Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2006, Page 56
76 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST2006
Dagskrá DV
*»
Á dagskrá næstu daga
Stöð 2 - Indiana Jones and the Last Crusade
-21.20
Stöð 2 hefur undanfarna föstudaga sýnt Indi-
ana Jones-myndirnar og er nú komið að þeirri
þriðju og síðustu. f henni leitar ævintýrafíkill-
inn Indiana að hinum heilaga gral. Jones eldri er
leikinn af Sean Connory. f myndinni en honum
er rænt af nasistum í öllum hamagangnum.
Sjónvarpið - The Original Kings OfComedy - 21.40
Hér er á ferðinni mynd sem er leikstýrt af hinum sér-
vitra Spike Lee. Myndin er tekin upp á uppstandssýn-
ingu með þeim Steve Harvey, D.L. Hughley, Cedric the
Entertainer og Bernie Mac frá árinu 2000. Þeir félagar
taka á sitt hvoru málefninu hver og fer Spike Lee með
áhorfandann baksviðs sem og út í sal til að upplifa
stemmninguna.
Skjár einn - Tommy Lee í háskóla - 20.35
Tommy Lee hefur aldrei verið heitari en í kjöl-
far Róck Star: Supernova. f kjölfarið á því hóf
Skjár einn nýlega sýningar á þáttunum
Tommy Lee Goes to College en þeir voru
gerðir áður en hann varð meðlimur
Tommy vill læra og hefur fengið nóg
um og fallegum konum í bili. Við fylgjumst með kapp-
anum leysa ýmis verkefni á sirm einlæga hátt.
Laugardagur
Skjár sport - Liverpool - West Ham -11.15
Fyrsti leikur helgarinnar er með Liverpool líkt og sein-
ustu helgi. Þá heimsótti Liverpool nýliðana í Sheffield Utd
og reið ekki feitum hesti frá þeirri viðureign. Nú taka bik-
armeistararnir hins vegar á móti sterku liði West Ham og
spuming er hvort þeir nái betur saman en í fyrsta leikn-
Sjónvarpið - ísland - Svíðþjóð - 13.50
íslenska kvennalandsliðið tekur á móti Svíum á
Laugardalsvellinum. fslenska liðið tapaði 2-4 fýrir Tékk-
um í síðasta leik sínum og mistókst þar með að tryggja
sér sætí á heimsmeistaramótinu. Liðsins bíður engu að
síður erfitt verkefni gegn geysisterku liðið Svía og um að
gera að styðja við bakið á stelpunum.
Sjónvarpið - Orange County -21.10
Shaun Bmmder er ungur og efnilegur rithöfundur sem dreymir um að
komast inn í Stanford en röð óheppilegra atvika koma í veg fyrir inngöngu
hans. Shaun er staðráðinn í að leiðrétta misskilninginn til að láta draum
sinn ráðast. Hann fær hjálp frá kærustunni sinni og mjög svo brengluðum
bróður sínum sem er leikinn af Jack Black. Frábær grínmynd.
Sýn -FH- Breiðablik - 16.45
íslandsmeistararnir sigla lygnan sjó á toppnum
með átta stíga forystu þegar kemur að 16. umferð
en Blikar eru þremur stigum frá fallsæti. Það er að
duga eða drepast fyrir Breiðablik eftir að hafa tap-
að tveimur leikjum í röð. Fyrri leikliðanna lauk 1-1
og var Breiðablik fyrsta liðið til hirða stig af FH þetta
sumarið. Það getur því allt gerst.
M Ll
Sigríður Ella talar um þrjósku Leoncie og fjölskyldumanninn Magna
Er púkinn að stríða þér?
Vetrarpúkinn strýkur mér um
vangann
Vetrarpúkinn hefur tekið sér
bólfestu í mínum skakka skrokki og
gerir mér bylt við öðru hverju. Ég
hrekk við þegar ég sé krakkaskar-
ann fylla bókaverslanir og burðast
með allt of stórar skólatöskur sem
nokkrir blýantar hringla í niður
Bankastrætíð. Foreldramir draga
á eftir sér skapvonda unglinga og
reyna að troða þeim í vetrarfötin í
fataverslunum bæjarins.
