Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1987, Blaðsíða 15

Freyr - 01.03.1987, Blaðsíða 15
Ráðunautafundur 1987 Hákon Sigurðgxímsson Stéttarsambandi bænda Fjölþættari atvinnumöguleikar í sveitum Ég mun í erindi þessu fjalla um möguleika á nýrri atvinnuuppbyggingu í sveitum. Mönnum hefur alllengi verið Ijóst að renna þyrftifleiri stoðum undir atvinnulíf sveitanna ef takast á að halda byggð í landinu í svipuðu horfi áfram og nú er. Þetta varð ljósara en nokkru sinni fyrr eftir að framleiðslutakmark- anir komu til sögunnar í naut- gripa- og sauðfjárræktinni árið 1979. Vinnubrögð hafa hins vegar verið fremur handahófskennd á þessu sviði og ekki færri en 5 stofnanir fjalla á einhvern hátt um þessi mál án þess bein tengsl séu á milli þeirra eða samræming á að- gerðum. Stefnumörkun Stéttarsambandsins. Af hálfu Stéttarsambands bænda hefur allt frá árinu 1980 verið lögð áhersla á að samræma yrði starf á þessu sviði og fela einhverjum einum aðila ábyrgð og frumkvæði í því efni. Um þetta bera ályktanir aðal- funda Stéttarsambandsins frá ár- unum 1981 og 1982 vitni en á þessi sjónarmið var þá ekki fallist af hálfu yfirvalda. Það er því ánægjulegt til þess að vita að nú hefur verið settur á fót starfshópur í stjórnarráðinu sem ætlað er m.a. að huga að samræm- ingu aðgerða á þessu sviði. Á aðalfundi Stéttarsambands bænda í júní sl. voru atvinnumál sveitanna tekin til ítarlegrar um- fjöllunar og um þau ályktað. í ályktun fundarins segir m.a. þetta: „Ljóst er að framleiðslugeta hefðbundins landbúnaðar er nú langt umfram þarfir innlenda markaðarins og að ekki hefur enn tekist að afla nýrra markaða er- lendis er greiði viðunandi verð fyrir kjöt og mjólkurvörur. Því verður að leggja mikla áherslu á uppbyggingu nýrra búgreina og annarra atvinnuþátta er tengjast landbúnaði. Uppbygging þeirra er áhrifaríkasta leiðin til að skapa þeim sem áfram vinna að fram- leiðslu sauðfjár- og nautgripa- afurða svigrúm til lífvænlegrar af- komu og þau laun sem verðlags- grundvöllur landbúnaðarins og 9. grein laga nr. 46/1985 gera ráð fyrir“. Kjami málsins. Að mínu mati er hér komið að kjarna málsins. Hluti af búunum er það smár að eigendur þeirra hafa hvorki af þeim fulla atvinnu né viðunandi afkomu. í öðru lagi er mikið af góðri fjárfestingu vannýtt og ef skapa á skilyrði til þess að nýta hana betur þarf hluti þeirra sem nú stunda nautgripa- og sauðfjár- rækt að fara í aðra framleiðslu. í framhaldi af ályktun aðalfund- ar Stéttarsambandsins ákvað stjórn þess að láta taka saman hugmyndaskrá um nýja atvinnu- starfsemi í sveitum og freista þess að koma af stað markvissri um- ræðu um þessi mál meðal bænda og í þjóðfélaginu almennt. Sú hug- myndaskrá sem lögð hefur verið fram verður send öllum bændum í landinu og þess óskað að hreppa- búnaðarfélög í samvinnu við sveit- arstjórnir og önnur félagasamtök í sveitum beiti sér fyrir umræðum um atvinnumál á félagssvæði sínu. Því verður ekki neitað að um- ræður um búháttabreytingar í landbúnaðinum og nýja atvinnu- sköpun í dreifbýli hafa um of ein- kennst af tregðu og vantrú á að nokkuð geti komið í stað hinna hefðbundnu búgreina. Þessum hugsunarhætti þarf að breyta og hjálpa fólki í sveitum til að koma auga á þá möguleika sem það kann að eiga til nýrrar atvinnu- uppbygginga. Freyr 183

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.