Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1987, Side 30

Freyr - 01.09.1987, Side 30
Samþykkt var að veita kr. 30 þúsund til þessa málefnis. Staða fr amkvæmdastj óra Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Gunnar Guðbjartsson fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs varð sjötugur á þessu ári og hefur sagt starfi sínu lausu frá næstkomandi áramótum. Ákveðið var að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar og var frestur til að skila umsóknum ákveðinn 15. september nk. Framleiðsla mjólkur. Innlögð mjólk í júlímánuði sl. var um 10.274 þúsund lítrar sem er rúmlega 537 þúsund lítrum eða 4,96% minna en í sama mánuði árið áður. Innlögð mjólk fyrstu 11 mánuði verðlagsársins er rúmlega 99.544 þúsund lítrar sem er um 1.949 þúsund lítrum eða 1,92% minna en á sama tíma árið áður. Nýttur fullvirðisréttur verðlags- ársins var að meðaltali 94,43%. Sala kindskjöts. Sala á kindakjöti innanlands fyrstu 10 mánuði verðlagsársins, til júníloka er 7.076 tonn sem er tæpu 281 tonni eða 3,8% minna en á sama tíma árið áður. Útflutt kjöt á sama tíma er um 2.040 tonn sem er um 327,5 tonnum eða 13,8% minna en árið áður. Rýrn- un kjöts á verðlagsárinu til júní- loka eru rúmlega 313 tonn en voru tæpt 101 tonn árið áður og koma þar fram 112 tonn af kjöti sem urðað var í mánuðinum. Innanlandssala af kindakjöti í júní var 713,4 tonn sem er 76,5 tonnum eða 12,0% meira en árið áður. Framleiðsla og sala nauðgripakjöts. Innlagt nautgripakjöt fyrstu 10 mánuði verðlagsársins, til júní- loka, var um 2.697 tonn sem er 223 tonnum eða 7,6% minna en árið áður. Sala nautgripakjöts á sama tíma er 2.523 tonn sem er 366 tonnum eða 17,0% meira en árið áður. Birgðir nautgripakjöts í júnílok eru 1.276 tonn sem er 62 tonnum eða 4,6% minna en árið áður. Sala nautgripakjöts í júnímán- uði var 346 tonn sem er 74 tonnum eða 27,2% meira en í sama mán- uði árið áður. Framleiðsla og sala svínakjöts. Innlagt svínakjöt fyrstu 10 mánuði verðlagsársins, til júníloka, er 1.612 tonn sem er 131 tonni eða 8,9% meira en árið áður. Sala svínakjöts á sama tíma var 1643.5 tonn sem er 176.5 tonnum eða 12,0% meira en árið áður. Sala í júnímánuði var um 162 tonn sem er 29 tonnum eða 21,8% meira en árið áður. Framleiðsla og sala á alifuglakjöti. Á tímabilinu janúar til loka júní á þessu ári var slátrað 1.137.508 fuglum sem gáfu 1.261.105 kg af kjöti. Sala á fuglakjöti á sama tíma var 961.198 kg og birgðir fuglakjöts í júnílok voru um 600 tonn. Staöa framkvæmdastjóra Fram- leiösluráös landbúnaðarins Starf framkvæmdastjóra Framleiösluráös landbúnaöar- ins er laust til umsóknar frá 1. janúar 1988 aö telja. Umsóknir, þar sem tilgreindur er aldur, menntun og fyrri störf umsækjenda, sendist fyrir 15. sept. 1987. Framleiðsluráð landbúnaðarins Báruplast og efni í stálgrindahús Framleiðum báruplast, vel glært. Ýmsar stærðir og gerðir fyrirliggjandi. l-bitar, vinklar og prófílrör fyrirliggjandi í loðdýrahús og önnur stálgrindahús. J. HINRIKSSON HF. Súðarvogi 4, 104 Reykjavík. Símar: 91-84677, 91-84380 og 91-84559 628 Freyr

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.