Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1987, Síða 13

Freyr - 01.03.1987, Síða 13
Geymsla fyrir tilbúinn áburð ásamt áburðarbirgðum. fyrir skuldum. Þær skuldir eru alls ekki tapaðar. Er það eina innheimtumálið sem þið hafið þurft að hafa eitthvað fyrir? Að vísu ekki, en menn hafa forð- ast að láta málin ganga svo langt. Hvernig eru almenn kjörsem Áburðarverksmiðjan býður við- skiptavinum sínum? Síðastliðið vor voru greiðslukjör hert verulega. Við förum fram á að fá greiðslutryggingu við af- hendingu áburðarins. í flestum til- vikum er sú trygging fólgin í að menn ávísa á rekstrar- og afurða- lán. I öðru lagi eru greiðslur þann- ig að menn þurfa að greiða 25% við afhendingu áburðarins og síð- an 25% mánaðarlega í júní, júlí og ágúst. Innheimta áburðarskulda hefur gengið betur í ár en undan- gengin ár. Kannski vegna betra ástands í efnahagsmálum, ekki bara vegna breyttra greiðslukjara? Ef til vill. En mörg verslunarfyrir- tæki úti á landi eiga mjög erfitt þrátt fyrir góðæri. Þar er ábyggi- lega mikill uppsafnaður vandi og við finnum það. En þessi bætta innheimta hefur m.a. leitt til þess að við skuldum mun minna er- lendis heldur en við gerðum í fyrra. Nálœgð Áburðarverksmiðjunnar við þéttbýlið í Reykjavík hefur Saltpéturssýruverksmiðja, ammoníak- kúla lengst til hcegri. valdið spennu, og ekki síst þegar heilt hverfi hefur verið byggt upp í nœsta nágrenni. Hvernig eru sam- skipti ykkar við þetta mikla þétt- býli? Við þurfum ekki að kvarta undan samskiptum okkar við þéttbýlið. Hins vegar höfum við haft sam- band við borgaryfirvöld og varað við því hve byggðin í Grafarvogi er komin nálægt verksmiðjunni og borgaryfirvöld hafa tekið þetta til umfjöllunar. Þau hafa kallað til sérfræðinga að leggja á þetta mat. Niðurstaðan er sú að þeir hafa dregið línu 1250 m frá verksmiðj- unni sem verða byggðamörk. Þeg- ar verksmiðjan var reist var miðað við 1900 m fjarlægð milli hennar og byggðar. Þá voru menn hrædd- ir við sprengjuhættu af ammoní- umnitrati, en síðan hafa geymslu- hættir á því breyst og framleiðslu- aðferðir líka, þannig að ekki er lengur talin veruleg hætta af því efni. Hins vegar hafa menn vax- andi áhyggjur af geymslu á fljót- andi ammoníaki, ef verulegur leki kæmi að ammoníaksgeymi. Vinnueftirlitið hefur talið eðlilegt að þetta yrði skoðað. Félagsmála- ráðherra skipaði nefnd sem nú vinnur að því að kanna hugsanlega hættu af þessu og hvort sérstakra varúðarráðstafana sé þörf til þess að draga úr hugsanlegri hættu. 7/7 skamms tíma flutti Áburðar- verksmiðjan inn áburð beint á hafnir. Er fyrirsjáanlegt að það leggist niður? Það leggst ekki alveg niður. Það eru ákveðnar áburðartegundir sem við munum ekki framleiða, svo sem þrífosfat, kalíklóríð og kalísúlfat. Af rúmlega 60 þúsund tonna sölu á þessu ári var innflutt- ur áburður rúmlega 2400 tonn, þar af námu ofangreindar tegund- ir 2000 tonnum. Hvaðfer mikið afáburði til ann- arra en bænda? Pá er ég með þéttbýlisbúa í huga. Það er mjög erfitt fyrir okkur að meta það. Að vísu selja verslanir hér áburð, en kaupfélögin úti á landi dreifa líka áburði til þéttbýl- isbúa. Við höfum samt sem áður reynt að gera okkur mynd af þessu og teljum að á árinu 1985 hafi 54.600 tonn verði seld til bænda, 1300 tonn til fóðuriðja, 3600 tonn til garðræktar 1500 tonn til Land- græðslunnar og um 900 tonn til annarra. Áburðarverksmiðjan hefur lítið sinnt því að leiðbeina um áburð- Freyr 181

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.