Freyr - 01.09.1987, Síða 9
skuldbundu sig til að skera niður
fé sitt umsvifalaust ef riða kemur
upp hjá þeim, hvort sem er á
nýjum bæjum eða þar sem fé
verður tekið aftur.
Þess er svo krafist, og algert
skilyrði til að mega taka fé aftur,
að menn sótthreinsi öll hús og allt
það sem fé hefur komið í snert-
ingu við. Jafnframt verður að
eyða fyrstu uppskeru af túnum
eftir niðurskurð eða gefa heyið
öðrum búpeningi en sauðfé.
Hvaða bætur fenguð þið fyrir
þetta?
Það var samið við Sauðfjárveiki-
varnir og Landbúnaðarráðuneytið
um svokallaður afurðatjónsbætur
til tveggja ára. Einnig hafa sýslu-
félögin og búnaðarsamböndin á
svæðinu lagt fram fjármagn til
þess að bæta bændum að nokkru
það tjón og kostnað sem leiðir af
endurnýjun í fjárhúsum og
hreinsun umhverfis.
Hvað tóku menn til bragðs að
lifa af þegar þetta var ákveðið ?
Það er nokkuð misjafnt. Þetta
voru 10 heimili hér í sveit þar sem
nú var skorið niður. Sums staðar
voru við búskap eldri menn sem
munu hætta að búa en eiga áfram
heimili á jörðum sínum. Nokkrir
hafa í vaxandi mæli fengið vinnu
við laxeldisstöðvarnar í sveitinni,
ísnó hf. við Lón og Árlax hf. í
grennd við Skúlagarð. Þessar
stöðvar hafa bjargað ákaflega
miklu í atvinnulegu tilliti hér í
sveitinni.
Kannski er það gagnkvæmt líka,
að það hefur verið hagstætt
fyrir þessi fyrirtæki að fá menn
búsetta hér sem ekki hefur þurft
að hugsa um húsnæði fyrir ?
Já, alveg tvímælalaust, því að hér í
nágrenni við mig eru nokkrir
menn sem búa heima hjá sér og
vinna þarna.
Hvemig hefur rekstur
stöðvanna gengið ?
Hann hefur gengið vel. Hjá Árlaxi
er eingöngu seiðaeldi og rekstur
Lón í Kelduhverfi og Laxeldisstöðin ísnó.
þar byggist mjög á erlendum
mörkuðum. Þeir hafa selt seiði til
írlands, bæði í fyrra og í ár með
góðum árangri.
ísnó byrjaði fyrst og fremst með
matfiskeldi í búrum í lónunum og
jafnframt lítilsháttar hafbeit. Þetta
hefur vaxið verulega hjá þeim en
núna á síðustu tveimur árum hafa
þeir verið að byggja sér upp að-
stöðu fyrir seiðaeldi og eru komn-
ir með hana í gang. Þeir eru þar
með hugmyndir sem eru mjög
stórar, m.a. með það fyrir augum
að auka hafbeitina verulega.
Hafa menn snúið sér að
mjólkurframleiðslu eftir
niðurskurð fjárins ?
Nei, það hefur engin aukning orð-
ið á mjólkurframleiðslu í hreppn-
um síðustu árin. Það hafa aðeins
verið þessi tvö bú, hér í Vogum og
á Meiðavöllum, og ég kem ekki
auga á breytingar í þeim efnum,
enda ekki um það að ræða að fá
fullvirðisrétt til slíkrar framleiðslu
nú.
Aðrar búgreinar sem eru ekki
háðar framleiðslutakmörk-
unum?
Það eru rekin hér tvö refabú en á
tímabili voru þau þrjú.
Hvemig er hugur í mönnum við
þessar aðstæður hér í sveit.
Óttast menn um mikla
búseturöskun í náinni framtíð?
Það er ekki auðvelt að gera sér
grein fyrir því hvernig þau mál
munu þróast. Ég óttast að það
verði verulegur samdráttur í
sauðfjárbúskap í sveitinni sem af-
leiðing af niðurskurðinum, kann-
ski m.a. vegna þess að yngri
mennirnir sem komast hafa í
vinnu annars staðar hverfi ekki
aftur að fjárbúskap nema sumir.
En þess ber að geta að það er ekki
bara riðan sem hefur áhrif á þessa
þróun. Sú mikla takmörkun á
framleiðslurétti sem beitt hefur
verið að unanförnu og gert hefur
góðar jarðir svo óbyggilegar og
verðlausar að nálgast eignaupp-
töku hefur líka haft sín áhrif.
Freyr 657