Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Side 40
60 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚ5T2006 Vísindi DV Fyrirburar í nýju Ijósi Ný rannsókn hefur leitt í ljós að fyrirburar þrosk- ast hægar ef þeir eru látnir hvíla í mikilli birtu á fæð- ingardeildum. Rétt eins og fullorðnir líða í myrkri telja vísindamenn að mik- ið ljós yfir fyrirburum valdi þeim angri og dragi úr þroska þeirra. Ljós hef- ur löngum verið notað til að kvelja fanga hjá ríkjum sem virða ekki mannrétt- indi. Birtan á fæðingar- deildum er sömu gerðar. Rannsóknin var unnin í Tennesse og leiddi í ljós að tilraunamýs sem voru undir stöðugu ljósi tóku hægar út þroska en aðrar. Líkamsklukka þeirra fór í ólag. Andrew Shennan, prófessor í fæðingarlækn- ingum segir að samband milli of mikillar birtu og áhrifa á vellíðan sé löngu kunnugt. Börn sem liggi á fæðingardeildum verði að þola harða og skæra birtu sem sé óþægileg öllum til lengdar. Leitað að genum Pikta Nú hefur vísindamönn- um tekist að greina DNA úr þúsund ára gömlu beini úr gröf frá tímum Pikta en svo nefndist þjóðflokkur sem byggði Skotíand og eyjar þar fýrir norðan fyrir nor- rænu innrásina. Geta Skot- ar nú kannað hvort þeir eru upprunalegir eða komnir til seinna. Kostar 150 skosk pund að fara í prófið. Með munnvatni er þreifað á gen- um viðkomandi sem borin eru saman við 27 genetísk einkenni úr beininu góða. Dr. Jim Wilson við háskól- ann í Edinborg segir rann- sóknina í beinu framhaldi af rannsókn þeirra fyrir fá- einum árum sem leiddi í ljós að stærstur hluti íbúa á Orkneyjum var af norræn- um stofni. Piktar bjuggu um allt Skotíand á tímum róm- verskra yfirráða. Menning þeirra hvarf og hafa örlög þjóðarinnar verið ráðgáta um langan aldur. Fauk í síð- asta skjól Pikta þegar nor- rænir menn lögðu eyjarnar undan Skotlandi undir sig á níundu öld. Forn garðlög er að finna víða um landið en mikið skortir á að heilstæð mynd sé komin á þekkingu um þessi ævafornu mannvirki hér á landi. í nýju hefti Ritsins er stutta yf- irlitsgrein að finna um forn mannvirki í Suður-Þingeyjarsýslu eftir Árna Einarsson sem vekur á ný forvitni um elstu mannvirki á íslandi. Garðar og grónar götur Almennt er þekking á fornum mannvirkjum hér á landi af skornum skammti. Flestir eru fáfróðir um fornar leiðir um landið, þekkja einungis þjóðvegi og fjölfarnari sveitavegi og vita ekki að um landið er þéttriðið net af fornum slóðum. Enn síður að forna garða er víða að finna. Það eru einkum göngu- menn sem hafa lagt sig eftir gömlum leiðum, en heimamenn í sveitum landsins hafa um aldir vitað um grónar götur og garða. Svarðargröf á Fljótsheiði Hér hafa menn skorið efni úr mýrinni til byggingarframkvæmda. Þær eru viða og geta verið frá ýmsum timum. Þaðan hafa menn fiutt efnið á hestum ianga vegu. Náttúrufræðistofnunin við Mývatn -7;' - Heiðagarðurinn mikli á Fljótsheiði liggur í votlendi Hann er engin smásmíði og má gera sér I hugarlund um hvilík vinna hefur verið að skera íhann hnausa og hlaða gegnblauta. Náttúrufræðistofnunin við Mývatn Árni Einarsson er forstöðumað- ur Náttúrufræðisetursins á Mývatni og í yfirliti hans í Ritinu gerir hann nokkra grein fyrir mannvirkjum sem komið hafa í ljós í rannsókn hans og samstarfsmanna í suðurhluta Þing- eyjarsýslu. Árni sagði í viðtali við DV að athygli sín hafi vaknað á þessum mannvirkjum um 2000 og hafi hann haft forgöngu um að finna fjármagn í rannsóknir á þeim. Það hafi ýtt undir þá úttekt að Fornleifastofn- un íslands er með nokkra uppgrefti í sýslunni. Staðsetning sín á Mý- vatni hafi orðið til þess að hæg voru heimatökin. En heiðar á landsvæðinu eru flat- ar og án mikilla hæða. Því var gripið til þess ráðs að fara í myndatökur úr lofti, þegar birtuskilyrði gera það að verkum að menjar á landi koma vel í ljós í skuggum. Eins og sjá má hér að ofan er árangurinn lygilegur; merki um mannvirki í landinu koma skýrt í ljós við loftmyndun. Raunar segir Árni að loftmynd- ir bandaríska hersins ffá 1950 leiði í ljós skýr merki um mannvirki forn, en í þann tíma voru nýræktir kring- um býli í byggð ekki orðnar eins miklar og þær eru nú. Þar megi sjá að garðakerfin fornu renni saman við túngarða næst bæjarstæðum. Margskonar menjar I yfirliti Árna er sagt frá götum, heiðagörðum, kolagröfum og svarð- argröfum, kumlteigum og kirkju- görðum, tóftum