Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1987, Blaðsíða 33

Freyr - 01.03.1987, Blaðsíða 33
Noregi. Að ástandið er þó ekki verra en það þó er, má þakka því að bændakynslóð nútímans á að baki allmörg ár með alhliða vinnu- lagi. Hjarta- og æðakerfi var þá í góðu lagi og menn settust á drátt- arvélina með varasjóð góðrar heilsu. Auk þess höfðu þeir haft staðgott sveitafæði en ekki þann leiða óvana sem nú er (í Noregi) að borða veislumat hversdags, að því er Almás heldur fram. Enn- fremur búa menn um og yfir miðj- an aldur enn að stríðsárunum, sem frá næringarsjónarmiði voru óskatími, a. m. k. þeim sem bjuggu í sveit og neyttu búfjár- afurða. Út frá þessum forsendum velti vísindamaðurinn Reidar Almás því fyrir sér hvernig fara muni fyrir næstu kynslóð í landbúnaði. Hún fari beint af skólabekknum upp í traktorssætið, án grundvall- ar- og þrekþjálfunar m. a. af göngu, og án þess varasjóðs af heilbrigði, sem núverandi kynslóð Áburðarverksmiðjan. Frh. afbls. 182. formann úr hópi þeirra manna sem sitja í stjórn. Formaður er nú Gunnar Guðbjartsson, aðrir í stjórn eru Egill Jónsson alþingis- maður, Bjarni Helgason jarðvegs- fræðingur, Ríkharð Brynjólfsson kennari á Hvanneyri, Gunnar V. Sigurðsson kaupfélagsstjóri á Hvammstanga, Gunnar Sigurðs- son fyrrum bóndi í Seljatungu og Garðar Sveinn Árnason fram- kvæmdastjóri á Sauðárkróki. Stjómin heldur fundi að jafnaði mánaðarlega. M.E. á. Unga kynslóðin gengur líka með þá flugu í kollinum að bænd- ur þurfi ekki að trimma, sagði Almás, en jafnframt sagðist hann vona að vinnurannsóknir og að- gerðir til að fyrirbyggja heilsutjón beri ríkan og skjótan árangur í landbúnaðinum. Endursagl eftir heimildum frá NLVF — J.J.D.) Æðarræktendur Áhugi bænda á æðarrækt og dúntekju fer vaxandi. Til að auðvelda bændum að koma upp æð- arvarpi og viðhalda því bjóðum við ykkur gerviæðarfugla. Hafið samband strax í dag og tryggið ykkur gerviæðarfugla fyrir vorið. I. Guömundsson & Co. hf. Þverholti 18, pósthólf 1585, 121 Reykjavík, sími 91-24020. Erfið búfjártalning. Jón Karlsson í Gýgjarhólskoti í Biskupsstungum er forðagæslu- maður í sinni sveit. Til skamms tíma gekk honum vel að koma tölu á búfé sveitunga sinna en sú tíð er liðin. Um það orti hann eftirfarandi vísu: Eg hef talið ær og kýr, endur, svín og hesta, en að elja uggadýr angra nundi flesta. Bændur athugið Seinni orlofsvika vetrarins verður 29. mars — 4. apríl. Fjölbreytt dagskrá að venju. Allra síðustu forvöð að slá sér upp á bænda- viku á Hótel Sögu. Vinsam- legast hafið samband við Oddnýju eða Þórdísi í síma 19200. Ráðunautafundur 1982. Frh. afbls. 175. ingum sem hann á nú í, bæði með því að gera framleiðsluna hagkvæmari og beina kröftun- um að nýjum tekjuöflunarleiðum. Eins og áður voru flest erindin gefin út í hefti sem dreift var í upphafi fundar. Hér í blaðinu mun einnig birtast efni frá fundinum fram eftir ári eftir því sem tök verða á. M.E. Freyr 201

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.