Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1987, Blaðsíða 16

Freyr - 15.10.1987, Blaðsíða 16
um. Hugsanlegt væri að láta ær bera þrisvar á hverjum tveim árum ef það reyndist arðbært, en það er óljóst. Annað erindið var um úrval fyrir frjósemi og sérstök athygli vakin á mikilvirkum frjósemis- erfðavísi sem kenndur er við ána Þoku frá Smyrlabjörgum í Austur- Skaftafellssýslu. Það flutti dr. Stefán Aðalsteinsson en meðhöf- undur var dr. Jón Viðar Jón- mundsson. Bent var á hve mikill árangur hefur orðið af úrvali fyrir frjósemi hér á landi í tengslum við bætta fóðrun og meðferð. Bætt frjósemi er ein mikilvægasta leiðin til að auka arðsemi fjárins og meðal annars urðu gagnlegar um- ræður um búskap með marglemb- ur. Þess má geta að einn erlendu þátttakendanna, bóndi frá Norður-írlandi, hefur komið sér upp stofni áa með fjóra virka spena sem fóstra þrjú lömb með góðu móti. Slíks munu dæmi hér á landi og ef til vill væri hægt að rækta upp slíkt fé. Það mál hefur ekki verið kannað, en ég þigg með þökkum upplýsingar um fjórspena ær. í fjórða erindinu var fjallað um vetrarfóðrun fjárins. Það flutti Stefán Sch. Thorsteinsson en meðhöfundur var dr. Sigurgeir Þorgeirsson. Áhersla var lögð á notkun heimafengins fóðurs og sýnt að unnt er að fóðra ær til mikilla afurða á heyi eingöngu með minniháttar fóðurbætisgjöf á vorin, einkum með fiskimjöli og graskögglum. Á seinni árum hafa bæst við gagnlegar niðurstöður úr tilraunum með haustklippingu gemlinga sem hleypt er til og hef- ur hún aukið frjósemi þeirra svo að um munar. I fjórða erindinu var beitin tekin fyrir, einkum með hliðsjón af vexti og vænleika dilka. Dr. Ólafur Guðmundsson flutti erind- ið og meðhöfundur hans var dr. Ólafur R. Dýrmundsson. Á seinni árum hefur safnast saman mikið af upplýsingum úr beitartilraunum, bæði á láglendi og hálendi og voru helstu niðurstöðurnar kynntar. Nokkuð var vikið að skaðlegum áhrifum sníkjudýra og jarðvegs- sveppa á þrif lamba. Áhersla var lögð á hóflegt beitarálag og sýnt svo ekki verður um villst að í flestum árum er vöxtur lamba orð- inn lélegur í byrjun september, einkum á ofsettu landi. Dr. Sigurgeir Þorgeirsson flutti síðasta erindið og var Stefán Sch. Thorsteinsson meðhöfundur þess. Þar var fjallað um vöxt og kjöt- gæði íslenska fjárins. Ýmsum þátt- um kjötrannsókna voru gerð skil með sérstöku tilliti til gæðaflokk- unar, en nú beinist athyglin eink- um að leiðum til að svara markaðs- kröfum um magrara dilkakjöt, líkt og erlendis. Fróðlegar upplýsingar komu fram um gildi vaxtarlags, um afkvæmarannsóknir og um áhrif mismunandi haustbeitar á vöxt og kjötgæði, svo að dæmi séu nefnd. Fræðslufundinum lauk með ferð í Borgarfjörð miðvikudaginn 19. ágúst og um kvöldið var farið á landbúnaðarsýningu Bú ’87 þar sem útlendingunum var kynnt sér- staklega dilkakjöt og nýting þess. Þungamiðja ferðarinnar í Borgar- fjörð var heimsókn á Tilraunabúið á Hesti en Halldór Pálsson starf- aði þar við margvíslegar sauðfjár- rannsóknir allt frá stofnun þess 1943 og veitti því forstöðu um tæplega 40 ára skeið. Á Hesti var sýnt fé og sagt frá margvíslegum tilraunum og ræktunarstarfi. Hestbúið hefur gegnt veigamiklu hlutverki í sauðfjárræktinni því að þaðan hafa komið sumir af bestu hrútunum á sæðingarstöðvarnar. Hér gegna sauðfjársæðingar veigamiklu hlutverki, en þær hóf- ust 1939 og átti Halldór þar drjúg- an hlut að máli eins og í svo fjölmörgum öðrum efnum varð- andi fjárræktina. Auk heimsókn- arinnar að Hesti voru skoðuð fjár- hús á Bjarteyrarsandi á Hvalfjarð- arströnd, Bændaskólinn á Hvann- eyri var sóttur heim og beitilönd voru skoðuð, en til baka var hald- ið um Uxahryggi og Þingvalla- sveit. Ýmsir aðilar studdu fræða- fundinn og skal sérstaklega nefna Búnaðarfélag Islands, Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, Landgræðslu ríkisins, Fram- leiðsluráð landbúnaðarins, Bændaskólinn á Hvanneyri, Landbúnaðarráðuneytið, Búnað- arsamband Suðurlands, Búvöru- deild SÍS og Sláturfélag Suður- lands. Þess ber að geta að í undirbún- ingi er bók með öllum erindunum sem flutt voru á fræðafundinum. Væntanlega verður hún gefin út á árinu 1988 af Búnaðarfélagi ís- lands og Rannsóknastofnun land- búnaðarins. í samsæti sem haldið var í Hótel Sögu að kvöldi 18. ágúst var minn- ingarsjóður dr. Halldórs Páls- sonar búnaðarmálastjóra stofnað- ur. Heiðursgestur var frú Sigríður Klemenzdóttir, ekkja Halldórs, en alkunna er hve ómetanlegan stuðning hún veitti honum í lífi og starfi. Við þetta tækifæri voru nokkur ávörp flutt. Dr. Stanislav Jankowski flutti kveðjur frá Bú- fjárræktarsambandi Evrópu þar sem Halldór kom mjög við sögu, m.a. sem forseti Sauðfjár- og geitadeildar. Dr. John King talaði fyrir hönd Edinborgarháskóla þar sem Halldór átti glæstan námsferil og dr. Richard Pomeroy rifjaði upp gömul og góð kynni þeirra Halldórs allt frá árunum í Cam- bridge þar sem þeir nutu hand- leiðslu sir John Hammond við kjötrannsóknir. Hjalti Gestsson fylgdi minningarsjóðnum úr hlaði fyrir hönd undirbúningsnefndar- innar með greinargóðu ávarpi. Hann skýrði frá markmiði sjóðs- ins og kynnti ýmis atriði varðandi stofnun hans. Hann gat þess að verið væri að kynna sjóðinn meðal bænda, búnaðarfélaga, sauðfjár- ræktarfélaga og ýmissa stofnanna og leitað væri eftir stofnfram- lögum. Stefnt er að því að byggja upp myndarlegan sjóð og teljast þeir stofnfélagar sem leggja í sjóð- inn fyrir næstu áramót. Markmið sjóðsins er að stuðla að framför- 824 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.