Freyr - 01.09.1987, Page 13
Mynd 2. Kílplógur.
Á seinni árum hafa komið fram tœki til
kílrœslu sem tengja má aflan í dráltarvél.
En þá þarf90-120 hestafla vél til að draga
kílplóginn.
ekki hafi hún verið álitleg í upp-
hafi þegar landið var fyrst ræst.
Alltaf skal þó gæta þess að kanna
vel þann jarðveg sem kílræsa á
áður er ráðist er í framkvæmdir.
Við lagningu kílræsa raskast
yfirborð jarðvegs lítið sem ekkert.
Því getur verið álitlegt að kílræsa
tún sem farin eru að blotna upp og
reyna þá þessa aðferð áður en
ráðist er í dýrari framkvæmdir.
Kflræsi er hæfilegt að leggja
með 4—6 m millibili. Þau þurfa að
vera með öruggum halla og vera á
1—1,2 m dýpi. Vegna frosthreyf-
inga, gróðurs og umferðar búfjár
vill endi sá sem kemur út í affall
eða skurð oft hrynja saman. Því er
æskilegt að setja plaströrsbút (1—
1,5 m) í útfall röranna.
Reikna má með að kflræsi end-
ist í 5—10 ár að jafnaði, þótt
einstaka ræsi endist mun lengur.
Samkvæmt gömlum vinnumæl-
ingum tekur það 1—2 klst. að
kflræsa 1 hektara lands. Þar hljóta
þó aðstæður að ráða miklu, t.d.
hversu langt hvert ræsi er og
hversu samfellt landið er sem á að
ræsa.
Samkvæmt nýjum jarðræktar-
lögum er ekki veitt ríkisframlag á
kflræsi.
Plógræsi.
Árið 1962 hafði Vélasjóður ríkis-
ins forgögnu um að inn var fluttur
finnskur lokræsaplógur til reynslu
við íslenskar aðstæður. Plógur
þessi var talsvert notaður hér á
landi á næstu árum eða allt fram
undir 1970 og er líklega fyrirmynd
flestra þeirra gerða sem síðar
komu fram hérlendis. Á tímabil-
inu 1962—1970 voru gerðar á
plógunum smávægilegar breyting-
ar og lét Vélasjóður smíða tvo
lokræsaplóga sömu gerðar til við-
bótar þeim fyrsta. Árin 1964—
1967 voru stöðugt tveir plógar í
notkun á vegum Vélasjóðs, við
plæjgingu allvíða um land.
Arið 1963 smíðaði Eggert
Hjartarson á Hvammstanga lok-
ræsaplóg, sem við prófun á
Hvanneyri sumarið 1964 reyndist
vel. Eggerts-plógurinn var talsvert
notaður fram undir 1970, að aðrar
gerðir leystu hann af hólmi.
Árið 1967 var smíðaður plógur
á Sleitustöðum í Skagafirði og not-
aður fram til 1974 að notkun hans
var hætt vegna verkefnaskorts.
Það var nýjung við þennan plóg
að hann var fasttengdur við jarð-
ýtu og unnt var að lyfta honum
með vökvaafli.
Ein gerð plóga hefur verið
kennd við Pálma Jónsson á
Sauðárkróki og hefur sá plógur
verið í notkun í allmörg ár.
Svokallaður Olsens-plógur hef-
ur verið í notkun um talsvert skeið
hjá Rsb. Hjörleifi, en eins og
meðfylgjandi myndir eiga að sýna
vinnur plógur þessi dálítið öðruvísi
en aðrar gerðir.
Á árunum upp úr 1980 lætur
Rsb. Mýramanna smíða nýja gerð
af lokræsaplóg og vinnur hann
svipað og margar aðrar gerðir, en
er þó fasttengdur við jarðýtu og
má hæðarstilla hann á ferð.
í megin dráttum vinna allar
gerðir lokræsaplóganna svipað.
Aðalplógurinn lyftir jarðveginum
upp, undir er svo minni plógur
sem sker streng (20x30 cm) og
Freyr 661