Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1987, Qupperneq 12

Freyr - 01.09.1987, Qupperneq 12
Ami Snæbjömsson, jarðræktarráðunautur Um kílræsi og plógræsi Inngangur. / flestum löndum, þar sem land er rœst fram, eru lokrœsi megin uppistaða framrœslunnar. Hér á landi er þessu öfugtfarið, við notum opna skurði meira enflestir aðrir við að rœsa fram blautt land. Ástœður þessa eru eflaust margar og má þar m.a. nefna: — Opnir skurðir taka vel við yfir- borðsvatni, jafnvel þó að jörð sé frosin og ekkert niðursig á sér stað. — I lér á landi hefur þróast tækni og skipulag þannig að opnir skurðir eru ekki mjög kostn- aðarsamir. — Landrými er hér mikið og land ódýrt og ekki þarf að horfa í það sem tapast undir skurði. — Opnir skurðir gróa ekki eins ört upp hér og í löndunum þar sem veðurfar er hlýrra. — Auðvelt er að fylgjast með ástandi skurðanna og þeir auðvelda vörslu búpenings. Þó að varanleg lokræsla með t.d. rörum sé á margan hátt æskileg í einhverjum mæli, er sú framræsla fremur dýr. Hér á eftir er fjallað um ódýrar gerðir lokræsa, sem vert er að gefa aukinn gaum þegar huga þarf að endurbótum á eldri ræktun og þar sem auka þarf og bæta framræsl- una. Víða geta kíl- eða plógræsi dugað til endurbóta á framræsl- unni, ásamt lagfæringum á eldri skurðum. Kilræsi. I mörgum nágrannalöndum okkar hafa kílræsi verið talsvert notuð síðustu áratugi, en kílræsing hefur verið þekkt mjög lengi. Hingað til lands komu fyrstu kflplógarnir um 1930, en þeir reyndust ekki vel og voru lítið notaðir næstu ár. í um- sögn Verkfæranefndar frá árinu 1947 kemur fram, að víða þurrka ræsin vel og halda lögun sinni að mestu. Þó er varað við því strax í upphafi, að kflræsi henta ekki í hvaða jarðvegi sem er og að land þarf að hafa sigið áður en kflræst er. -r>~' > > r > Frá 1945 hefur talsvert verið gert af því að kflræsa land og hafa til þess verið notaðar ýmsar gerðir kílræsaplóga. Af reynslu þeirri sem fengist hefur bæði hér á landi og erlendis má ljóst vera, að kflræsi koma fyllilega til greina við þurrkun Iands, ef menn gera sér grein fyrir þeim takmörkunum sem eru á þessari aðferð og nota kflplógin eingöngu við réttar jarðvegsað- stæður. Kflplógurinn er mjög einfaldur að gerð. Nokkurs konar hnífur er festur á vökvalyftuboga jarðýtu eða á sleða sem dreginn er af jarðýtu eða á þrítengi allra stærstu dráttaravéla. Hnífur þessi hefur sívalning á neðri enda sem markar braut. Aftan í sívalninginn kemur keðja og í keðjuna kemur kólfur (kfll) um 15 cm í þvermál. Kólfur þessi þrýstir jarðveginum til hliðar og skilur eftir sig rás í jarðvegin- um. Til þess að rás þessi haldi lögun sinni að mestu, verður jarð- vegurinn að vera seigur (lítið rotn- aður eða hálfrotnaður mór) eða allþéttur jarðvegur. Ekki þýðir að leggja ræsin þar sem jarðvegur er sendinn eða laus í sér af einhverj- um ástæðum. Land sem ræst er með opnum skurðum sígur oft verulega við framræsluna og j arðvegurinn þétt- ist. Við slíkar aðstæður getur kíl- ræsla vel komið til greina, þótt Mynd 1. Kílræsi. Hnífurinn sem sker er ýmist tengdur við lyftuboga jarðýtu eða festur á dragtengdan sleða. 660 Freyr

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.