Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1987, Blaðsíða 27

Freyr - 01.03.1987, Blaðsíða 27
Tafla 4. Fóðurþarfír smágrísa (vandir undan 6 vikna eða seinna) Vikure. fæðingu .... 2 3 4 5 6 7 8 9 10 li 12 13 FE/grísdag ........ eftir átlyst 0.5 0.6 0.7 0.85 1.0 1.1 1.2 Þyngd grísanna, kg ca . 3 5 7 9 11 13 15 17 19 22 25 t.d. kalsium er 8 g í fóðureiningu, en þetta magn er talið nægilegt fyrir fullvaxin dýr. Ef um ungar gyltur og gelti er að ræða, getur verið nauðsynlegt að gefa meira en þetta, einkum af kalsium og fosfór. Hlutfallið milli kalsium og fosfór á að vera ca 1,2 til 1,0. Við venjulegar aðstæður, ef gefið er gott fóður, er ekki talin þörf á aukaskammti af vítamínum, sjá töflu 3. Nauðsynlegt er að vekja athygli á því að notagildi vítamína minnkar, ef langur tími líður frá framleiðsludegi fóð- urblandanna. Flest öll fóðursölu- fyrirtæki taka ekki ábyrgð á gæð- um vítamína í fóðurblöndum ef liðnir eru 6 mánuðir eða meira frá framleiðsludegi. Sjálfsögð var- úðarráðstöfun er því að gefa gylt- um, göltum, smágrísum og eldis- svínum smáskammt af góðu, óþránuðu lýsi. Óráðlegt er að halda áfram með lýsisgjöfina handa eldisgrísunum eftir að 50— 60 kg þyngd er náð. Lýsisbragð getur komið af kjötinu, ef gefið er lýsi rétt fyrir slátrun. Hæfilegur lýsisskammtur á dag er talinn vera 20 g handa gyltum og 5 g handa smágrísum og eldissvínum. B) Smágrísir í töflu 4 eru sýndar fóðurþarfir smágrísa og æskileg samsetning tvenns konar smágrísablanda, smágrísablöndu fram að 6 vikna aldri og smágrísablöndu, sem not- uð er þar til grísinn er orðinn 20— 25 kg þungur. Innihald pr. FE Fráfærur allt að 6 vikum: 180 g meltanlegt hráprótein 10 g meltanlegt lysin 6 g meltanlegt methionin 8,0 % hráfita mest 2,5 % tréni Fita í smágrísafóðrinu eykur át- lystina og um leið vöxt grísanna. Notuð er fita úr dýraríkinu, 70% svínafita og 30% nautgripafita. Trénisinnihaldið í smágrísablönd- unum verður að vera lágt. Mikilvægt er, að rétt hlutföll séu á milli hinna ýmsu steinefna, sjá töflu 5. Ef t.d. 10 g af kalsium er t hverri fóðureiningu, þá verða að vera 100 mg af zinki í hverri fóðureiningu, annars er hætta á að grísirnir fái húðsjúkdóminn para- keratose. Það próteinfóður, sem notað er í smágrísablöndur verður að hafa hátt líffræðilegt gildi og eru það einkum aminósýrurnar lysin, met- hionín og cystín, sem nóg verður að vera af í smágrísablöndum. Al- gengast er að nota undan- rennuduft, fiskimjöl og sojamjöl í þessar blöndur, en einnig er al- gengt að nota hörfræ og þurrger með til þess að auka átlyst hjá grísunum. Þær korntegundir sem algengast er að nota í smágrísa- blöndur eru bygg, hveiti og hafr- ar, einnig er maís ágætur. Hér á eftir verða sýnd tvö dæmi um samsetningu á tvenns konar Fráfærur eftir 6 vikur eða seinna. 160 g meltanlegt protein 9 g meltanlegt lysin 6 g meltanlegt methionin 4,0 % hráfita mest 4,0 % tréni smágrísablöndum, „starfsfóður- blöndu“ og venjulegri smágrísa- blöndu. „Startfóðurblöndur" eru einkum notaðar handa smágrísum fyrstu vikurnar eftir fæðingu, þeg- ar grísirnir eru mjög ungir við fráfærur. „Startfóðurblanda": 12% mjólkurduft, 5% fiskimjöl, 20% sojamjöl, 4% þurrger, 2% hörfræ, 14% bygg, 16% hveiti, 10% maís, 7% hafrar, 2% fóðursykur, 5% dýrafita 1,36% mónokalsíumfos- fat, 1% krít, 0,4% salt, 0,04% járnsúlfat, 2% vítamínmíkró- blanda. Smágrísablanda: 4% mjólkur- duft, 4% fiskimjöl, 14% sojamjöl, 3% þurrger, 2% hörfræ, 1,3% dýrafita, 41% bygg, 20% hveiti, 7,6% hafrar, 1,4% mónókalsium- fosfat, 1,1% krít, 0,4% salt, 0,04% járnsúlfat, 0,16% vítamín- míkróblanda. C. Eldisgrísir í töflu 7. eru sýndar fóðurþarfir eldisgrísa í Danmörku frá því að þeir hafa náð 25 kg þyngd og þar til sláturþyngdar. Vaxtarhraði ís- Tafla 5. Steinefnaþarfír smágrísa (innihald í fóðureiningum). Kalcium Fosfor Salt Járn Zinc Mangan Kopar Joð Selen g g g mg mg mg mg mg mg 9—11 7—9 3—5 140—160 90—110 40—50 5—10 0.1—0.2 0.07—0.1 Tafla 6. Vítamínþarfír smágrísa, (innihald í fóðureiningu). A- vit. D-vit. E-vit. Thia- Ribofla- Pyri- Nia- Panto- Bio- Vit. B,2 min vin doxin cin tensýra tin a.e. a.e. mg mg mg mg mg mg mg mg 6000 600 30—40 2 5 4 40 15 0.2 20 Freyr 195

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.