Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1987, Blaðsíða 45

Freyr - 01.01.1987, Blaðsíða 45
til að greiða sláturafurðir 15. des- ember sl. í því sambandi var minnt á deilu sem kom upp milli bank- anna annars vegar og ríkisstjómar- innar hins vegar um útreikning og ákvörðun afurðalána sl. haust. Þeirri deilu lauk um miðjan desem- ber sl. með niðurstöðu um að lánin yrðu 70,2% af óniðurgreiddu haustgmndvallarverði. Jafnframt var skýrt frá því að búið væri að innheimta öll stað- greiðslulán frá haustinu 1985, einnig af birgðum gamla kjötsins, og bankamir vildu fá gamla kjötið gert upp þannig að afurðalán yrðu greidd af birgðum þess. Eins og áður er getið er ekki komin niður- staða um það mál hjá Fram- kvæmdanefnd búvörusamninga. Staðgreiðslulán út á kjöt frá sl. hausti var ákveðið 510 millj. kr. og það fé var greitt 15. desember sl. Kennsla í slátrun búfjár og kjötiðnaðL Lagt var fram bréf frá landbúnað- arráðuneytinu þar sem óskað var eftir tilnefningu á manni í nefnd til að koma á kennslu í slátran og kjötiðnaði. Ákveðið var að tilnefna Hermann Sigurjónsson í Raftholti í nefndina. Þingsályktun um könnun á búrekstraraðstöðu. Atvínnumálanefnd sameinaðs Al- þingis hefur leitað álits á tillögu að þingsályktun um könnun á bú- rekstraraðstöðu, en flutningsmaður hennar er Hjörleifur Guttormsson. Samþykkt var að mæla með sam- þykkt tillögunnar. DMNWDA KEÐJUR Smíöum keöjur samdœgurs eftir óskum hvers og eins. Eigum einnig keöjur á lager. Sendum hvert á land sem er. SiyiÓKEÐIU markaðurinn Smiðjuvegi 30 E-götu, Kópavogi. Sími 77066

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.