Freyr

Volume

Freyr - 01.09.1987, Page 18

Freyr - 01.09.1987, Page 18
Heslareka. töluvert lækjarennsli í Lónin og skurðurinn mátti því aldrei tepp- ast, annars urðu engjarnar of blautar. En það kom oft fyrir í óstöðugri veðráttu að sjórinn teppti rennslið með sandburði og þá þurfti tafarlaust að opna skurð- inn að nýju. Er þá næst að skýra frá grasteg- undum þeim sem spruttu á þessu ágæta engi og voru nytjaðar, — og frá vinnsluaðferðunum. Aðalgrastegundin á öllu aðal- enginu var gulstör, þessi fagra og kostaríka tegund. Víðast hvar óx hún þétt og samfellt á stórum, sléttum og þurrum svæðum og myndaði grasið þykkan flekk þeg- ar það var slegið fullsprottið. Pannig var meginhluti þessa mikla og gjöfula engis. Allt grasið á þessum svæðum var langoftast hægt að þurrka þar sem það var fellt og var það að sjálfsögðu mikill kostur og feikilegur vinnu- sparnaður. Dálítill hluti gulstararengjanna, og þá einkum hjá okkur í Skógum, lá svo lágt að flytja þurfti grasið á þurrt. Það var því gulstörin sem gaf þessum heimilum allan aðalauð heyskaparins við Lónin. Hinar grastegundirnar, sem þarna uxu og ég vil ekki gleyma að geta, þótt þær gæfu aldrei mikið af sér, voru fergin, sem jafnan var kallað sef, vatnsnál og blástör. Þessar tegundir allar uxu á nokkr- um stöðum í vatni, í flákum, eða flögum eins og það var kallað, og sumar á töluvert djúpu vatni, klof- djúpu eða meira. En þar sem nýtni var öllum eldri kynslóðum í blóð borin þótti alveg sjálfsagt að slá flögurnar með þessum þremur grastegund- um þótt það væri fremur Ieiðinlegt kuldaverk og margfalt fyrirhafnar- samara en við gulstörina. Var svo gert heima allt frá því að ég man fyrst eftir mér. Mestu mun þar hafa ráðið að þetta var gott fóður og þá einkum sefið (ferginið) sem var mjög eftirsótt af öllum skepnum. Er þá að lokum að minnast á vinnsluaðferðirnar. Eins og nærri má geta hafa í sögu þessa engis eingöngu verið notuð hin gömlu, Heslasláiluvélar á landbúnaðarsýningunni Bú '87. 666 Freyr

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.