Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1987, Blaðsíða 35

Freyr - 01.03.1987, Blaðsíða 35
í tilefni af því bréfi var rætt um fjárhagsvandkvæði búnaðarsam- bandanna og hvort Framleiðslu- ráð geti létt undir með þeim. Ákveðið var að þrefalda þá greiðslu sem Framleiðsluráð greiddi á sl. ári fyrir veitta aðstoð við framleiðslustjórn. Greiðslur fyrir árið 1986 eru eftirfarandi. Kr. Bs. Kjalanesþings ........... 15.000 Bs. Borgfirðinga ............ 58.000 Bs. Snæfellinga ............. 30.000 Bs. Dalamanna ............... 30.000 Bs. Vestfjarða .............. 35.000 Bs. Strandamanna........ 21.000 Bs. V-Húnvetninga....... 32.000 Bs. A-Húnvetninga....... 34.000 Bs. Skagfirðinga ............ 58.000 Bs. Eyfirðinga .............. 58.000 Bs. S-Þingeyinga............. 51.000 Bs. N-Þingeyinga ............ 18.000 Bs. Austurlands.............. 78.000 Bs. A-Skaftfellinga...... 18.000 Bs. Suðurlands ............. 170.000 Samtals 706.000 Framtíð veikburða byggðarlaga. Kynntar voru fundarályktanir um vandamál sem samdráttur í bú- skap skapar í veikum byggðar- Iögum. Þær voru m.a. frá stjóm Búnaðarsambands Austurlands, almennum bændafundi í Ýdölum í Suður-Þingeyjarsýslu, hrepps- nefnd Ögurhrepps og bændafundi í Austur-Skaftafellssýslu. Uppgjör sauðfj árframleiðslu á verðlagsárinu 1985/86. Lagt var fram uppgjör vegna sauðfjárafurða 1985/86 í samningi Stéttarsambands bænda og ríkis- ins. Þar kemur m.a. fram: Framleiðsla kjöts varð alls 12.260 tonn. Verðábyrgð ríkisins var 12.150 tonn að viðbættum 600 tonnum af birgðum við upphaf verðlagsárs- ins, eða alls 12.750 tonn. Ráðstöf- un kjötsins var þannig: Innan- landssala var 9.203 tonn, útflutn- ingur 2.479 tonn og birgðaaukning á ábyrgð ríkissjóðs var 1.068 tonn eða alls 12.750 tonn. Birgðir af kindakjöti hinn 1. september 1986 voru 2.387 tonn og af því var verðábyrgð ríkisins á 1.068 tonnum. Fulltrúar fram- leiðenda í framkvæmdanefnd bú- vörusamninga ítrekuðu þann skilning sinn, sbr. bókun ríkis- stjórnarinnar frá 28. nóvember 1986, að vilyrði ríkisins liggi fyrir um að það yfirtaki verðábyrgð á 600 tonnum af þeim 1.319 tonnum sem voru utan verðábyrgðar hinn 1. september 1986. Ekki liggur fyrir endanleg af- staða um framkvæmd þeirrar bókunar. Aukin niðuzgreiðsla á gömln kjöti Lagt var fram bréf frá viðskipta- ráðuneytinu þar sem tilkynnt var Loðdýrabændur - Graskögglanotendur Til sölu nokkur lítiö gölluö fiskikör, meöal annars útlitsgölluö. Henta fyrir loödýrafóöur, grasköggla, matvæli o.fl. Stæröir 660 og 1000 lítra. Seljast meö góöum afslætti. Borgarplast hf. Vesturvör 27, Kópavogi Sími: (91)46966 Orðsending til bænda á Norðurlandi Vörusala Ræktunarfélagið hefur undanfarin vor útvegaö bændum ýmsar smávörur frá Kanada, svo sem lambamerki, brenni- merki, sogvara, geldingatengur, bitatengur og júgurþurrk- ur. Vöruverð er ekki Ijóst fyrr en varan kemur. Þeir sem vilja gera pantanir vinsamlegast hringi í síma 96-24733 fyrir 20. mars. Lyf gegn grasmaur Grasmaur hefur á undanförnum árum valdið verulegu uppskerutjóni á sumum túnum. Lyfið Permasect virðist gefa vissa vörn gegn vágestinum ef úðað er á túnin að vorinu. Bændum er bent á aö úða einungis spildur sem hafa árlega orðið fyrir mauraskemmdum og kostar skammturinn á hektara um kr. 1.000. Spildurnar má ekki beita í 14 daga eftir úðun. Ræktunarfélagiö tekur við pöntunum á lyfinu fyrir 15. apríl í síma 96-24733. Ræktkunarfélag Norðurlands. Freyr 203

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.