Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1987, Blaðsíða 22

Freyr - 01.03.1987, Blaðsíða 22
Tafla 5. Eflutfallslegt verð á scanblack högnaskinnum miðað við mismunandi flokkun skinnanna. 1 Nýtt ársyfirlit 2 3 Gamla Gæði Stærð Litur ársyfirlitið framför framför framför % % % % Gæði ss 10 20 10 10 Saga 20 25 20 20 1 50 40 50 50 II 10 10 10 10 III 10 5 10 10 Stærð 00 5 0 10 10 15 10 1 55 55 60 55 2 30 30 15 30 3 5 5 5 5 Litur Black 5 5 5 10 xx-dark 45 45 45 55 x-dark 35 35 35 25 Dark 10 10 10 8 Medium 4 4 4 2 Pale 1 1 1 - Hlutfall 100 102,9 103,3 100,50 um, en samanburðurinn gefur gróft yfirlit yfir innbyrðis áhrif eiginleikanna. Ljóslega má sjá að stærðin hef- ur meiri áhrif á skinnaverð en gæðin og einnig má sjá að liturinn hefur minnst að segja. Þessi áhrif eru þó mjög háð því hvernig ársyfirlitið lítur út, þ.e. milli hvaða flokka breytingarnar verða. Niðurstöður. Þrátt fyrr að svo virðist sem ábata- samast sé að bæta stærðina verður þó að hafa hugfast að öðrum eiginleikum má ekki hraka sam- tímis. Eiginleikarnir eru ekki alltaf óháðir hver öðrum. í nokkr- um rannsóknum hefur komið fram neikvætt samhengi milli stærðar og gæða. Þetta hefur þó yfirleitt aðeins verið spurning um samhengi milli arfgerðar þ.e. stærðin í þeim tilvikum hefur stjórnast af umhverfinu. Áhrif breytinga á eiginleikum á fjárhagslega afkomu geta orðið önnur en fram kemur í þessari grein, vegna hugsanlegra breytinga á framleiðslukostnaði (t.d. fóðurnotkun). Staða framleiðslunnar (meðatal bóndans miðað við meðaltal upp- boðsins) getur einnig haft áhrif. Oft er það svo að því betra sem meðaltalið er því hægara ganga kynbæturnar vegna þess að erfða- breytileikinn í stofninum minnkar. Mikill erfðabreytileiki í stofninum þýðir að úrvalsmöguleikar eru meiri. Til viðbótar þessu er arfgengi eiginleikanna mismunandi. Stærð og litur hafa meðalhátt arfgengi (h2 0,40), en gæði erfast hins vegar minna (h2 0,15—0,29). Að hluta til vegna þess að beitt er huglægu mati er öryggi gæðadómsins minna en litarins og stærðarinnar. í reynd þýðir þetta að kynbóta- framfarir ganga hægt fyrir sig. Þess vegna er mikilvægt að þróun- in, einkum í gæðum, stöðvist ekki. Við skipulagningu kynbótaáætl- unar á einnig að taka tilliti til frjósemi, og í sumum tilvikum er eflaust rét að setja frjósemina efst á blað. Með tilliti til skinnaeigin- leika er rétt að muna að með miklum gæðum getum við best tryggt áhuga kaupenda á skand- inaviskum skinnum. Því á að hafa gæðin ofarlega á blaði í kynbóta- starfinu. Þýðing: Björn Halldórsson. Raimsóknastofa fyrir búfé. Frh. afbls. 197. ir á tilraunastöðvunum eða á bændaskólunum. Frekari tilraunir með þá þætti sem reynast nei- kvæðir í einstaklingstilraunum verða ekki gerðar á tilrauna- stöðvunum og þannig sparast dýr- ar og tímafrekar rannsóknir, en það eykur bæði nýtingu og gildi tilraunastöðva í sveitum landsins. Ennfremur má nefna að fóður sem notað verður í tilraunum á stöðvunum verður hægt að blanda með nauðsynlegri hagkvæmni og nákvæmni í tilraunafóðurverk- smiðjunni. Því er mjög mikilvægt fyrir til- raunastarfsemi í landbúnaði að þessi aðstaða komist sem fyrst í gagnið. Sérstaklega er þetta mikil- vægt nú vegna breyttra búskapar- hátta og til að svara kröfum um aukna þekkingu og hagkvæmni í landbúnaðinum. Ólafur Guðmundsson 190 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.