Fjölskyldumaðurinn frá
Bakkagerði
Vetrarpúkinn sýnir mér galtóm-
an Austurvöllinn sem í sumar ið-
aði af lífi og sumarlyktín flæddi um
vit þeirra sem lágu í grasinu og datt
alls ekki í hug að horfa á sjónvarp-
ið. Vildu heldur hittast og spjalla,
sýna sig og sjá aðra. Púkinn bendir
mér samviskusamlega á að Magni
er að standa sig vel í útlöndum og
allir fylgjast með þessum sköllótta
fjölskyldumanni frá Bakkagerði.
Við erum stolt af honum enda hvað
annað hægt þegar ijölskyldumað-
urinn syngur ástar- og saknaðarlög
til fjölskyldunnar hægri vinstri.
Á púkinn að hlæja eða gráta?
Af því að vetrarpúkinn hef-
ur tekið öll völd og er púki þá
bendir hann mér á frétt af þátt-
töku Leoncie. Indverska prinsess-
an freistaði gæfunnar rétt eins og
Magni í Rock Star: Supemova. Hún
gerði stórskemmtilega tilraun til að
komast inn í X - factor sem er svip-
aður þáttur og Idolið. Prinsessan
er orðin nokkuð roskin svo púkinn
veit ekki hvort hann á að hlæja eða
gráta yfir þessu hjá blessaðri kon-
unni. Tár hans renna niður ískald-
ar kinnamar þegar hann skýst fyrir
homið hjá Prikinu og tekur strikið
upp Laugaveginn sem sumir vilja
fegra en aðrir vilja breyta. Alltaf er
þetta svona, enginn er sammála.
Svona er ísland í dag í veruleikan-
um og á skjánum.
Drottning þrjóskunnar
Eitt má prinsessan eiga og það
er að hún er drotthing þrjóskunn-
ar og lætur ekki deigan síga. Magni
þarf litlar áhyggjur að hafa, hann á
traustan áhorfendahóp. Allir elska
Magna en flestír bera blendnar til-
finningar til sönglistar og áfergju
Leoncie í leit að frægð og frama.
Eins og margoft hefur verið sagt
þá em raunveruleikaþættir ávallt
vinsælli en fólk vill viðurkenna. En
hvort sem um er að ræða tilraunir
Magna og Leoncie í að spreyta sig í
sönglistinni eða átök milli lögfræð-
inga, lækna og löggunnar í amer-
ískum klisjuþáttum, er ágætt að
hjúfra sig meira að skjánum. Hvað
sem öllu líður, Magna, Leoncie,
tómum Austurvelli og skólatösk-
um, er eitthvað kunnuglegt við vet-
urinn og hann leggst bara vel í mig
og um leið og ég segi þetta horast
púkinn og verður léttari.
Sföð 2 Bíó - Confessions ofa
Dangerous Mind - 22.00
Sam Rockwell fer á kostum í hlut-
verki sjónvarpsstjörnunnar Chuck
Barris. Chuck er vinsæll og virðast hon-
um allir vegir færir. Hins vegar vita ekki
allir að Chuck karlinn á sér dökka hlið
sem enginn veit af. Hann starfar einn-
ig sem leigumorðingi á vegum banda-
rísku leyniþjónustunnar.
Skjár einn - Sleeper Cell - 22.30
Baráttan við hryðjuverkharðnar og
verða bæði hryðjuverkamenn og lög-
gæslumenn harðari í aðgerðum sín-
um. Þættírnir Sleeper Cell fjalla um
þessa baráttu á spennandi og raun-
sæjan hátt. í þættínum í kvöld reynir
Darwyn að koma sér vel við efnafr æð-
ing í von um að fá eitthvað af eitrinu
sem hann býr tíl fyrir hryðjuverkahóp.
BOLTINN I BEINNI
VEISLUSALUR
afmæli, stcggir i gæsir og einkasamkvæi
POOL & SNOKER
Hverfisgata 46 s: 55 25 300