Freyr

Volume

Freyr - 15.04.1987, Page 31

Freyr - 15.04.1987, Page 31
leiðslu á ný á samningstímanum skv. eldri samningum um förgun riðufjár. Fari svo að innlandsneysla á verðlagsárunum 1988/91 verði minni ár hvert en nemur 80% af umsömdu framleiðslumagni, skulu aðilar í lok viðkomandi verðlagsárs beita sér fyrir leigu eða kaupum á fullvirðisrétti, sem nemur því sem munar. Verðábyrgð ríkissjóðs fyrir mjólk skal vera þessi: Á verðlagsárinu 1988/89 103 milljónir lítra. Á verðlagsárinu 1989/90 104 milljónir lítra. Á verðlagsárinu 1990/91 104 milljónir lítra. Á verðlagsárinu 1991/92 104 milljónir Iítra. Hið umsamda magn innan verð- ábyrgðar skal þó aukast þannig ár hvert á samningstímanum, að fari samanlögð innanlandsneysla næstu tveggja verðlagsára á undan fram úr áætlun búvörusamninga, skal verðábyrgð ríkisjóðs aukast um % hluta þess sem neyslan jókst. Samningur þessi grundvallast á áætlun um árlega framleiðslu, innanlandssölu, útflutning og birgðastöðu í lok hvers verðlags- árs sbr. fylgiskjal I og II.* Birgða- tölur breytast þó til lækkunar Frá undirskrift búvörusamninga. Taldir frá vinstri: Jón Helgason Landbúnaðarráð- herra, Ingi Tryggvason formaður Stéttarsambands bœnda og Magnús Sigurðsson bóndi á Gilsbakka. (Ljósm. M.E.). vegna ráðstafana er ríkissjóður kann að gera skv. 9. gr. Fullvirðisréttur í sauðfjárafurð- um og í mjólk, sem Framleiðni- sjóður landbúnaðarins hefur tekið ábyrgð á skv. b) lið 12. gr. í búvörusamningi ríkisstjórnar ís- lands og Stéttarsambands bænda frá 21. september 1986, er utan *Fylgiskjöl I og II eru ekki birt hér en þau fjalla um áœtlun um framleiðslu, innanlandssölu og birgðir , annars vegar mjólkur og hins vegar kindakjöts, á verð- lagsárunum 1986187 til 1991192. við samningstölur í þessum samn- ingi. Aðilar eru sammála um að sá fullvirðisréttur sem um ræðir skuli áfram vera á ábyrgð Framleiðni- sjóðs, á meðan samningur þessi er í gildi. 3. gr. Ríkissjóður leggur fram fjár- magn til að greiða mismun á fullu verði afurða, sem framleiðendum er ábyrgst að þeir fái greitt, og á því verði sem unnt er að fá fyrir afurðirnar samkvæmt verðskrán- ingu innanlands og við sölu á erlendan markað. Báruplast og efni í stálgrindahús Framleiðum báruplast, vel glært. Ýmsar stærðir og gerðir fyrirliggjandi. l-bitar, vinklar og prófílrör fyrirliggjandi í loðdýrahús og önnur stálgrindahús. J. HINRIKSSON HF. Súðarvogi 4, 104 Reykjavík. Símar: 91-84677, 91-84380 og 91-84559 Freyr 319

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.