Freyr - 01.09.1987, Side 32
Mynd I
Mynd II
Tákn fyrir froslmerkingar stórgripa. Frostmerki hrossa er samsetl úr átta táknum, sem gerð eru úr réttum hornum og samsída línum,
sbr. mynd /. Táknin merkja lölustafina frá 0—9, sbr. mynd II. Merkið er jiannig byggt upp, að fremst er J. sem láknar að hrossið er
kynhreint og íslenskt. Þá koma tvö tákn, hvort upp af öðru, sem merkja síðustu tvo tölustafi ífœðingarári, en þriðja tákn merkir kyn
hrossins þar sem I I táknar hest og (~ táknar hryssu. Þá koma tvö tákn fyrir fœðingarhérað og loks þrjú tákn fyrir skráselningar-
númer.
og verðu hér vikið að nokkrum
þeirra. Nú er nánar kveðið á um
ýmis atriði, og í viðauka með
reglugerðinni er greint ítarlega frá
reglum um litarmerkingu búfjár.
í 1. grein reglugerðarinnar eru
búfjármörk skilgreind sem eyrna-
mörk, brennimörk, frostmerk-
ingar og plötumerki í eyra. Horna-
mörk eru ekki lengur viðurkend.
Þar kemur meðal annars fram að
óheimilt er að taka upp mörkin
gat og netnál á sauðfé og sprett í
nös á búfé. Markavörðum er gert
að vinna gegn varasömum ná-
merkingum og fá markeigendur til
að leggja miður mörk sem talin
eru óæskileg eða verður óheimilt
að nota framvegis.
2. grein fjallar um eyrnamörk-
in, af þeim öllum eru myndir og
samræmd heiti fyrir öll fjallskila-
umdæmi landsins. Merkt er við
þau mörk sem talið er að eigi ekki
að nota í framtíðinni, svo sem
ýmis soramörk eða mörk sem geta
verið ógreinileg eða of lík öðrum.
Nú skal til dæmis nota alls staðar
markheitið hálftaf í stað jaðrað,
og tvíbitað í stað bitar tveir.
I 3. greininni eru reglur um
plötumerki og skulu þau vera í
þeim litum sem tilgreindir eru í
viðauka með reglugerðinni í sam-
ræmi við fyrirmæli sauðfjárveiki-
varna.
4. greinin fjallar um forstmerk-
ingu stórgripa og er hér um ný-
mæli að ræða. Sýndar eru skýring-
armyndir af hinu viðurkennda
frostmerkingakerfi fyrir hross sem
nú ryður sér til rúms. Forstmerk-
ing skal skráð í upprunavottorð
sem fulltrúi Búnaðarfélags íslands
gefur út og fylgir það ætíð
gripnum. Óheimilt er að slátra
frostmerktu hrossi nema uppruna-
vottorð sé framvísað og staðfest-
ingu búnaðarfélagsins um hver sé
skráður eigandi. Hér er merkt
ákvæði á ferðinni því að sum hross
skipta oft um eigendur, og einnig
ætti með þessu að vera hægt að
koma í veg fyrir misferli af ýmsu
tagi.
í 5.—7. greinum er fjallað all
ítarlega um markeigendur, eig-
endaskipti að mörkum svo og
skráningu og niðurfellingu marka.
8.—9. greinar eru um marka-
skrár og gerð þeirra. Nú er gert
ráð fyrir samræmdum reglum um
röðun marka í skrárnar svo og um
brot og annan frágang. Hér kemur
fram það veigamikla nýmæli að
Búnaðarfélag Islands skuli skrá öll
mörk í Iandinu í tölvu og er það
starf nú að hefjast. Tölvuskráning
marka ætti m.a. að auðvelda alla
vinnu við útgáfu markaskráa, en
gert er ráð fyrir að á árinu 1988
verði nýjar markaskrár gefnar út
um land allt. Samræming á marka-
heitum og stöðlun af ýmsu tagi eru
nauðsynlegar forsendur þess að
hægt sé að skrá mörkin í tölvu-
skrá. Tölvuskráin getur síðan orð-
ið eins konar landsmarkaskrá.
10. greinin er mjög efnismikil
og fjallar um sammerkingar á
sauðfé. Lögð er áhersla á að gert
verði átak til að draga úr sam-
merkingum. Hvert fjailskila-
umdæmi fyrir sig er tekið fyrir og
tilgreint, við hvaða umdæmi eða
svæði sammerkingar eru óheim-
ilar. Leitað var álits markavarða
þegar þessar reglur voru í mótun
og komu fram býsna skiptar skoð-
anir á málinu. Sumir vildu draga
mun meir úr sammerkingum er
krafist er í reglugerðinni, en aðrir
vildu fara vægar í sakirnar. Þannig
má segja að farin hafi verið sú leið
sem flestir geta sætt sig við. Þó er
ljóst að það verður mikið verk
680 Freyr