Freyr - 01.09.1987, Qupperneq 19
Grindarljár. (Ljósm. M.E.).
þjóðkunnu heyskapartæki landa
okkar, orf, Ijár og hrífa, nema
nokkra síðustu áratugina. Eftir að
hestasláttuvélin kom, — en hún
var með þeim allra fyrstu í sýsl-
unni sem barst í Ærlækjasel rétt
fyrir aldamótin og skömmu síðar í
Skóga, — var meginhluti allra
engjanna við Lónin sleginn með
henni vegna þess hve sléttar þær
voru. Óþarft er að lýsa því hér
hvílíkur léttir og flýtir þetta var við
heyskapinn.
Pann hluta engjanna sem var of
rakur fyrir vélarsláttinn þurfti að
sjálfsögðu að slá með orfi og Ijá og
því næst að aka grasinu á þurrt.
Það var gert í kerru og smíðaði
faðir minn á hana eins konar
kassa, sem við kölluðum heyhrip,
og tók um tvo bagga. Þegar kerr-
an kom til sögu varð hún einnig til
mikils hagræðis við heyskapinn,
en hún var örugglega notuð í
Skógum frá því um aldamót.
Það sem slegið var með orfi og
ljá við Lónin gerðist með tvennum
hætti eftir að ég fór að fylgjast
með og taka þátt í störfunum
heima. Annars vegar var notaður
venjulegur ljár, (bakkaljár með
léni), og síðar svonefndur Ey-
landsljár þegar slá þurfti á þurru,
en hins vegar grindarljár þegar slá
þurfti á deigu landi eða blautu.
Sögu grindarljásins þekki ég því
miður ekki, en þetta var ákaflega
gott tæki og þarft sem sparaði
okkur mikla vinnu. Hann var
þannig að um 25 cm há grind úr
stinnum vír var smíðuð á venju-
legan ellefu eða tólf gata Ijá og
fest vel á bakkann. Því næst var
riðað með fínum vír fremur gróf-
gert net á milli grindarteinanna.
Var þá ljárinn tilbúinn til notkun-
ar, rakaði ágætlega hvert ljáfar og
safnaði þannig grasinu í myndar-
lega skára eða múga. Minnist ég
þess glöggt að mér þótti falleg
sjón þegar slegnir höfðu verið
stórir flákar af grösugu deiglendi
að virða fyrir mér marga múga
samsíða hlið við hlið. Síðan var
múgunum ýtt saman í hrúgur,
ýmist með göfflum eða hestafli og
að því búnu ekið á þurrt til þerris.
Grindarljárinn var mikið þarfa-
þing og sparaði okkur mikla
vinnu, bæði í Lónaenginu og við
mýraheyskapinn.
Ef ég man rétt sá faðir minn
grindarljá fyrst á landbúnaðarsýn-
ingu sem hann sótti í Reykjavík
um 1920. Eftir það smíðaði hann
bæði ljábakka og grindur fyrir
heimilin í Skógum og einnig mörg
önnur.
Vinnuaðferðirnar við hinar
grastegundirnar þrjár voru gjör-
ólíkar. Þær voru allar slegnar í
töluvert djúpu vatni, eins og fyrr
getur, niður undir rót.
Þetta gerðist þannig að við
bjuggum okkur vel, því að auðvit-
að var þetta kuldaverk og ekki
beint þrifalegt því að víða var djúp
leðja í botni. Því næst tókum við
orf okkar og beittan ljá sem þurfti
að vera með sem beinustum
bakka til þess að hægt væri að slá
sem jafnast og sem næst rótinni.
Að því búnu óðum við ekki færri
en fjórir út í flöguna eða seftopp-
inn, eins og þetta engjasvæði var
oftast kallað heima, og skáruðum
engið hvert á eftir öðrum í „þræla-
slætti“ þar til lokið var.
Jafnan var stillt svo til við þetta
erfiða og sérstæða verk að allir
þeir karlmenn sem því gátu við
komið ynnu að því samtímis til
þess að það tæki sem skemmstan
tfma.
Svo sem geta má nærri þurfti að
i
beita orfinu með allt öðrum hætti
þegar slegið var í svona djúpu
vatni en lagvirkir menn vöndust
því fljótt.
En vatnssullinu var engan veg-
inn lokið með slættinum. Nú var
eftir að koma grasinu á land. Það
var gert þannig að við óðum með
langt færi, lögðum það innarlega
yst á skárann allt í kringum slægj-
una nema landmegin og köstuðum
síðan seftuggum hér og þar á færið
til þess að það fengi næga festu.
Að því loknu toguðum við ró-
lega, tveir og tveir samtímis sinn í
hvorn enda færisins og drógum
þannig allt sem við höfðum slegið
að landi. Á meðan drátturinn stóð
yfir voru alltaf að minnsta kosti
tveir karlmenn með langa gaffla
úti í vatninu fyrir utan til þess að
fylgjast vel með því að ekkert yrði
eftir að slægjunni. Ef svo var
köstuðu þeir því upp á slægju-
flekann. Og oft þurftu þeir líka að
ýta á eftir þar sem þunginn var
mestur.
Þegar slægjan var öll komin að
landi var henni svo kastað upp
með göfflum. Og þá var ekkert
annað eftir en að moka henni upp
í heyhripin okkar og flytja hana á
einhvern þurran og sléttan blett til
þerris.
Þurrkun heysins, flutningur
þess heim og frágangur, er ekki
innan ramma þessarar greinar svo
að henni er nú lokið.
Freyr 667