Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST2006 Fréttir DV Ummæli vikunnar „Mér finnst að flokksþing Fram- sóknarætti að vera hluti af skemmti- atriðum Menningarnætur. Gæti verið skemmtilegur listrænn gjörningur. Þar gætu verið skemmtiatriði eins og fjölbragðaglíma á milli Kidda sleggju og Binga. Djössum það upp og höfum þá í leðju og leðurþvengjum. Einnig væri hægt að fara inn í herbergi þar sem Jón Sigurðsson situr fyrir svörum! Það væri jafnvel hægt að setja Valgerði Sverrisdóttur inn í skáp og henda grastorfu inn með henni. Atriðið gæti kallast; sjö mínútur í helvíti." Valur Grettissoií blaðamaður á Blaðinu bloggar á heimasiðu sinni grettisson.blogspot.com um hugsanleg atriði á Menningarnótt. Þarna eru komnar fram einu hugmynd- irnarsem gætu bjargað Framsókn í næstu kosningum. Sleggjan og Bingi í leðjuslag og Valgerður lokuð inni i skáp með leifunum afgrasrót flokksins. „Nú erum við ýmist„einstaklingar" eða„aðilar". Þetta eru svo Ijót og ópersónuleg orð að þegar ég heyri þau dettur mér alltaf í hug hálslausi karlinn í samfestingnum sem skreytir hurðir karlaklósettanna. Aldrei sé ég fyrir mér hálslausu konuna í kjólnum framan á kvennaklósettunum því þessi orð eru bæði karlkyns." Einstaklingurinn Gerður Kristný lætur móðann mása á baksíðu Fréttablaðsins. Ja hérna og við sem & < «' ■ töldum að fslendingar .. Bh væru orðnirsvo Æ framarlega íjafnréttis- ™ baráttunni að þau ' hálslausu væru horfin \ afklósettunum. „Er það sjálfsagt að frambjóðendur í prófkjöri fjármagni kosningabaráttu sína með fjárhagslegum stuðningi vina og velunnara? Hvenær breytast þeir hinir sömu í kröfugerðarmenn á hendur frambjóðendanum og vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð?" Staksteinar i Morgunblaðinu að tala fyrir þeirri afleitu hugmynd að prófkjör séu borguð af skattborgurum landsins. Hvernig erþað Styrmir. Hafa vinirog velunnarar Sjálfstæðis- flokks- ins í gegnum tíðina aldrei fengið neitt fyrir sinn snúð? Eða hafa þeir fengið svo mikið að flokkurinn hefur aldrei Ijáð máls á því að gera bókhald sitt gegnsætt? „Dæmigerður íslenskur strákur er svo bældur að hann þarf að vera drukkinn til að bera sig eftir stelpu. Hér vantar afslappaðra viðhorf til tilverunnar þar sem staðalímyndir eru ekki í hávegum hafðar heldur fjölbreytileikinn." Víkverji Morgun- blaðsins með hugleiðingar um vandamál íslenskrar æsku. Þetta erlaukrétt. Komum þessum strákum í kynni við latex og leður og sendum þá á BDSM-námskeið. „Flesta hefur dreymt um að vera eitthvað annað en þeir eru. Þær sýna manni að það sé hins vegar ekki alltaf dans á rósum. Líkt og þegar þær ætluðu að gerast fatafellur. Það var frekar eins og dans á þyrnum stráðum súlum." Valur Grettisson blaðamaður á Blaðinu að lýsa aðdáun sinni á þáttunum Pípóla á Sirkus. Valur, sem eina aðdáanda þessara þátta, verðurað benda þér á eftirfar- andi. Þættirnir eru þyrnar íaugu og eyru áhorfenda því þessar skvísur eru alls ekki það sem þær reyna að vera, það er skemmtilegar. Þormóður rammi-Sæberg hefur skrifað undir samning um smíði á tveimur nýjum skut- togurum við Solstrand-skipasmiðjuna í Noregi og er heildarverð samningsins 400 millj- ónir norskra króna eða 4,6 milljarðar íslenskra króna Eyða 4,6 milljörðum í endurnýjun togaraflotans Skipin eru hönnuð af Skipsteknisk AS í Álasundi en þetta er jafn- framt stærsti einstaki samningur sem Solstrand-skipasmiðjan hefur gert. Það er Glitnir sem hefur annast fjármögnunarhlið verkefnisins en áætlað er að fyrra skipið verði afhent í nóvember 2008 og það síðara í apríl 2009. „Við teljum að nú sé rétti tíminn til að ráðast í þetta enda stöðugt leitað eftir aukinni hagkvæmni í rekstrin- um. Þetta eru geysilega öflug og góð skip og þau koma í stað núverandi þriggja frystiskipa félagsins. Nýju togararnir eru systurskip og eru þau 70 m. á lengd og 14,69 m. á breidd. Þau verða hvort um sig búin 8000 hestafla Wartsila-aðalvél. Frystilest- in er 1500 rúmmetrar og frystigeta hvors skips verður 80 tonn á sóla hring. Þau verða með Rogen-raf- magnsspil og geta dregið tvö troll í einu," segir Ólafur Helgi Mart- einsson, framkvæmdastjóri Þor- móðs ramma - Sæbergs. Óvíst hvað verður um metaflaskip síðasta árs Hvað verður um gömlu tog- arana er óráðið en væntanlega munum