Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1987, Blaðsíða 16

Freyr - 01.03.1987, Blaðsíða 16
Sjálfstæðar búgreinar og stuðningsbúgremar. Skipta má þeim ábendingum sem í hugmyndaskránni er að finna í tvo flokka. Annars vegar starfsemi sem staðið getur sem sjálfstæð búgrein, svo sem loð- dýrarækt, fiskeldi, kanínurækt, hestamennska og sumar greinar ferðaþjónustu, og hins vegar þær greinar sem fyrst og fremst eru til þess fallnar að koma sem viðbót eða uppfylling með annarri bú- vöruframleiðslu á býlum þar sem vinnuafl og húsnæði er aflögu. Það er auðvitað ljóst að naut- gripa- og sauðfjárrækt eru og verða um ókomin ár mikilvægustu greinar íslensks landbúnaðar og engin þeirra nýjunga sem nú eru á döfinni er líkleg til þess að komast þar í samjöfnuð að því er umfang varðar nema ef vera skyldi loð- dýraræktin og fiskeldið. Ný atvinnustarfsemi mun því aðeins að hluta koma í staðinn fyrir sauðfjár- og nautgriparækt en að verulegum hluta verður hún viðbótartekjuöflun hjá bændum sem þær greinar stunda. En þótt slík starfsemi sé fyrst og fremst til uppfyllingar, er hún ekki síður mikilvæg en það sem stærra er í sniðum og getur orðið undirstaða að tekjuöflun sem skiptir sköpum um það hvort býlið helst áfram í byggð eða fer í eyði. Miklum tíma og fyrirhöfn hefur verið varið til þess á undanförnum árum að finna fjármagn og leiðir til þess að draga úr skerðingu sem framleiðendur mjólkur og kinda- kjöts verða fyrir vegna framleiðslu sem markaðar er ekki fyrir. Oft er þar um tiltölulega litlar fjárhæðir að ræða. Minna hefur hins vegar verið hugað að því hvernig skapa mætti þessum sömu bændum að- stöðu til þess að afla þessara tekna með annarri starfsemi eða fram- leiðslu. Úr mörgu að moða. í hugmyndaskránni er minnt á 76 viðfangsefni sem sum geta greinst í marga mismunandi þætti. FHÉTTABRÉF STÉTTARSAMBANDS BÆNDA I uiubUA Fduui- IW7 qjjj' Fjölþættari ^ atvinnumöguleikar oo í sveitum Hlutverk Framleiönisjóðs Sjmtvxnx k'f uiii nr 4A/I9XS eru Framleiðni\j6ði UndbúnuAurin\ Vytiðu fjármurir «m vetji ikal itl eflmfar nvna bupeina nurtaðvonunar oe nl fji/haevleiírar endurvfcipulagnmgar burcfcvturv ilúgbýTum. fývsiafcvxðt laganna giláa Jrm 19X0 I umremi við (iciia vemr vi«Wn Fiamleiðnivjoðv fiamlog ul eflinear aivmnu i vvenum Til (icuia koma framfcvsmðir hji Kendum a lofbylum vem fjirfevla á jocðum linum veena anna/v aomnurekvirarenm^kur^ot kjmfiamleið.lu bar (elui hv.ui jorðinni eðj nvjjr (remj/ vem koma i vuð þevv vem fynr er Fympeiðvla Framieiðnivjoðv et ekki bundm v ið lillcknar nyjunjar hcldur geiur hvað eina konnð ul peina vem að mali vijomar vjúðvinv er nl þew fallið að vtyrkja lekjuoflun bondanv o* fjolvkyldu hanv og ireyvia tramnAarbúveiu i viðfcomandi bvli Framlag vjÁðvmv gclur numið alll að V« jf uofnkounaði v ið framkvcmdimar. eða að himarfci kr V«H»I Onnur op.nher framlog id leðra framkvxmda cr Framleiðnivjáði heimili að dra(j fii viofnkovmaði. iður en hluldcild hanv er ikveðm Framlog vjóðvinv eru ekki bundin afvali i fullvirðivrtln. en þeu bxndur vem aivala ver fullvirðivrétn eða eni með liul bu vkulu að oðru jofnu vuja fynr