í gerðum, gerðum án tófta, tóftaþyrpingum, stórbýlum með garði, jafnvel þingstöðum sem engar ritaðar heimildir eru til um! Á vefsíðu Fornleifastofnunar er greint frá að þessa dagana sé að hefjast gröftur á Þingey í Skjálfanda- fljóti, en þar er líka að ftnna frekari umfjöllun: „Könnun og kortíagn- ing á loftmyndum hefúr leitt í ljós alls um 150 kílómetra af görðum. Bændur hafa veitt þessum merki- legu mannvirkjum athygh gegnum aldirnar, enda eru þau oft tílkomu- mikil og hver garður getur verið allt upp í 8-10 metra breiður." Gríðarleg mannvirki Garðarnir voru byggðir til að halda búfé í beitarhólfum ef að lík- um lætur. Á vef Náttúrufræðistofnunar við Mývatn - http://www.hi.is/-arnie/ isl/homframe.htm - er að sjá kort yfir merkjanlega garða í Þingeyjar- sýslu og sést þar mynstur þeirra í landinu. „Eyður í garðamynstrinu benda tii þess að 50-100 kílómetrar til við- bótar hafi horflð vegna jarðvegseyð- ingar," segir á vef Fornleifastofnunar - www.instarch.is, - og frumrann- sóknir bendi til að garðarnir hafi farið úr notkun fyrir goslagið frá 1477 og sumir fýrir 1300. Eldri rannsóknir eru til á görðum í öðrum landshlutum: garðurinn yfir Garðskaga er kunnur af rann- sókn Kristjáns Eldjárns og Sigurður Þórarinsson jarðfiræðingur fjallaði um garða f Landbroti. Mikið verk og erfitt Ekkert bendir til að garðar hafi verið svæðisbundið fyrirbæri. Hafi þeir verið um aOt landið frá öróft landnáms ættu leifar þeirra að vera víða; út með Eyjafirði eru þeir þekkt- ir, bæði á Árskógs- og Látraströnd, einnig í Fnjóskadal „I Grágás eru ákvæði um löggarða," segir Árni. „Þar er sagt að löggarðar skyldu vera fimm fet að neðan en þrjú að ofan og ná meðalmanni í öxl." Þar er einnig að finna ákvæði um hlið á görðunum. Ekki þarf að fjölyrða um að gríð- arleg vinna hefur verið að byggja garðana; þeir voru hlaðnir upp af hnausum sem stungnir voru öðru megin við garðstæðið. Minna má á að siíka stungu þarf að gera með afar hvössu blaði og hlaðinn var gerður í höndum. Markmið rannsókna Helsta markmið rannsókna á garðalögum í Suður-Þingeyjar- sýslu er að kortíeggja þá og aldurs- greina; tengja þá við minjastaði og athuga þá með tilliti til gróðureyð- ingar en rof í garðlögum geta gefið hugmyndir um hvernig gróðureyð- ing hefur verið á þessu svæði. Þá er tilgangur rannsóknar Árna og félaga líka að leita leiða til að kynna al- menningi tilvist þessara merkilegu mannvirkja. Áhugasamir geta kynnt sér grein Árna í Ritinu 3/2005. Þá birtist grein um rannsóknir á garðalögum í ársriti Fornleifastofnunar. Greinar Kristjáns og Sigurðar Þórarinsson- ar birtust báðar í Árbók Fornleifa- félagsins. Þá má á vef gönguhóps rannsóknarlögreglunnar í Reykja- vík, www.ferlir.is, finna ýmsar upp- lýsingar um garða á Reykjanesi. Ferðalög valda álagi á æðakerfi og tappamyndun Flugið ekki bara hættuiegt Alkunna er sú kenning að langar flugferðir reynist hættulegar þeim sem hafa tílhneigingu til blóðtappa. Nú hefur rannsókn í Hollandi leitt í ljós að öll ferðalög sem hafa í för með sér samfellda kyrrsetu í fjórar klukkustundir eða lengur eru hættu- leg, sama hvort farið er um loft eða á láði, í bíl, lest, flugvél. Rannsókn- in byggði á 2000 sjúklingum sem höfðu fengið tappa í fyrsta sinn: 233 þeirra höfðu verið á ferðalagi leng- ur en fjórar klukkustundir átta vik- um fyrir áfallið. Talið er að ferðalögin tvöfaldi hættu á tappamyndun og er hætt- an stærst í fýrstu viku eftir ferða- lag. Reynist langferð jafn hættu- leg ef ferðast er í lest, langferðabíl, einkabíl og flugvél. Konum á pill- unni var hættara en öðrum. Þeim var átta sinnum hættara við tappa sem eru með breytu í geni sem köll- uð er V-leiden en hún er sögð al- gengust meðal fólks af norrænum stofiii. Offitusjúklingum er tíu sinn- um hættara en öðrum og þeim sem eru hærri en 1,90 m. er fjórum sinn- um hættara. Hópurinn sem að rannsókninni stóð birti niðurstöður í vefritinu PLoS Medicine: Þar segir að draga megi þá niðurstöðu af rannsókninni að hætta á tappamyndun tvöfaldist á ferðalögum. Einstaklingar sem noti getnaðarvarnir í pilluformi, beri V Leiden-gen mutation, séu sérstaklega hávaxnir eða lágvaxnir eða feitir, séu í meiri hættu en aðrir. Rannsóknin leitaði ekki orsaka, en hreyfingarleysi á ferðalögum er tal- in orsökin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.