við reyna að selja þau. Mánabergið var afla- hæsti flakfrystitogari landsins í fyrra og Kleifabergið í öðru sæti þannig að þetta eru góð skip með öflugar áhafnir. En við reiknum með að ná meiri afla- verðmætum á þessi tvö skip en þau þrjú sem við gerum út núna. Það er ekki reiknað með neinum uppsögn- um vegna þessara breytinga því áhafnir þessara skipa munu hafa miklu meiri tekjur en á nú- verandi skipum og geta því farið færri túra. I dag fara menn gjarnan tvo túra móti einum í fríi en á nýju skipunum geta þeir farið einn á móti einum," segir Ólafur. Miklu hagkvæmari rekstur „Mikill hluti hagkvæmninn- ar næst með því að skipin munu brenna þungolíu, sem er allt að helm- inei ódvr- Svona munu hin nýju skip Þormóðs ramma - Sæbergs líta út skipaolían sem íslenski fiskiskipa- flotinn notar í dag og auðvitað á að vera ódýrara að reka tvö skip en þrjú. Það þótti ekki hagkvæmt að setja mjölvinnslu í skipin þannig að þau verða sérhæfð frystiskip en við reynum að hirða allt nýtanlegt," seg- ir Ólafur. Starfsemi Þormóðs ramma - Sæbergs gengur vel Þormóður rammi - Sæberg er með starfsemi á þremur stöðum; Siglufirði, Ólafsfirði og í Þorlákshöfn. Auk frystitogaranna Mánabergs, Kleifabergs og Sigurbjargar, sem gerðir eru út frá Ólafsfirði, er Múla- berg SI-22 gerður út frá Þorlákshöfn en hann veiðir aðallega karfa fyr- ir frystihúsið en setur einnig hluta í gáma. Þaðan eru líka gerðir út tveir bátar, Jón á Hofl ÁR og Fróði ÁR. Þeir veiða aðaUega flatfisk um haust og vetur sem unnin er í frysti- húsinu og humar á sumrin sem líka er unnin í frysti- húsinu. Um 50 manns vinna í frystihúsinu í Þorlákshöfn. Rækjuvinnsla áfram á Siglu- firði þrátt fyrir hrun „Fjórir ís- rækjutogarar og einn rækjufrysti- „Mikill hluti hag- kvæmninnar næst með því að skipin munu brenna þungolíu, sem er allt að helmingi ódýrari en skipaolían sem íslenski fiskiskipa- flotinn notarí dag og auðvitað á að vera ódýrara að reka tvö skip en þrjú." togari voru til skamms tíma gerðir út frá Siglufirði en hrun rækjustofnsins hefur leitt til þess að þeirri útgerð hef- ur verið hætt og skipin seld. Eins og gefur að skilja er það mikið verkefni að takast á við þegar slíkt hrun verð- ur og gjörbreyta þarf starfseminni en það hefur tekist. Nú flytjum við inn allt hráefni til rækjuverksmiðjunn- ar, um 5 til 6 þúsund tonn á ári. Um 50 manns vinna við rækjuvinnslu og pökkun á Siglufirði. Sú rækja fer að- allega á smásölumarkað í Bretlandi," sagði Ólafur ennfremur. kormakur@dv.is Nýjung í útvarpsrekstri Nýbúaútvarp í Hafnarfirði Hafnarfjarðarbær mun á næstu misserum brjóta blað í útvarps sögu Islands en þessa dagana mun heyrast í nýbúum þar í bæ í svokölluðu nýbúaútvarpi. „Við ætlum að byrja á þrem ur stærstu tungumálum ný- búa hér í Hafnarfirði og sjá hvernig þetta þróast," segir Amal Tamini, formaður Lýðræðis- ogjafnréttis- nefndarHafnarfjarðar- bæjar. Gert er ráð fyr- ir að nýbúaútvarp- ið fari í gang í nóv- ember á þessu ári en það er sam- vinnuverkefni Hafnarfjarðarbæj- ar, Flensborgarskól- ans og Alþjóðahúss. Aðalhugmyndin er að gera upplýs- ingar fýrir innflytjendur aðgengi- legar í útvarpi og einnig að kynna nýbúum Hafnarfjarð- ar hvað bærinn hefur upp á að bjóða," segir Amal. Ætl- unin er að senda beint út einu sinni í viku í hálftíma og segir Amal að tíminn gæti aukist ef vel gengur. „Ég held að við séum fyrsta sveitarfélagið á landinu sem gerir þetta." gudmundur@dv.Í5 AmalTamini Formaður lýðræðis- og jafnréttisnefndar Hafnarfjarðarbæjar sem skipuleggur nú útvarp fyrirnýbúa. Ákæra gefin út á hendur mótmælendum Mótmælendur týndir? Mótmælendurnir, sem hafa verið iðnir við að koma sér í fréttirnar fyrir mótmæli gegn stóriðju á Austurlandi, mættu ekki íyrir Héraðsdóm Austur- lands í vikunni. Alls eiga að minnsta kosti fimmtán manns yfir höfði sér ákæru vegna þess usla sem þeir hafa valdið á stóriðjuvinnusvæðum aust- anlands. Samkvæmt upplýsingum frá Sýslumanninum á Seyðisfirði tókst ekki að klára að þingfesta málið sem var á dagskrá héraðsdóms í vikunni vegna þess að einungis hefur náðst í hluta þeirra mótmælenda sem eiga yfir höfði sér ákæru. Ekki er vitað hvar hinir eru - og gætu einhverjir þeirra hugsanlega verið komnir úr landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.