um þcvvi framlog Umvókn um framlag vkal fylgjj iurleg icllun um vlofn o( . iiiijui nnrigojrmjivur STÉTTARSAMBAND BÆNDA iuk<>. Bendjhnllinn vi« Hjgjlor| Hugmyndaskrá Stéttarsambands bœnda um atvinnumöguleika í sveitum. Flestar hugmyndirnar eru gamal- kunnar og þessi hugmyndaskrá er engan veginn tæmandi. Skránni er fyrst og fremst ætlað að vekja umræður og vekja fólk til um hugsunar um það hvaða mögu- leikar kunna að leynast í næsta nágrenni þess. Reynt er að miðla helstu upp- lýsingum um viðkomandi verk- efni, eftir því sem kostur er og bent á hvar afla megi frekari upp- lýsinga og leiðbeininga ef um slíkt er að ræða. í mörgum tilfellum er þó engu að miðla nema hugmynd- inni sjálfri og reynslan ein leiðir í ljós hvort sumar þeirra eru nýtan- legar við okkar aðstæður. Allar þessar hugmyndir eru á einhvern hátt tengdar þeirri at- vinnustarfsemi sem fyrir er í sveit- um eða þeim landgæðum sem við ráðum yfir. Hér er um að ræða aukna nýtingu á vinnuafli, við- bótar landnot, aukna nýtingu bú- smala eða mannvirkja, hlunninda og nýtingu hráefnis sem landbún- aðurinn eða landið sjálft gefur af sér. í langflestum tilfellum má nýta fjárfestingu og aðstöðu sem fyrir er á býlinu og er því tiltölulega lítillar nýrrar fjárfestingar þörf. Þar eru að sjálfsögðu undan- skildar greinar eins og loðdýra- < o z < o o rækt, skógrækt, fiskeldi og sumar greinar ferðaþjónustu. Þessi verk- efni ætti því að falla vel að þeirri starfsemi sem fyrir er í sveitunum og eru margar framkvæmanlegar án verulegs kostnaðar og áhættu. Hugarfarsbreyting. Hvað þarf þá til að hrinda slíkum hugmyndum í framkvæmd ? I fyrsta lagi þarf hugarfarsbreyt- ingu. í sumum landshlutum virðist ríkja rótgróin vantrú á að nokkuð geti komið í staðinn fyrir sauð- kindina. Þetta kom mjög glöggt fram í viðbrögðum manna við að- gerðum Framleiðnisjóðs á sl. hausti. Svo rammt kvað að þessu að til mín hefur komið fólk sem segist ekki hafa treyst sér til þess að fara út í búháttabreytingar vegna andstöðu við allt slíkt í nán- asta umhverfi sínu. Það er auðvitað ljóst að mögu- leikar til nýrrar atvinnustarfsemi eru mismiklir eftir héruðum og sums staðar er fárra annarra kosta völ en að stunda sauðfjárrækt. En slíkir fordómar mega þó undir engum kringumstæðum hindra það, að fólk geti nýtt þá mögu- leika sem það teiur sig eiga til bættrar afkomu. Hugarfarsbreyting þarf hins vegar ekki aðeins að verða meðal bænda sjálfra. Hennar er einnig þörf meðal þeirra sem að Ieiðbein- ingaþjónustu starfa, hjá starfs- mönnum þeirra stofnana sem ráða fjármagni og annarri fyrirgreiðslu, og hennar er þörf meðal okkar sem vinnum í Bændahöllinni. Síð- ast en ekki síst þarf að verða hugarfarsbreyting meðal ráða- manna þjóðarinnar. Ekki fleizi gamla vixla. í öðru lagi þarf fjármagn. Fram- leiðnisjóði er ætlað það hlutverk að greiða fyrir búháttabreytingum í landbúnaði og til þess fær sjóður- inn verulegt fé á næstu árum. En margir vilja hlaða pinklum á Skjónu og eins og fram hefur komið hjá formanni sjóðsins hefur mest af fé hans hingað til farið til 184 Freyk

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.