butler, verður
viðstaddur frumsýninguna. Myndin
er nú sýnd í Bandaríkjunum og Evr-
ópu og hefur fengið mjög góða dóma
víða í bandarískum fjölmiðlum. „Ég
er alveg í skýjunum með hina góðu
dóma sem myndin fær vestanhafs,"
segir Friðrik Þór Friðriksson, ann-
ar íslensku framleiðenda myndar-
innar. „Það er ekki hægt annað en
vera ánægður með dómana sem lofa
góðu um framhaldið."
kvikmyndagagn-
rýnandi Now Magazine, er hrifinn
af efnistökum leikstjórans Sturlu
Gunnarssonar. „Höldum á loft glasi
af miði og ropum hátt af ánægju,"
segir Sumi meðal annars í umfjöllun
sinni um myndina. Hann kallar út-
gáfu Sturlu „saltaða og grófa" og seg-
ir meðal annars að hvað mest aðlað-
andi við myndina sé hve vel Sturla
nýti sér stórbrotíð og tilfinningaríkt
landslagið án þess að upphefja það
í rómantísku ljósi. „Það er þess virði
að sjá þessa mynd á stóru tjaldi, hún
tapar miklu á DVD," segir Sumi.
Skorin að beini
„Með því að skera níundu aldar
ljóðið um Beowulf niður að beini og
taka það upp með stálslegnu raun-
sæi hefur ... leikstjóranum
Sturlu Gunnarssyni tek-
ist að búa tíl eitthvað
óvenjulegt frá þess-
ari miðaldasögu
um hefnd og
uppgjör,"
segir Geoff
Pevere
hjá Tor-
onto Star
meðal
um myndina. Vanessa Farquarson
hjá Natíonal Post nefnir hið fýndna
í myndinni og segir: „Gunnarsson
rennbleytir Beowulf í áfengi, hór-
um og tröllabröndurum sem gerir
myndina að algerlega frumlegri teg-
und skemmtunar."
annars
umfjöll
un
smm
m
Bjólfskviða Góð blanda
afáfengi, hórum og
tröllabröndurum.
Gerard Butler Verður
viðstaddur frumsýning-
una I Háskólabió.
Friðrik Þór Friðriksson
Er f skýjunum yfir góðum
dómum vestanhafs.
Orkuveita Reykjavíkur skiptir út bílaflotanum og breytir um lit
Boðið upp á hvíta bíla frá B&L
Orkuveitan sagði upp bílaþjón-
ustusamningi sínum við Véla-
miðstöðina ehf. í kjölfar þess að
Reykjavíkurborg og
Orkuveitan seldu
fyrirtækiðl5.ág
úst 2005 á sam-
tals 735 millj-
ónir króna,
en kaupandi
var íslenska
gámafélag-
ið ehf. Borg-
in átti 67%
í Vélamið-
stöðinni en
OR 33%.
Orkuveitan
ákvað í fram-
haldi af sölunni r
að bjóða út bíla- Renault Kangoo Einafþeim
þjónustufyrirtækisins. Sam- bjitegundumsem Orkuveitan
ið var um kaup á bílum frá ^ frá B&L er Reanualt Kangoo.
Bifreiðum og landbúnaðarvélum
og hafa fyrstu 16 bílarn-
ir þegar verið afhent-
ir en sam-
kvæmt
útboð-
mu
kveðið á um 30 bíla.
Alls eru 200 bílar á vegum Orku-
veitunnar og verður þeim öllum
skipt út í kjölfar þessara breytinga.
Eftirleiðis verða allir bílar Orku-
veitunnar hvítir en nokkur ár mun
taka að endurnýja flotann. Lita-
breytingin er þáttur í að skapa fyr-
irtækinu hreinlegri ímynd en einn-
ig þykir hvíti liturinn sjást betur
í umferðinni. Bílarnir sem
keyptir eru af B&L eru
af gerðinni Hyundai og
Renault en ákvæði um
endurkaup á bílun-
um eftir þrjú ár eru í
samningnum auk þess
sem B&L mun sjá um
alla þjónustu og við-
gerðir á bílunum.
kormakur@dv.is
Næsti bar
við Eldey
Hópur gesta sem sækir eðal-
barinn Næsta bar mun bregða
undir sig betri fætínum á laugar-
dag og halda í siglingu í kringum
Eldey. Farið verður með rútu frá
Næsta bar tíl Sandgerðis þar sem
stígið verður um borð í hvalaskoð-
unarskipið Moby Dick. Að sögn
Guðmundar Inga, verts á Næsta
bar, verður ekki einungis um
skoðunarferð að ræða heldur gefst
hópnum einnig færi á að reyna á
hve fisknir þeir séu því sjóstang-
ir verða til reiðu um borð. „Þetta
verður svona 30 til 40 manna
hópur sem fer héðan og ætlar að
skemmta sér eina dagstund," segir
Guðmundur Ingi.